Það þarf aukinn og víðtækan stöðugleika Ingólfur Bender skrifar 13. desember 2017 07:00 Ákall iðnaðarins um stöðugleika snýst um stöðug starfsskilyrði. Í því sambandi er verðbólgan ekki eina viðmiðið þó að hún sé mikilvægur mælikvarði. Viðmiðið er að starfsskilyrðin séu nokkuð fyrirsjáanleg þannig að hér á landi sé hægt að gera áætlanir með viðunandi vissu og á grundvelli þeirra fjárfesta í uppbyggingu iðnaðar og annarrar starfsemi sem skilar sér í aukinni verðmætasköpun og hagsæld hér á landi. Aukinn og víðtækur stöðugleiki er ekki bara til hagsbóta fyrir iðnaðinn heldur allt íslenskt samfélag. Stöðugleiki er mikilvægur fyrir hagkerfið, heimilin og fyrirtækin. Um þetta virðast flestir sammála. Er almennur skilningur á mikilvægi stöðugleikans jákvæður en óstöðugleiki í efnahagsmálum hér á landi hefur lengi verið eitt af meginvandamálum íslenska hagkerfisins. Áhersla á stöðugleikann í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er í þessu sambandi sérstaklega jákvæð.Þverrandi samkeppnisstaða Stöðugleiki er margþættur. Sá stöðugleiki sem oft er vísað til um þessar mundir er stöðugt verðlag en það er meginmarkmið Seðlabankans. Í því sambandi hefur gengið vel síðustu ár en verðbólgan er við verðbólgumarkmiðið og hefur verið það frá upphafi árs 2014. Um er að ræða lengsta tímabil verðstöðugleika síðan verðbólgumarkmiðið var tekið upp í mars 2001. En á þessum tíma verðstöðugleika hefur ekki verið mikill stöðugleiki að öðru leyti í íslensku efnahagslífi. Hefur gengi krónunnar til dæmis hækkað um 31 prósent á þessum tíma. Einnig hafa laun hækkað um 36 prósent sem er langt umfram framleiðnivöxt og þær launahækkanir sem sést hafa í þeim löndum sem íslensk fyrirtæki keppa helst við. Það hefur því ekki verið neinn stöðugleiki á þessum tíma í samkeppnisstöðu íslensks iðnaðar eða annarra íslenskra fyrirtækja þó að verðbólgan hafi verið við markmið Seðlabankans.Hvað höfum við boðið upp á? Ekkert land innan OECD hefur gengið í gegnum viðlíka sveiflu í raungengi gjaldmiðils síns og Ísland síðastliðinn áratug en raungengi krónunnar er mælikvarði á þróun samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja gagnvart erlendum. Ekkert iðnvætt ríki hefur því boðið sínum fyrirtækjum upp á jafn mikinn óstöðugleika í samkeppnisstöðu á þessum tíma. Það hefur því verið mikill óstöðugleiki hér á landi á þann mælikvarða. Þegar fjárfestar taka ákvörðun um hvort byggja eigi upp fyrirtæki hér á landi sjá þeir tilviljanakenndar ákvarðanir stjórnvalda, óstöðugan gjaldmiðil og vinnumarkað sem einkennist af kapphlaupi á milli launþegahópa um hver fær mest. Þetta er það sem við bjóðum og það er ekki stöðugleiki. Þessu þurfum við að breyta.Upphaf aukins stöðugleika? Vonandi er nýhafið kjörtímabil upphafið að tíma aukins og víðtækari stöðugleika. Til þess að svo megi verða þarf ný ríkisstjórn að leggja áherslu á stöðugleikann í víðri merkingu þess orðs. Það er ekki nægjanlegt að áherslan sé á verðbólgumarkmið eitt heldur þarf einnig að draga úr hagsveiflum og auka stöðugleika í gengismálum. Einnig þarf ný ríkisstjórn að hvetja til þess að launabreytingar taki meira mið af framleiðnivexti og þróun í útflutningsgreinunum. Með slíkum stöðugleika væri bætt til muna starfsumhverfi íslensks iðnaðar og íslenskra fyrirtækja almennt