Handbolti

Bikarmeistararnir áfram eftir kaflaskiptan leik | ÍBV keyrði yfir Fylkiskonur

Þórey sækir að marki Valsliðsins í dag.
Þórey sækir að marki Valsliðsins í dag. Vísir/stefán
Bikarmeistarar Stjörnunnar unnu nauman sigur á Val 29-25 í Valshöllinni í dag eftir kaflaskiptan leik en á sama tíma vann ÍBv sigur gegn Fylki.

Gestirnir úr Garðabænum byrjuðu annars kaflaskiptan leik af krafti og leiddu með sex mörkum um tíma í fyrri hálfleik en Valskonur gáfust ekki upp og minnkuðu muninn í þrjú mörk, 14-11 fyrir lok fyrri hálfleiks.

Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í Valshöllinni og smellti af myndunum sem sjá má hér fyrir neðan.

Valskonur náðu forskotinu í seinni hálfleik og leiddu stóran hluta hálfleiksins en Garðbæingar náðu aftur takti undir lokin og sigldu sigrinum heim.

Díana Dögg Magnúsdóttir var markahæst í liði Valskvenna með níu mörk en í liði Hauka voru það þær Ramune Pekarskyte með ellefu mörk og Þórey Anna Ásgeirsdóttir með tíu mörk sem léku stærstan hluta í sóknarleiknum.

Það var ekki sama spenna í leik Fylkis og ÍBv í Árbænum í dag en þótt að ungt og efnilegt Fylkislið næði að halda aðeins í við Eyjakonur framan af lauk leiknum með stórsigri.

Var staðan 8-12 fyrir ÍBV stuttu fyrir leikslok en átta mörk Eyjakvenna í röð gerðu út um leikinn fyrir lok fyrri hálfleiks.

Irma Jónsdóttir var markahæst í liði Fylkis með átta mörk en Karólína Bæhrenz var atkvæðamest í liði Eyjakvenna með átta mörk.

Vísir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×