BBC segir ekki ljóst hvort að Trump hafi rætt umtöluð mannréttindabrot á við Duterte, en barátta forsetans filippseyska gegn fíkniefnum hefur vakið mikla athygli um allan heim. Hafa þar þúsundir smyglara, sölumanna og notendur fíkniefna verið teknir af lífi án dóms og laga frá því að Duterte tók við völdum 2016.
Stjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta hafði áður gagnrýnt stríð Duterte gegn fíkniefnum, sem talið er að hafi kostað um fjögur þúsund manns lífið.
Heimsókn Trump til Filippseyja er síðasti áfangastaður forsetans í tólf daga ferðlagi hans til Asíu, en áður hefur hann heimsótt Japan, Suður-Kóreu, Kína og Víetnam.
Söng fyrir Trump
Þeir Trump og Duterte hittust fyrst í tengslum við fund ASEAN-ríkja sem nú er haldinn á Filippseyjum. Þeir áttu svo einkafund, en Trump neitaði að svara spurningum fréttamanna hvort mannréttindamál hafi borið þar á góma. Talsmaður Duterte sagði hins vegar svo ekki hafa verið. Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði síðar að stuttlega hafi minnst á mannréttndamál.
Trump aðrir leiðtogar sem sækja ASEAN-fundinn hittust á sunnudagskvöldinu í hátíðarkvöldverði þar sem Duterte fór upp á svið til að flytja vinsælt filippseyskt ástarlag. Að flutningi sagðist hann hafa flutt lagið að skipun forseta Bandaríkjanna.
#PresidentDuterte sings #Ikaw with #PilitaCorales, upon request of @realDonaldTrump. #Asean2017 pic.twitter.com/VjGCVeOeqG
— Karen Jimeno (@AttyKarenJimeno) November 12, 2017