til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Bender Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ákall iðnaðarins um stöðugleika snýst um stöðug starfsskilyrði. Í því sambandi er verðbólgan ekki eina viðmiðið þó að hún sé mikilvægur mælikvarði. Viðmiðið er að starfsskilyrðin séu nokkuð fyrirsjáanleg þannig að hér á landi sé hægt að gera áætlanir með viðunandi vissu og á grundvelli þeirra fjárfesta í uppbyggingu iðnaðar og annarrar starfsemi sem skilar sér í aukinni verðmætasköpun og hagsæld hér á landi. Aukinn og víðtækur stöðugleiki er ekki bara til hagsbóta fyrir iðnaðinn heldur allt íslenskt samfélag. Stöðugleiki er mikilvægur fyrir hagkerfið, heimilin og fyrirtækin. Um þetta virðast flestir sammála. Er almennur skilningur á mikilvægi stöðugleikans jákvæður en óstöðugleiki í efnahagsmálum hér á landi hefur lengi verið eitt af meginvandamálum íslenska hagkerfisins. Áhersla á stöðugleikann í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er í þessu sambandi sérstaklega jákvæð.Þverrandi samkeppnisstaða Stöðugleiki er margþættur. Sá stöðugleiki sem oft er vísað til um þessar mundir er stöðugt verðlag en það er meginmarkmið Seðlabankans. Í því sambandi hefur gengið vel síðustu ár en verðbólgan er við verðbólgumarkmiðið og hefur verið það frá upphafi árs 2014. Um er að ræða lengsta tímabil verðstöðugleika síðan verðbólgumarkmiðið var tekið upp í mars 2001. En á þessum tíma verðstöðugleika hefur ekki verið mikill stöðugleiki að öðru leyti í íslensku efnahagslífi. Hefur gengi krónunnar til dæmis hækkað um 31 prósent á þessum tíma. Einnig hafa laun hækkað um 36 prósent sem er langt umfram framleiðnivöxt og þær launahækkanir sem sést hafa í þeim löndum sem íslensk fyrirtæki keppa helst við. Það hefur því ekki verið neinn stöðugleiki á þessum tíma í samkeppnisstöðu íslensks iðnaðar eða annarra íslenskra fyrirtækja þó að verðbólgan hafi verið við markmið Seðlabankans.Hvað höfum við boðið upp á? Ekkert land innan OECD hefur gengið í gegnum viðlíka sveiflu í raungengi gjaldmiðils síns og Ísland síðastliðinn áratug en raungengi krónunnar er mælikvarði á þróun samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja gagnvart erlendum. Ekkert iðnvætt ríki hefur því boðið sínum fyrirtækjum upp á jafn mikinn óstöðugleika í samkeppnisstöðu á þessum tíma. Það hefur því verið mikill óstöðugleiki hér á landi á þann mælikvarða. Þegar fjárfestar taka ákvörðun um hvort byggja eigi upp fyrirtæki hér á landi sjá þeir tilviljanakenndar ákvarðanir stjórnvalda, óstöðugan gjaldmiðil og vinnumarkað sem einkennist af kapphlaupi á milli launþegahópa um hver fær mest. Þetta er það sem við bjóðum og það er ekki stöðugleiki. Þessu þurfum við að breyta.Upphaf aukins stöðugleika? Vonandi er nýhafið kjörtímabil upphafið að tíma aukins og víðtækari stöðugleika. Til þess að svo megi verða þarf ný ríkisstjórn að leggja áherslu á stöðugleikann í víðri merkingu þess orðs. Það er ekki nægjanlegt að áherslan sé á verðbólgumarkmið eitt heldur þarf einnig að draga úr hagsveiflum og auka stöðugleika í gengismálum. Einnig þarf ný ríkisstjórn að hvetja til þess að launabreytingar taki meira mið af framleiðnivexti og þróun í útflutningsgreinunum. Með slíkum stöðugleika væri bætt til muna starfsumhverfi íslensks iðnaðar og íslenskra fyrirtækja almennt til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun