Segja að ekki standi til að reka Tillerson Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2017 08:08 Rex Tillerson og Donald Trump greinir einna helst á um málefni Norður-Kóreu og Írans. Vísir/AFP Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segist hafa verið fullvissað um það frá skrifstofu Bandaríkjaforseta að ekki standi til að reka utanríkisráðherrann Rex Tillerson og ráða í staðinn Mike Pompeo sem stjórnað hefur leyniþjónustunni CIA síðustu mánuði. Þrálátur orðrómur hefur verið um þetta í Washington síðustu daga og þegar Donald Trump forseti var spurður að því hvort hann ætlaði að reka Tillerson í gær svaraði hann afar loðið. Trump og Tillerson hafa lengi eldað grátt silfur saman og er fullyrt að Tillerson hafi kallað Trump hálfvita. Tillerson hefur aðspurður hvorki játað því né neitað. Tillerson og Trump greinir einna helst á um málefni Norður-Kóreu og Írans. Hefur Trump meðal annars sagt Tillerson sóa tíma sínum þegar hann reyndi að ræða við yfirvöld í Norður-Kóreu um að láta af kjarnorkutilraunum. Á blaðamannafundi í gær sagði Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, að Tillerson hefði ekki verið rekinn. „Tillerson heldur áfram að leiða utanríkisráðuneytið og öll ríkisstjórnin einbeitir sér að því að ljúka þessu ótrúlega árangursríka fyrsta ári,“ sagði Sanders. Donald Trump Tengdar fréttir Trump vill losa sig við Tillerson Forsetinn er sagður hafa það í hyggju að losa sig við utanríkisráðherrann Rex Tillerson. Þeir eiga ekki skap saman og eru skoðanir þeirra í utanríkisstefnu ósamræmdar. 30. nóvember 2017 15:29 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Fleiri fréttir Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segist hafa verið fullvissað um það frá skrifstofu Bandaríkjaforseta að ekki standi til að reka utanríkisráðherrann Rex Tillerson og ráða í staðinn Mike Pompeo sem stjórnað hefur leyniþjónustunni CIA síðustu mánuði. Þrálátur orðrómur hefur verið um þetta í Washington síðustu daga og þegar Donald Trump forseti var spurður að því hvort hann ætlaði að reka Tillerson í gær svaraði hann afar loðið. Trump og Tillerson hafa lengi eldað grátt silfur saman og er fullyrt að Tillerson hafi kallað Trump hálfvita. Tillerson hefur aðspurður hvorki játað því né neitað. Tillerson og Trump greinir einna helst á um málefni Norður-Kóreu og Írans. Hefur Trump meðal annars sagt Tillerson sóa tíma sínum þegar hann reyndi að ræða við yfirvöld í Norður-Kóreu um að láta af kjarnorkutilraunum. Á blaðamannafundi í gær sagði Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, að Tillerson hefði ekki verið rekinn. „Tillerson heldur áfram að leiða utanríkisráðuneytið og öll ríkisstjórnin einbeitir sér að því að ljúka þessu ótrúlega árangursríka fyrsta ári,“ sagði Sanders.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump vill losa sig við Tillerson Forsetinn er sagður hafa það í hyggju að losa sig við utanríkisráðherrann Rex Tillerson. Þeir eiga ekki skap saman og eru skoðanir þeirra í utanríkisstefnu ósamræmdar. 30. nóvember 2017 15:29 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Fleiri fréttir Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Sjá meira
Trump vill losa sig við Tillerson Forsetinn er sagður hafa það í hyggju að losa sig við utanríkisráðherrann Rex Tillerson. Þeir eiga ekki skap saman og eru skoðanir þeirra í utanríkisstefnu ósamræmdar. 30. nóvember 2017 15:29