Gífurlegar framkvæmdir í höfuðstöðvum Microsoft Daníel Freyr Birkisson skrifar 29. nóvember 2017 13:20 Hér má sjá mynd af því hvernig svæðið mun líta út. microsoft Tölvurisinn Microsoft hefur í hyggju að stækka svæði höfuðstöðva sinna í Redmond, Washington svo um munar. Ætlunin er að bæta við átján nýjum byggingum á næstu fimm til sjö árum en fyrir eru þær 80 talsins. Hugsunin er að skapa hálfgert stórborgarandrúmsloft án þess að rífa niður skóga í kringum svæðið. Microsoft bætist þar með í hóp stórfyrirtækja á borð við Apple, Google og Amazon sem öll hafa staðið fyrir glæsilegri uppbyggingu í kringum höfuðstöðvar sínar. Fyrirtækið mun koma til með að byggja á 2,5 milljóna fermetra plássi og endurskipuleggja og hanna núverandi svæði sem er um 6,7 milljónir fermetra. Með þessum breytingum skapast pláss fyrir 8 þúsund starfsmenn til viðbótar en á svæðinu starfa 47 þúsund fyrir. Kostnaður verkefnisins liggur ekki fyrir en ljóst er að þetta mun kosta nokkra milljarða Bandaríkjadala. Áætlunin gerir ráð fyrir að byggingu verði lokið árið 2023 og segir Brad Smith, forseti Microsoft, að uppbyggingin snúist ekki einungis um stækkun. Hún myndi koma til með að færa fyrirtækið inn í framtíðina. Um er að ræða umfangsmestu endurbyggingu á svæði höfuðstöðva fyrirtækisins í Redmond frá upphafi. Bæjarstjóri Redmond, John Marchione, segist ánægður með framkvæmdir fyrirtækisins. „Microsoft hefur alla tíð verið frábær samstarfsfélagi og erum við ánægð með að Redmond verði áfram heimili þeirra,“ var haft eftir bæjarstjóranum. Apple greindi frá því á dögunum að stutt væri í að mannvirkið Apple Campus 2 yrði vígt en Steve Jobs kynnti byggingaráformin skömmu fyrir dauða sinn árið 2011.Hér má sjá myndband sem fer lauslega yfir framkvæmdirnar á höfuðstöðvunum. Microsoft Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tölvurisinn Microsoft hefur í hyggju að stækka svæði höfuðstöðva sinna í Redmond, Washington svo um munar. Ætlunin er að bæta við átján nýjum byggingum á næstu fimm til sjö árum en fyrir eru þær 80 talsins. Hugsunin er að skapa hálfgert stórborgarandrúmsloft án þess að rífa niður skóga í kringum svæðið. Microsoft bætist þar með í hóp stórfyrirtækja á borð við Apple, Google og Amazon sem öll hafa staðið fyrir glæsilegri uppbyggingu í kringum höfuðstöðvar sínar. Fyrirtækið mun koma til með að byggja á 2,5 milljóna fermetra plássi og endurskipuleggja og hanna núverandi svæði sem er um 6,7 milljónir fermetra. Með þessum breytingum skapast pláss fyrir 8 þúsund starfsmenn til viðbótar en á svæðinu starfa 47 þúsund fyrir. Kostnaður verkefnisins liggur ekki fyrir en ljóst er að þetta mun kosta nokkra milljarða Bandaríkjadala. Áætlunin gerir ráð fyrir að byggingu verði lokið árið 2023 og segir Brad Smith, forseti Microsoft, að uppbyggingin snúist ekki einungis um stækkun. Hún myndi koma til með að færa fyrirtækið inn í framtíðina. Um er að ræða umfangsmestu endurbyggingu á svæði höfuðstöðva fyrirtækisins í Redmond frá upphafi. Bæjarstjóri Redmond, John Marchione, segist ánægður með framkvæmdir fyrirtækisins. „Microsoft hefur alla tíð verið frábær samstarfsfélagi og erum við ánægð með að Redmond verði áfram heimili þeirra,“ var haft eftir bæjarstjóranum. Apple greindi frá því á dögunum að stutt væri í að mannvirkið Apple Campus 2 yrði vígt en Steve Jobs kynnti byggingaráformin skömmu fyrir dauða sinn árið 2011.Hér má sjá myndband sem fer lauslega yfir framkvæmdirnar á höfuðstöðvunum.
Microsoft Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira