Pútín býður sig fram sem óháður Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2017 12:10 Þessir árlegu fundir Rússlandsforseta og fréttamanna standa yfirleitt í margar klukkustundir. Vísir/AFP Vladimír Pútín Rússlandsforseti hyggst bjóða sig fram sem óháður frambjóðandi í forsetakosningunum sem fram fara í landinu í mars. Hann segir stjórnarandstöðuna í landinu vera hreyfingu sem hafi lítið fram að færa og heitir hann því að taka ekki þátt í loforðakapphlaupi í kosningabaráttunni. Frá þessu greindi forsetinn á árlegum fundi með fréttamönnum í Moskvu. Um 1.600 fréttamenn sækja fundinn auk fjölda annarra og hafa fundirnir jafnan staðið í marga klukkutíma. Forsetinn hvatti stjórnarandstöðuna til að leggja fram raunverulega stefnuskrá sem byggi á vilja fólksins þar sem hann sagði stjórnmál þrífast best í samkeppnisumhverfi. Sagði forsetinn að stjórnarandstaðan skorti sterkan leiðtoga. Helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Alexei Navalny, hefur verið meinað að bjóða sig fram þar sem hann hafi verið fundinn sekur um fjárdrátt. Navalny segir hins vegar að pólitískir andstæðingar hans hafi staðið fyrir ákærum á hendur honum. Rússneska sjónvarpsfréttakonan Ksenia Sobchak hefur þegar tilkynnt að hún gefi kost á sér í kosningunum í mars.Stefnir í öruggan sigur Með því að bjóða sig fram sem óháður frambjóðendur vonast Pútín til að fá stuðning fleiri flokka en einungis eigin flokks, Sameinaðs Rússlands. AFP greinir frá því að samkvæmt skoðanakönnun Levada munu um 75 prósent Rússa kjósa Pútín í komandi forsetakosningunum í mars. Forsetinn greindi á fundinum einnig frá því að rússnesk stjórnvöld muni ekki segja upp afvopnunarsamningum á borð við Start III og INF. Samtímis sakaði hann Bandaríkjastjórn um að hafa í raun sagt upp samningunum.Skortur á virðingu Ásakanir um að Rússar hafi haft afskipti af bandarísku forsetakosningunum í fyrra báru einnig á góma á fundinum í morgun. Sagði Pútín ásakanirnar runnar undan rifjum andstæðinga Donald Trump Bandaríkjaforseta, að þær sýni fram á „skort á virðingu fyrir bandarískum kjósendum“ og að þær sköðuðu bandaríska hagsmuni. Donald Trump Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hyggst bjóða sig fram sem óháður frambjóðandi í forsetakosningunum sem fram fara í landinu í mars. Hann segir stjórnarandstöðuna í landinu vera hreyfingu sem hafi lítið fram að færa og heitir hann því að taka ekki þátt í loforðakapphlaupi í kosningabaráttunni. Frá þessu greindi forsetinn á árlegum fundi með fréttamönnum í Moskvu. Um 1.600 fréttamenn sækja fundinn auk fjölda annarra og hafa fundirnir jafnan staðið í marga klukkutíma. Forsetinn hvatti stjórnarandstöðuna til að leggja fram raunverulega stefnuskrá sem byggi á vilja fólksins þar sem hann sagði stjórnmál þrífast best í samkeppnisumhverfi. Sagði forsetinn að stjórnarandstaðan skorti sterkan leiðtoga. Helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Alexei Navalny, hefur verið meinað að bjóða sig fram þar sem hann hafi verið fundinn sekur um fjárdrátt. Navalny segir hins vegar að pólitískir andstæðingar hans hafi staðið fyrir ákærum á hendur honum. Rússneska sjónvarpsfréttakonan Ksenia Sobchak hefur þegar tilkynnt að hún gefi kost á sér í kosningunum í mars.Stefnir í öruggan sigur Með því að bjóða sig fram sem óháður frambjóðendur vonast Pútín til að fá stuðning fleiri flokka en einungis eigin flokks, Sameinaðs Rússlands. AFP greinir frá því að samkvæmt skoðanakönnun Levada munu um 75 prósent Rússa kjósa Pútín í komandi forsetakosningunum í mars. Forsetinn greindi á fundinum einnig frá því að rússnesk stjórnvöld muni ekki segja upp afvopnunarsamningum á borð við Start III og INF. Samtímis sakaði hann Bandaríkjastjórn um að hafa í raun sagt upp samningunum.Skortur á virðingu Ásakanir um að Rússar hafi haft afskipti af bandarísku forsetakosningunum í fyrra báru einnig á góma á fundinum í morgun. Sagði Pútín ásakanirnar runnar undan rifjum andstæðinga Donald Trump Bandaríkjaforseta, að þær sýni fram á „skort á virðingu fyrir bandarískum kjósendum“ og að þær sköðuðu bandaríska hagsmuni.
Donald Trump Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira