Ný ríkisstjórn verður að forgangsraða í þágu innviða Ingólfur Bender skrifar 15. nóvember 2017 09:30 Ný ríkisstjórn verður að forgangsraða í þágu innviða. Samgönguáætlun og ríkisfjármálaáætlun þarf að uppfæra í ljósi þess að auka þarf framkvæmdir og aukið fjármagn þarf í innviðaframkvæmdir á næstu árum. Ný ríkisstjórn þarf að móta heildstæða stefnu um uppbyggingu innviða – innviðastefnu – enda eykst þá yfirsýn og skilvirkni á þessu sviði. Innviðir eru lífæðar samfélagsins. Innviðir skapa hagvöxt, störf og lifandi samfélag. Með fjárfestingu í samgöngum, orku-, vatns-, og hitaveitum, skólum og sjúkrahúsum, fjarskiptakerfi og fleiri innviðum er fjárfest í lífsgæðum þjóðarinnar, samkeppnishæfni atvinnulífsins og hagvexti framtíðarinnar. Í skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga sem kom út fyrir skömmu og fjallar um ástand og framtíðarhorfur innviða hér á landi kemur fram að hluti innviða er í slæmu ástandi og þarfnast nauðsynlega viðhalds. Í skýrslunni kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða sé í heild 372 milljarðar króna. Verst er ástand vega og fráveitna en þar er uppsöfnuð viðhaldsþörf um 150 milljarðar. Uppsöfnuð viðhaldsþörf er mikil vegna þess að innviðum hefur ekki verið sinnt sem skyldi síðustu ár. Þannig hefur, svo dæmi sé tekið, fjárfesting hins opinbera verið lítil í samgöngum á undanförnum árum þrátt fyrir að umferð bifreiða hafi margfaldast með meiri efnahagsumsvifum og auknum fjölda ferðamanna. Er nú svo komið að tafir og slys af þessum völdum eru verulegur kostnaður fyrir samfélagið allt. Í umræðum stjórnmálaflokkanna fyrir kosningar til Alþingis kom glögglega fram að einhugur er hjá flokkunum um þörfina fyrir að fara í nauðsynlegar umbætur innviða á því kjörtímabili sem nú er hafið. Kom það til dæmis skýrt fram á fundi sem Samtök iðnaðarins héldu með frambjóðendum allra flokkanna rétt fyrir kosningar að þau skynjuðu vandann og þörfina á að bregðast hratt við honum. Nú þegar hægir á hagvextinum og fram undan er tímabil þar sem slaknar á spennunni í hagkerfinu er rétti tíminn til að huga að uppbyggingu innviða. Umfang verkefnisins er mikið og þarfnast talsverðs tíma í undirbúningi. Einnig er framkvæmdatími langur, oft nokkur ár. Því er þörf að fara strax í þessa vinnu þannig að tryggt sé að við nýtum það svigrúm sem efnahagsaðstæðurnar á kjörtímabilinu skapa til að fara í þessar framkvæmdir en aðstæðurnar munu samkvæmt spám einkennast af mun minni hagvexti en verið hefur og vaxandi atvinnuleysi. Fjárhagsleg staða hins opinbera hefur batnað mikið á síðustu árum og er það því betur í stakk búið en áður var til að fara í innviðaframkvæmdir. Bent hefur verið á að ríkið getur nýtt það svigrúm sem rífleg eiginfjárstaða ríkisbankanna skapar. Uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða er hins vegar það mikil að ljóst er að hið opinbera ræður ekki eitt við þá framkvæmd. Vel þekkt er að fjármagn úr einkageiranum getur aðstoðað hið opinbera í uppbyggingu innviða. Höfum við dæmi um það hér á landi og mörg vel heppnuð dæmi eru um það erlendis frá. Má í þessu sambandi benda á ágæta greiningu Greiningardeildar Arion banka um þetta efni þar sem meðal annars kemur fram að sparnaður einkaaðila hér á landi hefur aukist á síðustu árum sem gefur þeim aukið svigrúm til þess að taka þátt í svona framkvæmdum. Innviðauppbygging verður að fá veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar og umtalsvert aukið umfang í fjárlögum næstu ára. Með forgangsröðun og skipulagningu höfum við núna tækifæri til þess að gera þarft átak á þessu sviði til hagsbóta fyrir samfélagið allt án þess að það raski stöðugleikanum. Höfundur er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Bender