Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Afturelding 29-33 | Fjórði sigur Mosfellinga í síðustu fimm leikjum Einar Sigurvinsson skrifar 27. nóvember 2017 21:45 Árni Bragi Eyjólfsson skoraði 13 mörk. vísir/eyþór Afturelding sigraði ÍR með fjórum mörkum, 29-33, í Breiðholtinu í kvöld. Mosfellingarnir voru fljótir að ná yfirhöndinni á leiknum, en eftir 11 mínútur höfðu gestirnir náð fimm marka forskoti, 2-7. Mosfellingarnir voru sterkari á öllum vígstöðum og voru með sanngarna forystu allan fyrri hálfleikinn. ÍR-ingar náðu þó hægt og bítandi að koma sér betur inn í leikinn og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 12-14. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og náðu að jafna leikinn á 35. mínútu, 15-15. Nær komust þeir þó ekki því Mosfellingarnir gáfu í kjölfarið í. Afturelding náði fljótt aftur þriggja marka forystu, 16-19, og héldu þeir henni út leikinn. Mest var forskot Aftureldingar sjö mörk, í stöðunni 18-25 á 46. mínútu. Öruggur sigur Aftureldingar staðreynd og taka þeir með sigrinum 7. sætið í deildinni af ÍR-ingum, sem fara í 8. sæti.Af hverju vann Afturelding? Hver einasti leikmaður var að skila sínu í liði Aftureldingar. Vörnin náði að loka á ÍR-ingana á löngum köflum sem gaf þeim í kjölfarið fjölmörg hraðaupphlaup.Hverjir stóðu upp úr? Árni Bragi átti frábæran dag í liði gestanna og skoraði 13 mörk. Ernir Hrafn Arnarson og Elvar Ásgeirsson áttu einnig góðan dag og skoruðu 7 mörk hvor. Í liði heimamanna stóð Bergvin Þór Gíslason upp úr og skoraði 11 mörk. Daníel Ingi kom næst á eftir honum með 9. Þá átti Grétar Ari Guðjónsson fínan dag í markinu með 15 varða bolta.Hvað gekk illa? Sóknarleikur ÍR-inga gekk illa og var oft á tíðum mjög kraftlaus. Of margar sóknir enduðu ekki með skoti og náði Afturelding fjölmörgum hraðaupphlaupum í kjölfarið. Á móti voru ÍR-ingar að klikka á of mörgum dauðafærum sjálfir.Hvað gerist næst? Næsta fimmtudag, 30. október, bíður ÍR-ingum erfitt verkefni þar sem þeir taka á móti Haukum. Sama daga mun Afturelding leggja leið sína til Vestmannaeyja og mæta ÍBV.Bjarni: Við erum kannski einu númeri of litlir „Ég er náttúrulega bara ósáttur með að hafa tapað, mér fannst við eiginlega bara ekki hafa verið nógu góðir í dag. Það vantaði aðeins meiri grimmd og vilja í að ætla að sækja þennan sigur,“ sagði Bjarni Fritzon, þjálfari ÍR-inga í leikslok. Sigur Aftureldingar var sannfærandi og þrátt fyrir að ÍR-ingar hafi spilað ágætlega á köflum var sigurinn aldrei í hættu. „Við erum að taka glórulausar ákvarðanir þar sem við erum að henda boltanum í hendurnar á þeim og þeir eru að raða tveimur til þremur hraðaupphlaupum í röð. Það er alltaf að auka bilið á milli. Það er erfitt að ætla sér að vinna sterkt lið eins og Aftureldingu ef þú ætlar að gefa þeim annað slegið hraðaupphlaupsmörk með því að vera óagaðir í sendingum.“ Stigasöfnunin hefur gengið illa hjá ÍR-ingum í deildinni upp á síðkastið, en af síðustu sjö leikjum hafa þeir tapað sex. Bjarni hefur þó ekki áhyggjur af gengi liðsins í deildinni. „Við tókum líka frábæran sigur á móti Stjörnunni í bikarnum. Við erum bara að mæta mjög sterkum liðum. Við erum kannski einu númeri of litlir eins og staðan er í dag. Við höldum bara ótrauðir áfram, við erum að spila frábæran bolta inn á milli. Við þurfum bara að vinna í ýmsum atriðum og verða örlítið betri.“ „Markmiðið er bara að mæta í næsta leik og vinna hann. Við höfum sýnt það að við getum unnið alla, alltaf. Þannig að við bara höldum áfram í því,“ sagði bjartsýnn Bjarni að lokum.Einar Andri: Við tókum aldrei þátt í neinni krísu „Bara gríðarlega ánægður með strákana. Mér fannst við vera að spila frábæran leik. Markvarslan góð, vörnin mjög góð og svo sóknarleikur líka. Þetta var mjög heilsteyptur leikur og svo vorum við líka að skora mikið af hraðaupphlaupsmörkum. Þetta var bara heilt yfir mjög gott,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, við Vísi í leikslok. Sigur Aftureldingar var sannfærandi og í raun aldrei í hættu. Einar var að vonum ánægður með leik sinna manna í kvöld. „Við erum búnir