Kirkjufellsfossinn fagri Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 29. desember 2017 07:00 Kirkjufellsfoss er líklega að verða einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna sem leið eiga um Snæfellsnesið. Þangað koma þúsundir ferðamanna alla daga til að berja fossinn augum og auðvitað til að taka mynd af Kirkjufellinu frá þessu tiltekna sjónarhorni. Bílastæði eru örfá og gríðarlegt umferðaröngþveiti myndast við þjóðveginn þar sem ægir saman stærðarinnar langferðabílum og smæstu bílaleigubílum. Slysahættan er áþreifanleg og mannslíf í stanslausri hættu. Ég hef undrast það hvers vegna landeigendur hafi ekki gert bragarbót á, öllum til heilla, og komist að því að þeir vilja hreinlega ekki að ferðamenn komi inn á svæðið. Þeir hafa reynt að loka svæðið af, þrengt inngang að bílastæðum, sett lása á öll hlið og jafnvel öskrað á ferðamenn sem þarna koma. Lokanirnar á svæðinu eru reyndar orðnar svo umfangsmiklar að Grundfirðingar geta ekki lengur gengið um svæðið eins og áður. Þarna væri með litlum tilkostnaði hægt að koma upp þjónustumiðstöð með góðu bílastæði og varningi til sölu. Miðað við fjölda ferðamanna daglega mætti þéna vel á því. Merkilegast við afstöðu landeigandans, eða þess sem á 70% af landinu, er að hann býr ekki sjálfur í Grundarfirði heldur í útlöndum. Og hann er þekktur fyrir það að ferðast og njóta náttúruperla í öðrum löndum á sama tíma og hann gerir hvað hann getur til að halda ferðamönnum frá Kirkjufellsfossi. Þannig að í stað þess að koma upp aðstöðu fyrir ferðafólkið, og eflaust hagnast, þá mun þessi tiltekni landeigandi hafa slysin sem verða á svæðinu á samvisku sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Grundarfjörður Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Kirkjufellsfoss er líklega að verða einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna sem leið eiga um Snæfellsnesið. Þangað koma þúsundir ferðamanna alla daga til að berja fossinn augum og auðvitað til að taka mynd af Kirkjufellinu frá þessu tiltekna sjónarhorni. Bílastæði eru örfá og gríðarlegt umferðaröngþveiti myndast við þjóðveginn þar sem ægir saman stærðarinnar langferðabílum og smæstu bílaleigubílum. Slysahættan er áþreifanleg og mannslíf í stanslausri hættu. Ég hef undrast það hvers vegna landeigendur hafi ekki gert bragarbót á, öllum til heilla, og komist að því að þeir vilja hreinlega ekki að ferðamenn komi inn á svæðið. Þeir hafa reynt að loka svæðið af, þrengt inngang að bílastæðum, sett lása á öll hlið og jafnvel öskrað á ferðamenn sem þarna koma. Lokanirnar á svæðinu eru reyndar orðnar svo umfangsmiklar að Grundfirðingar geta ekki lengur gengið um svæðið eins og áður. Þarna væri með litlum tilkostnaði hægt að koma upp þjónustumiðstöð með góðu bílastæði og varningi til sölu. Miðað við fjölda ferðamanna daglega mætti þéna vel á því. Merkilegast við afstöðu landeigandans, eða þess sem á 70% af landinu, er að hann býr ekki sjálfur í Grundarfirði heldur í útlöndum. Og hann er þekktur fyrir það að ferðast og njóta náttúruperla í öðrum löndum á sama tíma og hann gerir hvað hann getur til að halda ferðamönnum frá Kirkjufellsfossi. Þannig að í stað þess að koma upp aðstöðu fyrir ferðafólkið, og eflaust hagnast, þá mun þessi tiltekni landeigandi hafa slysin sem verða á svæðinu á samvisku sinni.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar