Eykur hættu á ofbeldisöldu og glundroða í heimshlutanum Atli Ísleifsson skrifar 10. desember 2017 07:23 Frá fundi ráðherra Arababandalagsins í Kaíró í gærkvöldi. Vísir/afp Ráðherrar ríkja Arababandalagsins segja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels auki hættu á ofbeldisöldu og glundroða í heimshlutanum. Ekki sé lengur hægt að treysta á Bandaríkin til að miðla málum í deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs.BBC greinir frá málinu en ákvörðun Trump batt enda á hlutleysi Bandaríkjanna í einni viðkvæmustu deilunni í Mið-Austurlöndum. Ráðherrar 22 ríkja, þeirra á meðal margir af nánustu bandamönnum Bandaríkjanna í heimshlutanum, sendu frá sér yfirlýsinguna í nótt. Síðustu þrjá daga hafa verið mikið um mótmæli og óeirðir bæði á Vesturbakkanum og Gasaströndinni. Ísraelar hafa ávallt litið á Jerúsalem sem höfuðborg sína, en Palestínumenn hafa álitið austurhluta borgarinnar – sem Ísraelar hernámu í Sex daga stríðinu 1967 – vera framtíðarhöfuðborg sjálfstæðs ríkis Palestínumanna.Funduðu í Kaíró Trump hét því í kosningabaráttunni að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og að með ákvörðuninni væri einungis verið að bregðast við og viðurkenna raunveruleikann. Ráðherrar Arababandalagsins funduðu í egypsku höfuðborginni Kaíró og sendu frá sér yfirlýsinguna klukkan eitt í nótt. Meðal þeirra ríkja sem gagnrýna forsetann bandaríska eru Jórdanía, Sádi-Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Á sérstökum fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn, þar sem málið var til umræðu, voru Bandaríkin einangruð í afstöðu sinni þar sem fjórtán af fimmtán ríki, sem sæti eiga í ráðinu, fordæmdu ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, sagði Sameinuðu þjóðirnar hafa sýnt svívirðilega óvild í garð Ísraels í gegnum tíðina. Bandaríkin myndu enn vinna að því að friður náist í heimshlutanum. Donald Trump Tengdar fréttir Þjóðarleiðtogar reyna að telja Bandaríkjaforseta hughvarf Þjóðarleiðtogarnir eru sammála um það að ákvörðun Bandaríkjaforseta sé mikið áhyggjuefni. 9. desember 2017 19:39 Staða Jerúsalem: Um hvað snýst málið? Staða borgarinnar Jerúsalem hefur lengi verið umdeild og ekki er líklegt að það breytist með ákvörðun Donald Trump að viðurkenna borgina sem höfuðborg Ísraels. 6. desember 2017 23:45 Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19 Ísraelski herinn gerði loftárás á bækistöð Hamas Ísraelski herinn gerði loftárás á bækistöð Hamas-samtaka Palestínumanna á Gaza svæðinu í kvöld. 8. desember 2017 22:37 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Sjá meira
Ráðherrar ríkja Arababandalagsins segja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels auki hættu á ofbeldisöldu og glundroða í heimshlutanum. Ekki sé lengur hægt að treysta á Bandaríkin til að miðla málum í deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs.BBC greinir frá málinu en ákvörðun Trump batt enda á hlutleysi Bandaríkjanna í einni viðkvæmustu deilunni í Mið-Austurlöndum. Ráðherrar 22 ríkja, þeirra á meðal margir af nánustu bandamönnum Bandaríkjanna í heimshlutanum, sendu frá sér yfirlýsinguna í nótt. Síðustu þrjá daga hafa verið mikið um mótmæli og óeirðir bæði á Vesturbakkanum og Gasaströndinni. Ísraelar hafa ávallt litið á Jerúsalem sem höfuðborg sína, en Palestínumenn hafa álitið austurhluta borgarinnar – sem Ísraelar hernámu í Sex daga stríðinu 1967 – vera framtíðarhöfuðborg sjálfstæðs ríkis Palestínumanna.Funduðu í Kaíró Trump hét því í kosningabaráttunni að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og að með ákvörðuninni væri einungis verið að bregðast við og viðurkenna raunveruleikann. Ráðherrar Arababandalagsins funduðu í egypsku höfuðborginni Kaíró og sendu frá sér yfirlýsinguna klukkan eitt í nótt. Meðal þeirra ríkja sem gagnrýna forsetann bandaríska eru Jórdanía, Sádi-Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Á sérstökum fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn, þar sem málið var til umræðu, voru Bandaríkin einangruð í afstöðu sinni þar sem fjórtán af fimmtán ríki, sem sæti eiga í ráðinu, fordæmdu ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, sagði Sameinuðu þjóðirnar hafa sýnt svívirðilega óvild í garð Ísraels í gegnum tíðina. Bandaríkin myndu enn vinna að því að friður náist í heimshlutanum.
Donald Trump Tengdar fréttir Þjóðarleiðtogar reyna að telja Bandaríkjaforseta hughvarf Þjóðarleiðtogarnir eru sammála um það að ákvörðun Bandaríkjaforseta sé mikið áhyggjuefni. 9. desember 2017 19:39 Staða Jerúsalem: Um hvað snýst málið? Staða borgarinnar Jerúsalem hefur lengi verið umdeild og ekki er líklegt að það breytist með ákvörðun Donald Trump að viðurkenna borgina sem höfuðborg Ísraels. 6. desember 2017 23:45 Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19 Ísraelski herinn gerði loftárás á bækistöð Hamas Ísraelski herinn gerði loftárás á bækistöð Hamas-samtaka Palestínumanna á Gaza svæðinu í kvöld. 8. desember 2017 22:37 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Sjá meira
Þjóðarleiðtogar reyna að telja Bandaríkjaforseta hughvarf Þjóðarleiðtogarnir eru sammála um það að ákvörðun Bandaríkjaforseta sé mikið áhyggjuefni. 9. desember 2017 19:39
Staða Jerúsalem: Um hvað snýst málið? Staða borgarinnar Jerúsalem hefur lengi verið umdeild og ekki er líklegt að það breytist með ákvörðun Donald Trump að viðurkenna borgina sem höfuðborg Ísraels. 6. desember 2017 23:45
Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19
Ísraelski herinn gerði loftárás á bækistöð Hamas Ísraelski herinn gerði loftárás á bækistöð Hamas-samtaka Palestínumanna á Gaza svæðinu í kvöld. 8. desember 2017 22:37