að vera að þétta varnarleikinn. Markvarslan og sóknarleikurinn er á uppleið. Strákarnir hafa bara unnið mjög vel og lagt hart að sér í allan vetur. Við höfum vitað að þetta færi að lagast og við höfum haft trú á því. Við höfum bara reynt að ýta öllu öðru frá okkur og náð að keyra þetta áfram. Afturelding hefur með sigrinum í kvöld unnið fjóra af síðustu fimm leikjum. Mosfellingarnir virðast því vera búnir að finna taktinn eftir að hafa verið án sigurs í fyrstu sex umferðum deildarinnar. „Við tókum aldrei þátt í neinni krísu. Við erum bara að einbeita okkur að okkar leik. Við vorum að spila vel í mörgum leikjum þó við værum að tapa. Síðustu fimm leikir hafa verið virkilega góðir, Valsleikurinn var líka góður þó hann hafi tapast. Þannig að við erum bara á mjög góðu róli,leikmennirnir eru að stíga upp og við erum að þéttast. Þannig að við erum bara ánægðir og einbeittir í að halda áfram að bæta okkur,“ sagði Einar Andri að lokum.Bergvin: Gríðarlegt svekkelsi „Bara gríðarlegt svekkelsi. Við ætluðum okkur að fá tvo punkta í dag, sérstaklega á heimavelli,“ sagði Bergvin Þór Gíslason en hann var að vonum svekktur eftir 29-33 tapið gegn Aftureldingu í kvöld. Stigasöfnunin hefur gengið illa hjá ÍR-ingum í deildinni upp á síðkastið. Bergvin viðurkennir að þetta sé að verða áhyggjuefni. „Þetta er að verða svolítið áhyggjuefni. Eins og í dag vorum við ekki að spila vel. Það var mikið af tæknifeilum sem fór með leikinn. Ég held að að við höfum verið með á annan tug tæknifeila á meðan þeir voru með fimm til sex. Þar liggur leikurinn.“ ÍR-ingar komu sterkir inn í síðari hálfleikinn og tókst að jafna leikinn í 15-15 á 35. mínútu, en náðu ekki að fylgja því eftir. „Við erum að elta mest allan leikinn og það fór mikið púður í að vinna upp þetta forskot sem Afturelding var með. Ég held við höfum bara gefið eftir. Þegar staðan var orðin 15-15 hélt ég að þetta myndi verða hörkuleikur, en Afturelding setti bara í annan gír og stungu okkur af. “ „Ég hef engar áhyggjur af þessu. Ég held að þetta fari að kikka inn þegar við fáum leikmenn inn, þannig að ég hef engar áhyggjur af þessu,“ sagði Bergvin Þór að lokum. Olís-deild karla
Afturelding sigraði ÍR með fjórum mörkum, 29-33, í Breiðholtinu í kvöld. Mosfellingarnir voru fljótir að ná yfirhöndinni á leiknum, en eftir 11 mínútur höfðu gestirnir náð fimm marka forskoti, 2-7. Mosfellingarnir voru sterkari á öllum vígstöðum og voru með sanngarna forystu allan fyrri hálfleikinn. ÍR-ingar náðu þó hægt og bítandi að koma sér betur inn í leikinn og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 12-14. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og náðu að jafna leikinn á 35. mínútu, 15-15. Nær komust þeir þó ekki því Mosfellingarnir gáfu í kjölfarið í. Afturelding náði fljótt aftur þriggja marka forystu, 16-19, og héldu þeir henni út leikinn. Mest var forskot Aftureldingar sjö mörk, í stöðunni 18-25 á 46. mínútu. Öruggur sigur Aftureldingar staðreynd og taka þeir með sigrinum 7. sætið í deildinni af ÍR-ingum, sem fara í 8. sæti.Af hverju vann Afturelding? Hver einasti leikmaður var að skila sínu í liði Aftureldingar. Vörnin náði að loka á ÍR-ingana á löngum köflum sem gaf þeim í kjölfarið fjölmörg hraðaupphlaup.Hverjir stóðu upp úr? Árni Bragi átti frábæran dag í liði gestanna og skoraði 13 mörk. Ernir Hrafn Arnarson og Elvar Ásgeirsson áttu einnig góðan dag og skoruðu 7 mörk hvor. Í liði heimamanna stóð Bergvin Þór Gíslason upp úr og skoraði 11 mörk. Daníel Ingi kom næst á eftir honum með 9. Þá átti Grétar Ari Guðjónsson fínan dag í markinu með 15 varða bolta.Hvað gekk illa? Sóknarleikur ÍR-inga gekk illa og var oft á tíðum mjög kraftlaus. Of margar sóknir enduðu ekki með skoti og náði Afturelding fjölmörgum hraðaupphlaupum í kjölfarið. Á móti voru ÍR-ingar að klikka á of mörgum dauðafærum sjálfir.Hvað gerist næst? Næsta fimmtudag, 30. október, bíður ÍR-ingum erfitt verkefni þar sem þeir taka á móti Haukum. Sama daga mun Afturelding leggja leið sína til Vestmannaeyja og mæta ÍBV.Bjarni: Við erum kannski einu númeri of litlir „Ég er