Mest lesið Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn verður að forgangsraða í þágu innviða. Samgönguáætlun og ríkisfjármálaáætlun þarf að uppfæra í ljósi þess að auka þarf framkvæmdir og aukið fjármagn þarf í innviðaframkvæmdir á næstu árum. Ný ríkisstjórn þarf að móta heildstæða stefnu um uppbyggingu innviða – innviðastefnu – enda eykst þá yfirsýn og skilvirkni á þessu sviði. Innviðir eru lífæðar samfélagsins. Innviðir skapa hagvöxt, störf og lifandi samfélag. Með fjárfestingu í samgöngum, orku-, vatns-, og hitaveitum, skólum og sjúkrahúsum, fjarskiptakerfi og fleiri innviðum er fjárfest í lífsgæðum þjóðarinnar, samkeppnishæfni atvinnulífsins og hagvexti framtíðarinnar. Í skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga sem kom út fyrir skömmu og fjallar um ástand og framtíðarhorfur innviða hér á landi kemur fram að hluti innviða er í slæmu ástandi og þarfnast nauðsynlega viðhalds. Í skýrslunni kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða sé í heild 372 milljarðar króna. Verst er ástand vega og fráveitna en þar er uppsöfnuð viðhaldsþörf um 150 milljarðar. Uppsöfnuð viðhaldsþörf er mikil vegna þess að innviðum hefur ekki verið sinnt sem skyldi síðustu ár. Þannig hefur, svo dæmi sé tekið, fjárfesting hins opinbera verið lítil í samgöngum á undanförnum árum þrátt fyrir að umferð bifreiða hafi margfaldast með meiri efnahagsumsvifum og auknum fjölda ferðamanna. Er nú svo komið að tafir og slys af þessum völdum eru verulegur kostnaður fyrir samfélagið allt. Í umræðum stjórnmálaflokkanna fyrir kosningar til Alþingis kom glögglega fram að einhugur er hjá flokkunum um þörfina fyrir að fara í nauðsynlegar umbætur innviða á því kjörtímabili sem nú er hafið. Kom það til dæmis skýrt fram á fundi sem Samtök iðnaðarins héldu með frambjóðendum allra flokkanna rétt fyrir kosningar að þau skynjuðu vandann og þörfina á að bregðast hratt við honum. Nú þegar hægir á hagvextinum og fram undan er tímabil þar sem slaknar á spennunni í hagkerfinu er rétti tíminn til að huga að uppbyggingu innviða. Umfang verkefnisins er mikið og þarfnast talsverðs tíma í undirbúningi. Einnig er framkvæmdatími langur, oft nokkur ár. Því er þörf að fara strax í þessa vinnu þannig að tryggt sé að við nýtum það svigrúm sem efnahagsaðstæðurnar á kjörtímabilinu skapa til að fara í þessar framkvæmdir en aðstæðurnar munu samkvæmt spám einkennast af mun minni hagvexti en verið hefur og vaxandi atvinnuleysi. Fjárhagsleg staða hins opinbera hefur batnað mikið á síðustu árum og er það því betur í stakk búið en áður var til að fara í innviðaframkvæmdir. Bent hefur verið á að ríkið getur nýtt það svigrúm sem rífleg eiginfjárstaða ríkisbankanna skapar. Uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða er hins vegar það mikil að ljóst er að hið opinbera ræður ekki eitt við þá framkvæmd. Vel þekkt er að fjármagn úr einkageiranum getur aðstoðað hið opinbera í uppbyggingu innviða. Höfum við dæmi um það hér á landi og mörg vel heppnuð dæmi eru um það erlendis frá. Má í þessu sambandi benda á ágæta greiningu Greiningardeildar Arion banka um þetta efni þar sem meðal annars kemur fram að sparnaður einkaaðila hér á landi hefur aukist á síðustu árum sem gefur þeim aukið svigrúm til þess að taka þátt í svona framkvæmdum. Innviðauppbygging verður að fá veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar og umtalsvert aukið umfang í fjárlögum næstu ára. Með forgangsröðun og skipulagningu höfum við núna tækifæri til þess að gera þarft átak á þessu sviði til hagsbóta fyrir samfélagið allt án þess að það raski stöðugleikanum. Höfundur er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun