„Langt í að kynferðislegri áreitni og ofbeldi verði útrýmt á vinnumarkaði“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. nóvember 2017 10:37 Kallað er eftir því að atvinnurekendur og stjórnvöld axli ábyrgð og stórefli aðgerðir til að útrýma kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Vísir/Getty Alþýðusamband Íslands, Bandalag Háskólamanna, BSRB og Kennarasamband Íslands kalla eftir því að atvinnurekendur og stjórnvöld axli ábyrgð og stórefli aðgerðir til að útrýma kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Kemur fram í fréttatilkynningu að samtökin séu reiðubúin til að taka þátt í slíkum aðgerðum. „Þúsundir hugrakkra kvenna hafa að undanförnu stigið fram og sagt frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir á vinnustöðum með notkun myllumerkisins #metoo (#églíka) á samfélagsmiðlum.“ Félögin, sem eru samtök launafólks á Íslandi, segja að það sé á ábyrgð atvinnurekenda að fyrirbyggja og stöðva slíka hegðun og ætla þau að taka þátt í aðgerðum atvinnurekenda og stjórnvalda.Sjaldgæft að þolendur leiti til stéttarfélags „Samtök launafólks standa þétt að baki þolendum. Við hvetjum hverja þá og hvern þann sem þolað hefur ofbeldi og áreitni á vinnustað að leita til stéttarfélags síns eftir aðstoð.“ Er þeirra mat að það sé langt í að kynferðislegri áreitni og ofbeldi verði útrýmt á vinnumarkaði. Því miður er sjaldgæft að þolendur kynferðislegrar áreitni eða ofbeldis á vinnustöðum leiti til stéttarfélaga sinna, eftirlitsaðila, úrskurðarnefnda eða dómstóla eftir úrlausn mála. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið benda til að kynferðisleg áreitni sé landlæg og alvarleg á íslenskum vinnumarkaði.“ Að þeirra mati er brýn þörf á vitundarvakningu og benda á að reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum frá 2015 leggi ríkar skyldur á herðar atvinnurekenda. „Samkvæmt henni skulu atvinnurekendur gera skriflegt mat á áhættuþáttum kynferðislegrar áreitni og ofbeldi á vinnustaðnum, áætlun um forvarnir og aðgerðir til að koma í veg fyrir slíka hegðun og loks þær aðgerðir sem grípa skuli til ef talið er eða vitað að slík hegðun eigi sér stað eða hafi átt sér stað.“Á ekki að sópa undir teppið Konur ættu ekki að þurfa að berjast fyrir réttindum sínum heldur sé það í höndum atvinnurekenda og stjórnvalda að tryggja öruggt vinnuumhverfi á vinnustað. „Það á ekki að sópa kynferðislegri áreitni og ofbeldi undir teppið. Það þarf að útrýma því! Afleiðingar kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni geta verið margvíslegar. Dæmi þar um er að þeir sem verða fyrir slíkri áreitni verði þunglyndir og kvíðnir. Alvarlegustu afleiðingar slíkrar áreitni valda fjarvistum vegna veikinda, óvissu um starfsöryggi og jafnvel starfsmissi. Þetta er sameiginlegur vandi okkar allra því afleiðingarnar hafa ekki bara áhrif á einstaklinginn, heldur einnig á fjölskyldu hans, vinnustaðinn og samfélagið.“ Því þurfi að efla forvarnir, stuðla að vitundarvakningu og tryggja að hlustað sé á þolendur. „Atvinnurekendur eiga að bregðast rétt við og sýna þolendum stuðning. Samtök launafólks skorast ekki undan því að taka þátt í þeim aðgerðum.“ Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Sjá meira
Alþýðusamband Íslands, Bandalag Háskólamanna, BSRB og Kennarasamband Íslands kalla eftir því að atvinnurekendur og stjórnvöld axli ábyrgð og stórefli aðgerðir til að útrýma kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Kemur fram í fréttatilkynningu að samtökin séu reiðubúin til að taka þátt í slíkum aðgerðum. „Þúsundir hugrakkra kvenna hafa að undanförnu stigið fram og sagt frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir á vinnustöðum með notkun myllumerkisins #metoo (#églíka) á samfélagsmiðlum.“ Félögin, sem eru samtök launafólks á Íslandi, segja að það sé á ábyrgð atvinnurekenda að fyrirbyggja og stöðva slíka hegðun og ætla þau að taka þátt í aðgerðum atvinnurekenda og stjórnvalda.Sjaldgæft að þolendur leiti til stéttarfélags „Samtök launafólks standa þétt að baki þolendum. Við hvetjum hverja þá og hvern þann sem þolað hefur ofbeldi og áreitni á vinnustað að leita til stéttarfélags síns eftir aðstoð.“ Er þeirra mat að það sé langt í að kynferðislegri áreitni og ofbeldi verði útrýmt á vinnumarkaði. Því miður er sjaldgæft að þolendur kynferðislegrar áreitni eða ofbeldis á vinnustöðum leiti til stéttarfélaga sinna, eftirlitsaðila, úrskurðarnefnda eða dómstóla eftir úrlausn mála. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið benda til að kynferðisleg áreitni sé landlæg og alvarleg á íslenskum vinnumarkaði.“ Að þeirra mati er brýn þörf á vitundarvakningu og benda á að reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum frá 2015 leggi ríkar skyldur á herðar atvinnurekenda. „Samkvæmt henni skulu atvinnurekendur gera skriflegt mat á áhættuþáttum kynferðislegrar áreitni og ofbeldi á vinnustaðnum, áætlun um forvarnir og aðgerðir til að koma í veg fyrir slíka hegðun og loks þær aðgerðir sem grípa skuli til ef talið er eða vitað að slík hegðun eigi sér stað eða hafi átt sér stað.“Á ekki að sópa undir teppið Konur ættu ekki að þurfa að berjast fyrir réttindum sínum heldur sé það í höndum atvinnurekenda og stjórnvalda að tryggja öruggt vinnuumhverfi á vinnustað. „Það á ekki að sópa kynferðislegri áreitni og ofbeldi undir teppið. Það þarf að útrýma því! Afleiðingar kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni geta verið margvíslegar. Dæmi þar um er að þeir sem verða fyrir slíkri áreitni verði þunglyndir og kvíðnir. Alvarlegustu afleiðingar slíkrar áreitni valda fjarvistum vegna veikinda, óvissu um starfsöryggi og jafnvel starfsmissi. Þetta er sameiginlegur vandi okkar allra því afleiðingarnar hafa ekki bara áhrif á einstaklinginn, heldur einnig á fjölskyldu hans, vinnustaðinn og samfélagið.“ Því þurfi að efla forvarnir, stuðla að vitundarvakningu og tryggja að hlustað sé á þolendur. „Atvinnurekendur eiga að bregðast rétt við og sýna þolendum stuðning. Samtök launafólks skorast ekki undan því að taka þátt í þeim aðgerðum.“
Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Sjá meira