náttúrulega bara ósáttur með að hafa tapað, mér fannst við eiginlega bara ekki hafa verið nógu góðir í dag. Það vantaði aðeins meiri grimmd og vilja í að ætla að sækja þennan sigur,“ sagði Bjarni Fritzon, þjálfari ÍR-inga í leikslok. Sigur Aftureldingar var sannfærandi og þrátt fyrir að ÍR-ingar hafi spilað ágætlega á köflum var sigurinn aldrei í hættu. „Við erum að taka glórulausar ákvarðanir þar sem við erum að henda boltanum í hendurnar á þeim og þeir eru að raða tveimur til þremur hraðaupphlaupum í röð. Það er alltaf að auka bilið á milli. Það er erfitt að ætla sér að vinna sterkt lið eins og Aftureldingu ef þú ætlar að gefa þeim annað slegið hraðaupphlaupsmörk með því að vera óagaðir í sendingum.“ Stigasöfnunin hefur gengið illa hjá ÍR-ingum í deildinni upp á síðkastið, en af síðustu sjö leikjum hafa þeir tapað sex. Bjarni hefur þó ekki áhyggjur af gengi liðsins í deildinni. „Við tókum líka frábæran sigur á móti Stjörnunni í bikarnum. Við erum bara að mæta mjög sterkum liðum. Við erum kannski einu númeri of litlir eins og staðan er í dag. Við höldum bara ótrauðir áfram, við erum að spila frábæran bolta inn á milli. Við þurfum bara að vinna í ýmsum atriðum og verða örlítið betri.“ „Markmiðið er bara að mæta í næsta leik og vinna hann. Við höfum sýnt það að við getum unnið alla, alltaf. Þannig að við bara höldum áfram í því,“ sagði bjartsýnn Bjarni að lokum.Einar Andri: Við tókum aldrei þátt í neinni krísu „Bara gríðarlega ánægður með strákana. Mér fannst við vera að spila frábæran leik. Markvarslan góð, vörnin mjög góð og svo sóknarleikur líka. Þetta var mjög heilsteyptur leikur og svo vorum við líka að skora mikið af hraðaupphlaupsmörkum. Þetta var bara heilt yfir mjög gott,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, við Vísi í leikslok. Sigur Aftureldingar var sannfærandi og í raun aldrei í hættu. Einar var að vonum ánægður með leik sinna manna í kvöld. „Við erum búnir að vera að þétta varnarleikinn. Markvarslan og sóknarleikurinn er á uppleið. Strákarnir hafa bara unnið mjög vel og lagt hart að sér í allan vetur. Við höfum vitað að þetta færi að lagast og við höfum haft trú á því. Við höfum bara reynt að ýta öllu öðru frá okkur og náð að keyra þetta áfram. Afturelding hefur með sigrinum í kvöld unnið fjóra af síðustu fimm leikjum. Mosfellingarnir virðast því vera búnir að finna taktinn eftir að hafa verið án sigurs í fyrstu sex umferðum deildarinnar. „Við tókum aldrei þátt í neinni krísu. Við erum bara að einbeita okkur að okkar leik. Við vorum að spila vel í mörgum leikjum þó við værum að tapa. Síðustu fimm leikir hafa verið virkilega góðir, Valsleikurinn var líka góður þó hann hafi tapast. Þannig að við erum bara á mjög góðu róli,leikmennirnir eru að stíga upp og við erum að þéttast. Þannig að við erum bara ánægðir og einbeittir í að halda áfram að bæta okkur,“ sagði Einar Andri að lokum.Bergvin: Gríðarlegt svekkelsi „Bara gríðarlegt svekkelsi. Við ætluðum okkur að fá tvo punkta í dag, sérstaklega á heimavelli,“ sagði Bergvin Þór Gíslason en hann var að vonum svekktur eftir 29-33 tapið gegn Aftureldingu í kvöld. Stigasöfnunin hefur gengið illa hjá ÍR-ingum í deildinni upp á síðkastið. Bergvin viðurkennir að þetta sé að verða áhyggjuefni. „Þetta er að verða svolítið áhyggjuefni. Eins og í dag vorum við ekki að spila vel. Það var mikið af tæknifeilum sem fór með leikinn. Ég held að að við höfum verið með á annan tug tæknifeila á meðan þeir voru með fimm til sex. Þar liggur leikurinn.“ ÍR-ingar komu sterkir inn í síðari hálfleikinn og tókst að jafna leikinn í 15-15 á 35. mínútu, en náðu ekki að fylgja því eftir. „Við erum að elta mest allan leikinn og það fór mikið púður í að vinna upp þetta forskot sem Afturelding var með. Ég held við höfum bara gefið eftir. Þegar staðan var orðin 15-15 hélt ég að þetta myndi verða hörkuleikur, en Afturelding setti bara í annan gír og stungu okkur af. “ „Ég hef engar áhyggjur af þessu. Ég held að þetta fari að kikka inn þegar við fáum leikmenn inn, þannig að ég hef engar áhyggjur af þessu,“ sagði Bergvin Þór að lokum.