Hóta að bera öryrkja og hund út fyrir jól Sigurður Mikael Jónsson skrifar 14. desember 2017 07:00 Sigurbjörg Hlöðversdóttir segir að hún og hundurinn Hrollur fari hvergi og að hússjóður ÖBÍ verði að láta bera hana út. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég get ekkert farið, ég hef engan samastað, enga peninga til að leigja mér eitt né neitt. Ég væri ekki hérna ef ég gæti verið annars staðar,“ segir Sigurbjörg Hlöðversdóttir, öryrki og íbúi í Hátúni 10, húsnæði Brynju hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands, sem í gær barst bréf frá lögfræðistofu þar sem henni er hótað útburði. Fréttablaðið hefur fjallað ítarlega um mál Sigurbjargar að undanförnu, en leigusamningur hennar var ekki endurnýjaður þar sem hún hafði gerst brotleg við húsreglur um dýrahald. Sigurbjörg býr í íbúð sinni í Hátúni ásamt pomeranian-hundinum Hrolli sem hefur reynst eigandanum mikilvægur félagsskapur í gegnum tíðina. Upphaflega bar Sigurbjörgu að skila íbúðinni 1. desember síðastliðinn. Hún kærði ákvörðun Brynju til kærunefndar húsnæðismála í velferðarráðuneytinu og hélt hún hefði keypt sér tíma meðan málið væri til meðferðar.Bréfið sem barst.Annað kom á daginn í gær þegar hún var heimsótt af fulltrúa Lögfræðistofu Reykjavíkur sem afhenti henni ómerkt umslag. Í því var að finna áskorun, dagsetta 4. desember, um að hún tæmi íbúðina nú þegar og skili lyklunum til Brynju. Í bréfinu er henni hótað útburði, en þar segir: „Verði ekki orðið við því innan 3ja daga frá birtingu áskorunar þessarar mun verða farið fram á aðfararheimild hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og þess síðan krafist að þú verðir borin út úr húsnæðinu með atbeina sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.“ Sigurbjörg er hvumsa yfir þessu útspili og furðar sig á að hægt sé að fara út í aðgerðir sem þessar áður en úrskurður kærunefndar liggur fyrir. „En ég er ekki lögfræðingur, ég er bara öryrki hérna. Ég er að brjóta húsreglur, engin spurning um það, en ég er á því að Brynja sé að brjóta lög með þessari mismunun,“ segir hún og vísar þar í að fjöldi íbúa í Hátúni haldi gæludýr. Hún kveðst ekki ætla að verða við áskoruninni. „Ég verð bara að sitja og bíða. Leyfa þeim að bera mig út, hvenær sem það verður. 24. desember kannski.“ Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Sigurbjörg og Hrollur fá aðstoð frá Ingu Sæland Kærði uppsögn hússjóðs ÖBÍ á leigusamningi vegna hundahalds til kærunefndar húsnæðismála. Átti að skila af sér íbúðinni 1. desember en bíður niðurstöðu. 2. desember 2017 07:00 Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurbjörg Hlöðversdóttir óttast að enda í tjaldi í Laugardal eftir að Brynja, hússjóður ÖBÍ, tilkynnti henni um mánaðamótin að hún þyrfti að afhenda íbúð sína í Hátúni 10 fyrir 1. desember. 6. nóvember 2017 06:00 Heilsuspursmál að Sigurbjörg fái að halda hundinum sínum Læknir mælir eindregið með því að Sigurbjörg Hlöðversdóttir fái að halda hundinum Hrolli, heilsu sinnar vegna. 9. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Ég get ekkert farið, ég hef engan samastað, enga peninga til að leigja mér eitt né neitt. Ég væri ekki hérna ef ég gæti verið annars staðar,“ segir Sigurbjörg Hlöðversdóttir, öryrki og íbúi í Hátúni 10, húsnæði Brynju hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands, sem í gær barst bréf frá lögfræðistofu þar sem henni er hótað útburði. Fréttablaðið hefur fjallað ítarlega um mál Sigurbjargar að undanförnu, en leigusamningur hennar var ekki endurnýjaður þar sem hún hafði gerst brotleg við húsreglur um dýrahald. Sigurbjörg býr í íbúð sinni í Hátúni ásamt pomeranian-hundinum Hrolli sem hefur reynst eigandanum mikilvægur félagsskapur í gegnum tíðina. Upphaflega bar Sigurbjörgu að skila íbúðinni 1. desember síðastliðinn. Hún kærði ákvörðun Brynju til kærunefndar húsnæðismála í velferðarráðuneytinu og hélt hún hefði keypt sér tíma meðan málið væri til meðferðar.Bréfið sem barst.Annað kom á daginn í gær þegar hún var heimsótt af fulltrúa Lögfræðistofu Reykjavíkur sem afhenti henni ómerkt umslag. Í því var að finna áskorun, dagsetta 4. desember, um að hún tæmi íbúðina nú þegar og skili lyklunum til Brynju. Í bréfinu er henni hótað útburði, en þar segir: „Verði ekki orðið við því innan 3ja daga frá birtingu áskorunar þessarar mun verða farið fram á aðfararheimild hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og þess síðan krafist að þú verðir borin út úr húsnæðinu með atbeina sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.“ Sigurbjörg er hvumsa yfir þessu útspili og furðar sig á að hægt sé að fara út í aðgerðir sem þessar áður en úrskurður kærunefndar liggur fyrir. „En ég er ekki lögfræðingur, ég er bara öryrki hérna. Ég er að brjóta húsreglur, engin spurning um það, en ég er á því að Brynja sé að brjóta lög með þessari mismunun,“ segir hún og vísar þar í að fjöldi íbúa í Hátúni haldi gæludýr. Hún kveðst ekki ætla að verða við áskoruninni. „Ég verð bara að sitja og bíða. Leyfa þeim að bera mig út, hvenær sem það verður. 24. desember kannski.“
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Sigurbjörg og Hrollur fá aðstoð frá Ingu Sæland Kærði uppsögn hússjóðs ÖBÍ á leigusamningi vegna hundahalds til kærunefndar húsnæðismála. Átti að skila af sér íbúðinni 1. desember en bíður niðurstöðu. 2. desember 2017 07:00 Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurbjörg Hlöðversdóttir óttast að enda í tjaldi í Laugardal eftir að Brynja, hússjóður ÖBÍ, tilkynnti henni um mánaðamótin að hún þyrfti að afhenda íbúð sína í Hátúni 10 fyrir 1. desember. 6. nóvember 2017 06:00 Heilsuspursmál að Sigurbjörg fái að halda hundinum sínum Læknir mælir eindregið með því að Sigurbjörg Hlöðversdóttir fái að halda hundinum Hrolli, heilsu sinnar vegna. 9. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Sigurbjörg og Hrollur fá aðstoð frá Ingu Sæland Kærði uppsögn hússjóðs ÖBÍ á leigusamningi vegna hundahalds til kærunefndar húsnæðismála. Átti að skila af sér íbúðinni 1. desember en bíður niðurstöðu. 2. desember 2017 07:00
Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurbjörg Hlöðversdóttir óttast að enda í tjaldi í Laugardal eftir að Brynja, hússjóður ÖBÍ, tilkynnti henni um mánaðamótin að hún þyrfti að afhenda íbúð sína í Hátúni 10 fyrir 1. desember. 6. nóvember 2017 06:00
Heilsuspursmál að Sigurbjörg fái að halda hundinum sínum Læknir mælir eindregið með því að Sigurbjörg Hlöðversdóttir fái að halda hundinum Hrolli, heilsu sinnar vegna. 9. nóvember 2017 06:00