Hóta að bera öryrkja og hund út fyrir jól Sigurður Mikael Jónsson skrifar 14. desember 2017 07:00 Sigurbjörg Hlöðversdóttir segir að hún og hundurinn Hrollur fari hvergi og að hússjóður ÖBÍ verði að láta bera hana út. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég get ekkert farið, ég hef engan samastað, enga peninga til að leigja mér eitt né neitt. Ég væri ekki hérna ef ég gæti verið annars staðar,“ segir Sigurbjörg Hlöðversdóttir, öryrki og íbúi í Hátúni 10, húsnæði Brynju hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands, sem í gær barst bréf frá lögfræðistofu þar sem henni er hótað útburði. Fréttablaðið hefur fjallað ítarlega um mál Sigurbjargar að undanförnu, en leigusamningur hennar var ekki endurnýjaður þar sem hún hafði gerst brotleg við húsreglur um dýrahald. Sigurbjörg býr í íbúð sinni í Hátúni ásamt pomeranian-hundinum Hrolli sem hefur reynst eigandanum mikilvægur félagsskapur í gegnum tíðina. Upphaflega bar Sigurbjörgu að skila íbúðinni 1. desember síðastliðinn. Hún kærði ákvörðun Brynju til kærunefndar húsnæðismála í velferðarráðuneytinu og hélt hún hefði keypt sér tíma meðan málið væri til meðferðar.Bréfið sem barst.Annað kom á daginn í gær þegar hún var heimsótt af fulltrúa Lögfræðistofu Reykjavíkur sem afhenti henni ómerkt umslag. Í því var að finna áskorun, dagsetta 4. desember, um að hún tæmi íbúðina nú þegar og skili lyklunum til Brynju. Í bréfinu er henni hótað útburði, en þar segir: „Verði ekki orðið við því innan 3ja daga frá birtingu áskorunar þessarar mun verða farið fram á aðfararheimild hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og þess síðan krafist að þú verðir borin út úr húsnæðinu með atbeina sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.“ Sigurbjörg er hvumsa yfir þessu útspili og furðar sig á að hægt sé að fara út í aðgerðir sem þessar áður en úrskurður kærunefndar liggur fyrir. „En ég er ekki lögfræðingur, ég er bara öryrki hérna. Ég er að brjóta húsreglur, engin spurning um það, en ég er á því að Brynja sé að brjóta lög með þessari mismunun,“ segir hún og vísar þar í að fjöldi íbúa í Hátúni haldi gæludýr. Hún kveðst ekki ætla að verða við áskoruninni. „Ég verð bara að sitja og bíða. Leyfa þeim að bera mig út, hvenær sem það verður. 24. desember kannski.“ Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Sigurbjörg og Hrollur fá aðstoð frá Ingu Sæland Kærði uppsögn hússjóðs ÖBÍ á leigusamningi vegna hundahalds til kærunefndar húsnæðismála. Átti að skila af sér íbúðinni 1. desember en bíður niðurstöðu. 2. desember 2017 07:00 Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurbjörg Hlöðversdóttir óttast að enda í tjaldi í Laugardal eftir að Brynja, hússjóður ÖBÍ, tilkynnti henni um mánaðamótin að hún þyrfti að afhenda íbúð sína í Hátúni 10 fyrir 1. desember. 6. nóvember 2017 06:00 Heilsuspursmál að Sigurbjörg fái að halda hundinum sínum Læknir mælir eindregið með því að Sigurbjörg Hlöðversdóttir fái að halda hundinum Hrolli, heilsu sinnar vegna. 9. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
„Ég get ekkert farið, ég hef engan samastað, enga peninga til að leigja mér eitt né neitt. Ég væri ekki hérna ef ég gæti verið annars staðar,“ segir Sigurbjörg Hlöðversdóttir, öryrki og íbúi í Hátúni 10, húsnæði Brynju hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands, sem í gær barst bréf frá lögfræðistofu þar sem henni er hótað útburði. Fréttablaðið hefur fjallað ítarlega um mál Sigurbjargar að undanförnu, en leigusamningur hennar var ekki endurnýjaður þar sem hún hafði gerst brotleg við húsreglur um dýrahald. Sigurbjörg býr í íbúð sinni í Hátúni ásamt pomeranian-hundinum Hrolli sem hefur reynst eigandanum mikilvægur félagsskapur í gegnum tíðina. Upphaflega bar Sigurbjörgu að skila íbúðinni 1. desember síðastliðinn. Hún kærði ákvörðun Brynju til kærunefndar húsnæðismála í velferðarráðuneytinu og hélt hún hefði keypt sér tíma meðan málið væri til meðferðar.Bréfið sem barst.Annað kom á daginn í gær þegar hún var heimsótt af fulltrúa Lögfræðistofu Reykjavíkur sem afhenti henni ómerkt umslag. Í því var að finna áskorun, dagsetta 4. desember, um að hún tæmi íbúðina nú þegar og skili lyklunum til Brynju. Í bréfinu er henni hótað útburði, en þar segir: „Verði ekki orðið við því innan 3ja daga frá birtingu áskorunar þessarar mun verða farið fram á aðfararheimild hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og þess síðan krafist að þú verðir borin út úr húsnæðinu með atbeina sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.“ Sigurbjörg er hvumsa yfir þessu útspili og furðar sig á að hægt sé að fara út í aðgerðir sem þessar áður en úrskurður kærunefndar liggur fyrir. „En ég er ekki lögfræðingur, ég er bara öryrki hérna. Ég er að brjóta húsreglur, engin spurning um það, en ég er á því að Brynja sé að brjóta lög með þessari mismunun,“ segir hún og vísar þar í að fjöldi íbúa í Hátúni haldi gæludýr. Hún kveðst ekki ætla að verða við áskoruninni. „Ég verð bara að sitja og bíða. Leyfa þeim að bera mig út, hvenær sem það verður. 24. desember kannski.“
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Sigurbjörg og Hrollur fá aðstoð frá Ingu Sæland Kærði uppsögn hússjóðs ÖBÍ á leigusamningi vegna hundahalds til kærunefndar húsnæðismála. Átti að skila af sér íbúðinni 1. desember en bíður niðurstöðu. 2. desember 2017 07:00 Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurbjörg Hlöðversdóttir óttast að enda í tjaldi í Laugardal eftir að Brynja, hússjóður ÖBÍ, tilkynnti henni um mánaðamótin að hún þyrfti að afhenda íbúð sína í Hátúni 10 fyrir 1. desember. 6. nóvember 2017 06:00 Heilsuspursmál að Sigurbjörg fái að halda hundinum sínum Læknir mælir eindregið með því að Sigurbjörg Hlöðversdóttir fái að halda hundinum Hrolli, heilsu sinnar vegna. 9. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Sigurbjörg og Hrollur fá aðstoð frá Ingu Sæland Kærði uppsögn hússjóðs ÖBÍ á leigusamningi vegna hundahalds til kærunefndar húsnæðismála. Átti að skila af sér íbúðinni 1. desember en bíður niðurstöðu. 2. desember 2017 07:00
Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurbjörg Hlöðversdóttir óttast að enda í tjaldi í Laugardal eftir að Brynja, hússjóður ÖBÍ, tilkynnti henni um mánaðamótin að hún þyrfti að afhenda íbúð sína í Hátúni 10 fyrir 1. desember. 6. nóvember 2017 06:00
Heilsuspursmál að Sigurbjörg fái að halda hundinum sínum Læknir mælir eindregið með því að Sigurbjörg Hlöðversdóttir fái að halda hundinum Hrolli, heilsu sinnar vegna. 9. nóvember 2017 06:00