Cameron segir tal Trump um gervifréttir hættulegt Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2017 09:36 Cameron er gagnrýninn á tilraunir Trump Bandaríkjaforseta til að grafa undan trúverðugleika fjölmiðla. Það er ekki bara vafasamt pólitískt þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti kallar fréttastofur eins og CNN og BBC „gervifréttir“ heldur er það beinlínis hættulegt. Þetta er mat Davids Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Cameron hefur haft hægt um sig frá því að hann sagði af sér sem forsætisráðherra eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna í fyrra. Því vekur opinber gagnrýni hans á Bandaríkjaforseta nú sérstaka athygli. Trump Bandaríkjaforseti hefur brugðist við flestum óhagstæðum fréttum um sig og ríkisstjórn sína með því að saka fjölmiðla um að búa til fréttirnar. „Gervifréttir“ eru oftar en ekki viðkvæði forsetans. „Auðvitað gera gera fjölmiðlar mistök og það er rétt að leiðrétta þá. Það sem er hins vegar verið að reyna að gera hér gengur hins vegar lengra en það. Þetta er tilraun til þess að draga í efa lögmæti stofnana sem hafa mikilvægu hlutverki að gegna í lýðræði okkar,“ sagði Cameron um hátterni Trump á fundi samtakanna Transparency International í gær.Gervifréttirnar upprunnar í RússlandiVísaði Cameron einnig til tilrauna rússneskra stjórnvalda til þess að hafa áhrif á framgang lýðræðisins í vestrænum ríkjum, að því er kemur fram í frétt Politico. „Leyfið mér að orða þetta svona. Trump forseti, „gervifréttir“ eru ekki fjölmiðlar sem gagnrýna þig. Það eru rússneskir bottar og tröll sem beina spjótum sínum að lýðræðinu ykkar...dæla út ósönnum sögum dag eftir dag, nótt eftir nótt,“ sagði Cameron. Þá lofaði forsætisráðherrann fyrrverandi Barack Obama, forvera Trump í embætti Bandaríkjaforseta, sem hafi reynt að beina sjónum evrópskra leiðtoga að tilraunum Rússa til til að hafa áhrif á fyrirtæki, fjölmiðla og stjórnmál. Donald Trump Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Fleiri fréttir Í deilum við nágrannann vegna tráa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Sjá meira
Það er ekki bara vafasamt pólitískt þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti kallar fréttastofur eins og CNN og BBC „gervifréttir“ heldur er það beinlínis hættulegt. Þetta er mat Davids Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Cameron hefur haft hægt um sig frá því að hann sagði af sér sem forsætisráðherra eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna í fyrra. Því vekur opinber gagnrýni hans á Bandaríkjaforseta nú sérstaka athygli. Trump Bandaríkjaforseti hefur brugðist við flestum óhagstæðum fréttum um sig og ríkisstjórn sína með því að saka fjölmiðla um að búa til fréttirnar. „Gervifréttir“ eru oftar en ekki viðkvæði forsetans. „Auðvitað gera gera fjölmiðlar mistök og það er rétt að leiðrétta þá. Það sem er hins vegar verið að reyna að gera hér gengur hins vegar lengra en það. Þetta er tilraun til þess að draga í efa lögmæti stofnana sem hafa mikilvægu hlutverki að gegna í lýðræði okkar,“ sagði Cameron um hátterni Trump á fundi samtakanna Transparency International í gær.Gervifréttirnar upprunnar í RússlandiVísaði Cameron einnig til tilrauna rússneskra stjórnvalda til þess að hafa áhrif á framgang lýðræðisins í vestrænum ríkjum, að því er kemur fram í frétt Politico. „Leyfið mér að orða þetta svona. Trump forseti, „gervifréttir“ eru ekki fjölmiðlar sem gagnrýna þig. Það eru rússneskir bottar og tröll sem beina spjótum sínum að lýðræðinu ykkar...dæla út ósönnum sögum dag eftir dag, nótt eftir nótt,“ sagði Cameron. Þá lofaði forsætisráðherrann fyrrverandi Barack Obama, forvera Trump í embætti Bandaríkjaforseta, sem hafi reynt að beina sjónum evrópskra leiðtoga að tilraunum Rússa til til að hafa áhrif á fyrirtæki, fjölmiðla og stjórnmál.
Donald Trump Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Fleiri fréttir Í deilum við nágrannann vegna tráa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Sjá meira