Gætu greitt upp öll lán á innan við fimm árum Hörður Ægisson skrifar 23. nóvember 2017 07:00 Hagfræðideildin spáir því að íbúðafjárfesting aukist um 28 prósent í ár og 20 prósent á næsta ári. vísir/pjetur Aðstæður til aukinnar fjárfestingar í íslensku atvinnulífi hafa líklega aldrei verið betri en nú. Eiginfjárhlutfall viðskiptahagkerfisins hefur ekki verið hærra frá því að mælingar hófust 2002 og þá hefur verulega dregið úr skuldsetningu á undanförnum árum. Það tæki fyrirtæki í atvinnulífinu að jafnaði minna en fimm ár að greiða upp allar langtímaskuldbindingar. Þetta kemur fram í Þjóðhag, ársriti hagfræðideildar Landsbankans, sem kom út í gær en samkvæmt nýrri þjóðhagsspá bankans mun atvinnuvegafjárfesting aukast um rúmlega átta prósent á þessu ári og því næsta. Árið 2020 er gert ráð fyrir að mesti fjárfestingarkúfurinn í núverandi uppsveiflu verði að baki og þá verði um tveggja prósenta samdráttur í atvinnuvegafjárfestingu. Á það er bent í umfjöllun hagfræðideildar að lykilþáttur í fjárfestingaákvörðunum margra fyrirtækja sé gengi krónunnar og væntingar um gengisþróun til lengri tíma. Þannig fari jafnan saman aukin fjárfesting og styrking krónunnar en raungengið hefur sjaldan verið hærra. Mjög stór hluti atvinnuvegafjárfestingar kemur erlendis frá í gegnum innflutning og því hefur gengisstyrking krónu að undanförnu gert fjárfestingu ódýrari í krónum talið.Sterkt gengi krónunnar, ásamt því að fjárhagsstaða fyrirtækja hefur tekið stakkaskiptum á síðustu árum, þýðir því að „jarðvegur til aukinnar fjárfestingar í atvinnulífinu hefur, á ýmsa mælikvarða, líklega aldrei verið jafn frjósamur og nú,“ segir í riti hagfræðideildarinnar. Þannig var eiginfjárhlutfall viðskiptahagkerfisins 42 prósent í árslok 2015 og hefur ekki áður mælst hærra. Hækkandi eiginfjárhlutfall má að töluverðu leyti skýra með lækkun skulda, einkum erlendra langtímalána. Þessi þróun, eins og útskýrt er í ritinu, hefur þýtt að mjög hefur dregið úr skuldsetningu rekstrar. Í lok 2016 var hlutfall langtímaskulda og hagnaðar fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) 4,7 en á þann mælikvarða tæki það undirliggjandi rekstur tæp fimm ár að greiða upp allar langtímaskuldbindingar. Er hlutfallið í dag með því lægsta sem verið hefur í fimmtán ár. „Á þennan mælikvarða má því ætla að undirliggjandi rekstur þoli meiri skuldsetningu og því sé umtalsvert rými til aukinnar fjárfestingar í atvinnulífinu,“ segir í ritinu. Hagfræðideildin telur að á næstu árum verði einnig aukinn kraftur í fjárfestingu hins opinbera. Spáir deildin því að hún aukist um níu prósent í ár og á næsta ári og síðan um fimmtán prósent á árunum 2019 og 2020. Er á það bent í ritinu að mikil umræða hefur verið um nauðsyn viðhalds og uppbyggingar ýmissa innviða. Þörfin á endurbótum sé jafn aðkallandi innan sveitarfélaganna og á vettvangi ríkisins. Opinber fjárfesting var að jafnaði 4 til 5 prósent af landsframleiðslu á tímabilinu 1998 til 2008 en á allra síðustu árum hefur þetta hlutfall lækkað mjög og verið um 3 prósent. Samkvæmt þjóðhagsspá hagfræðideildarinnar verður hlutfallið komið í 3,5 prósent 2020.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Aðstæður til aukinnar fjárfestingar í íslensku atvinnulífi hafa líklega aldrei verið betri en nú. Eiginfjárhlutfall viðskiptahagkerfisins hefur ekki verið hærra frá því að mælingar hófust 2002 og þá hefur verulega dregið úr skuldsetningu á undanförnum árum. Það tæki fyrirtæki í atvinnulífinu að jafnaði minna en fimm ár að greiða upp allar langtímaskuldbindingar. Þetta kemur fram í Þjóðhag, ársriti hagfræðideildar Landsbankans, sem kom út í gær en samkvæmt nýrri þjóðhagsspá bankans mun atvinnuvegafjárfesting aukast um rúmlega átta prósent á þessu ári og því næsta. Árið 2020 er gert ráð fyrir að mesti fjárfestingarkúfurinn í núverandi uppsveiflu verði að baki og þá verði um tveggja prósenta samdráttur í atvinnuvegafjárfestingu. Á það er bent í umfjöllun hagfræðideildar að lykilþáttur í fjárfestingaákvörðunum margra fyrirtækja sé gengi krónunnar og væntingar um gengisþróun til lengri tíma. Þannig fari jafnan saman aukin fjárfesting og styrking krónunnar en raungengið hefur sjaldan verið hærra. Mjög stór hluti atvinnuvegafjárfestingar kemur erlendis frá í gegnum innflutning og því hefur gengisstyrking krónu að undanförnu gert fjárfestingu ódýrari í krónum talið.Sterkt gengi krónunnar, ásamt því að fjárhagsstaða fyrirtækja hefur tekið stakkaskiptum á síðustu árum, þýðir því að „jarðvegur til aukinnar fjárfestingar í atvinnulífinu hefur, á ýmsa mælikvarða, líklega aldrei verið jafn frjósamur og nú,“ segir í riti hagfræðideildarinnar. Þannig var eiginfjárhlutfall viðskiptahagkerfisins 42 prósent í árslok 2015 og hefur ekki áður mælst hærra. Hækkandi eiginfjárhlutfall má að töluverðu leyti skýra með lækkun skulda, einkum erlendra langtímalána. Þessi þróun, eins og útskýrt er í ritinu, hefur þýtt að mjög hefur dregið úr skuldsetningu rekstrar. Í lok 2016 var hlutfall langtímaskulda og hagnaðar fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) 4,7 en á þann mælikvarða tæki það undirliggjandi rekstur tæp fimm ár að greiða upp allar langtímaskuldbindingar. Er hlutfallið í dag með því lægsta sem verið hefur í fimmtán ár. „Á þennan mælikvarða má því ætla að undirliggjandi rekstur þoli meiri skuldsetningu og því sé umtalsvert rými til aukinnar fjárfestingar í atvinnulífinu,“ segir í ritinu. Hagfræðideildin telur að á næstu árum verði einnig aukinn kraftur í fjárfestingu hins opinbera. Spáir deildin því að hún aukist um níu prósent í ár og á næsta ári og síðan um fimmtán prósent á árunum 2019 og 2020. Er á það bent í ritinu að mikil umræða hefur verið um nauðsyn viðhalds og uppbyggingar ýmissa innviða. Þörfin á endurbótum sé jafn aðkallandi innan sveitarfélaganna og á vettvangi ríkisins. Opinber fjárfesting var að jafnaði 4 til 5 prósent af landsframleiðslu á tímabilinu 1998 til 2008 en á allra síðustu árum hefur þetta hlutfall lækkað mjög og verið um 3 prósent. Samkvæmt þjóðhagsspá hagfræðideildarinnar verður hlutfallið komið í 3,5 prósent 2020.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira