Vatnsdæla – gjöf sem getur breytt heiminum Guðni Elísson skrifar 2. desember 2017 19:01 Á síðu Unicef, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, leynist þýðingarmesta jólagjöfin sem Íslendingar geta gefið börnunum sínum í ár. Innan um allar sönnu og góðu gjafirnar sem hægt er að kaupa á síðu samtakanna, s.s. hlý teppi, vatnshreinsitöflur, skóladót, moskítónet og bóluefni, leynist ein sem er mikilsvert að setja í víðara samhengi. Fyrir aðeins 51.850 kr. er hægt að færa litlu þorpi vatnsdælu og breyta þannig strax lífi íbúanna í nágrenninu. Eins og kemur fram á síðu Unicef tryggir vatnsdælan aðgang að hreinu vatni og bætir „verulega líf kvenna og barna á staðnum“, því það fellur gjarnan í þeirra hlut að sækja vatn fyrir heimilið, oft langar leiðir. Vatnsburðurinn kemur niður á skólagöngu barnanna og skerðir þann tíma sem þau hafa til heimanáms og leiks. Af þessum sökum breytir sú sem gefur vatnsdælu framtíðinni í þorpinu líka. Líf ótal fólks tekur aðra stefnu og heldur áfram að vaxa og dafna löngu eftir að hún er búin að gleyma gjöfinni góðu sem gefin var um árið. En sá sem gefur vatnsdælu getur með gjöfinni einnig haft bein áhrif á framtíð sinna eigin barna. Í bókinni Drawdown. The Most Comprehensive Plan Ever Proposed to Reverse Global Warming (Penguin 2016) tekur stór hópur sérfræðinga saman eitthundrað þýðingarmestu aðgerðirnar sem hægt er að fara í til þess að stemma stigu við hættulegum loftslagsbreytingum. Margt í niðurstöðunum kom á óvart, jafnvel í hópi þeirra sem hafa lengi verið inni í loftslagsumræðunni. Líklega eru fáir hlutir eins þýðingarmiklir í baráttunni við loftslagsbreytingar eins og menntun stúlkna í þróunarlöndunum og skipulagðar getnaðarvarnir. Af hundrað þýðingarmestu aðgerðunum sem við getum farið í skipa þessar tvær sjötta og sjöunda sæti. Sérfræðingateymið sem vann að gerð bókarinnar áætlar að um 120 gígatonn af koltvísýringi sparist ef farið er í raunverulegar aðgerðir sem lúta að því að efla menntun kvenna, en órofa tengsl eru á milli fjölskyldustærðar og menntunarstigs. Þetta sést best á því að munurinn á konu sem hefur lokið grunnskólanámi og konu sem hefur ekki notið nokkurrar skólagöngu mælist í kringum fjögur til fimm börn og fólksfjölgunin er mest á þeim svæðum þar sem menntunarskilyrði kvenna eru síst. Svo hlutirnir séu settir í samhengi, áætlar sami sérfræðingahópur að rafbílavæðing heimsins skili 4 gígatonnum í sparnað, eða 30 sinnum minni árangri og setur þá aðgerð í 49. sæti. Þeir einstaklingar sem gefa vatnsdælu hrinda af stað ferli sem endar ekki við jaðar litla þorpsins þar sem dælunni er komið fyrir og árangurinn af gjöfinni skilar sér ekki allur strax. Menntum konur í þróunarríkjum með því að tryggja fólkinu þeirra vatn og leggjum um leið eitthvað að mörkum til þess að tryggja velferð okkar eigin barna. 51.850 kr. er ekki mikill peningur í stóra samhenginu, en samt umtalsverð fjárhæð fyrir margan, eigi hann að reiða hana fram einn. En ef fyrirtæki og hópar taka sig saman getum við sem þjóð látið dælurnar ganga.Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Höfuðborgin sem þjóðgarður: Arfleifð til komandi kynslóða Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Á síðu Unicef, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, leynist þýðingarmesta jólagjöfin sem Íslendingar geta gefið börnunum sínum í ár. Innan um allar sönnu og góðu gjafirnar sem hægt er að kaupa á síðu samtakanna, s.s. hlý teppi, vatnshreinsitöflur, skóladót, moskítónet og bóluefni, leynist ein sem er mikilsvert að setja í víðara samhengi. Fyrir aðeins 51.850 kr. er hægt að færa litlu þorpi vatnsdælu og breyta þannig strax lífi íbúanna í nágrenninu. Eins og kemur fram á síðu Unicef tryggir vatnsdælan aðgang að hreinu vatni og bætir „verulega líf kvenna og barna á staðnum“, því það fellur gjarnan í þeirra hlut að sækja vatn fyrir heimilið, oft langar leiðir. Vatnsburðurinn kemur niður á skólagöngu barnanna og skerðir þann tíma sem þau hafa til heimanáms og leiks. Af þessum sökum breytir sú sem gefur vatnsdælu framtíðinni í þorpinu líka. Líf ótal fólks tekur aðra stefnu og heldur áfram að vaxa og dafna löngu eftir að hún er búin að gleyma gjöfinni góðu sem gefin var um árið. En sá sem gefur vatnsdælu getur með gjöfinni einnig haft bein áhrif á framtíð sinna eigin barna. Í bókinni Drawdown. The Most Comprehensive Plan Ever Proposed to Reverse Global Warming (Penguin 2016) tekur stór hópur sérfræðinga saman eitthundrað þýðingarmestu aðgerðirnar sem hægt er að fara í til þess að stemma stigu við hættulegum loftslagsbreytingum. Margt í niðurstöðunum kom á óvart, jafnvel í hópi þeirra sem hafa lengi verið inni í loftslagsumræðunni. Líklega eru fáir hlutir eins þýðingarmiklir í baráttunni við loftslagsbreytingar eins og menntun stúlkna í þróunarlöndunum og skipulagðar getnaðarvarnir. Af hundrað þýðingarmestu aðgerðunum sem við getum farið í skipa þessar tvær sjötta og sjöunda sæti. Sérfræðingateymið sem vann að gerð bókarinnar áætlar að um 120 gígatonn af koltvísýringi sparist ef farið er í raunverulegar aðgerðir sem lúta að því að efla menntun kvenna, en órofa tengsl eru á milli fjölskyldustærðar og menntunarstigs. Þetta sést best á því að munurinn á konu sem hefur lokið grunnskólanámi og konu sem hefur ekki notið nokkurrar skólagöngu mælist í kringum fjögur til fimm börn og fólksfjölgunin er mest á þeim svæðum þar sem menntunarskilyrði kvenna eru síst. Svo hlutirnir séu settir í samhengi, áætlar sami sérfræðingahópur að rafbílavæðing heimsins skili 4 gígatonnum í sparnað, eða 30 sinnum minni árangri og setur þá aðgerð í 49. sæti. Þeir einstaklingar sem gefa vatnsdælu hrinda af stað ferli sem endar ekki við jaðar litla þorpsins þar sem dælunni er komið fyrir og árangurinn af gjöfinni skilar sér ekki allur strax. Menntum konur í þróunarríkjum með því að tryggja fólkinu þeirra vatn og leggjum um leið eitthvað að mörkum til þess að tryggja velferð okkar eigin barna. 51.850 kr. er ekki mikill peningur í stóra samhenginu, en samt umtalsverð fjárhæð fyrir margan, eigi hann að reiða hana fram einn. En ef fyrirtæki og hópar taka sig saman getum við sem þjóð látið dælurnar ganga.Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar