Trump skrifar undir nýja skattalöggjöf Kjartan Kjartansson skrifar 22. desember 2017 20:19 Trump var stoltur af undirskrift sinni í dag. Hann hefur neitað að opinbera skattaskýrslu sína og því liggur ekki fyrir hvaða áhrif nýju lögin hafa á skattgreiðslur hans. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir ný lög sem repúblikanar samþykktu í vikunni og umbylta skattkerfi Bandaríkjanna. Þá staðfesti forsetinn lög sem fjármagna rekstur ríkisins tímabundið til að forða lokun alríkisstjórnarinnar tímabundið. Skattalög repúblikana eru sögð kosta 1.500 milljarða dollara á næstu árum. Skoðanakannanir hafa bent til þess að þau séu almennt óvinsæl hjá Bandaríkjamönnum. Repúblikanar hafa fullyrt að meiriháttar skattalækkanir á fyrirtæki og tímabundnar skattalækkanir á einstaklinga muni borga fyrir sig sjálfar. Þær muni ýta undir hagvöxt og fjölga störfum í Bandaríkjunum. Gagnrýnendur laganna segja að þau hygli þeim efnameiri á kostnað þeirra snauðari. Þannig eru skattalækkanir stórfyrirtækja varanlegar en lækkanir einstaklinga renna út á næsta áratuginum. Trump skrifaði lögin undir áður en hann hélt til seturs síns í Mar-a-Lago í Flórída í dag. Nýju lögin eru talin stærsti sigur Trump síðan hann tók við embætti forseta í janúar, að því er segir í frétt Reuters. Áður hafði repúblikönum mistekist að afnema sjúkratryggingalögin Obamcare sem hefur verið helsta stefnumál þeirra frá því að þau voru sett. Á sama tíma staðfesti Trump frumvarp sem frestar átökum um skuldaþak alríkisstjórnarinnar til 19. janúar. Bandaríkjaþing þarf að samþykkja að hækka þak í lögum um skuldir ríkisins en því hefur ítrekað verið skotið á frest. Donald Trump Tengdar fréttir Fátækum fórnað á altari hinna ríku Repúblikanar ætla sér að skera niður í aðstoð við aldraða og fátæka til að laga fjárlagahalla ríkisins sem mun aukast verulega með nýju skattafrumvarpi. 7. desember 2017 14:00 Repúblikanar við það að umbylta skattkerfi Bandaríkjanna Stærstu breytingar á skattkerfi Bandaríkjanna í áratugi voru samþykktar í neðri deild Bandaríkjaþings í dag. Búist er við að efri deildin greiði atkvæði um frumvarp þess efnis seint í kvöld. 19. desember 2017 20:24 Skattafrumvarp nýtur nú fulls stuðnings Repúblikana Útlit er fyrir að lokaútgáfa frumvarpsins verði kynnt á þinginu í kvöld svo hægt verði að kjósa um það í næstu viku. 15. desember 2017 22:43 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir ný lög sem repúblikanar samþykktu í vikunni og umbylta skattkerfi Bandaríkjanna. Þá staðfesti forsetinn lög sem fjármagna rekstur ríkisins tímabundið til að forða lokun alríkisstjórnarinnar tímabundið. Skattalög repúblikana eru sögð kosta 1.500 milljarða dollara á næstu árum. Skoðanakannanir hafa bent til þess að þau séu almennt óvinsæl hjá Bandaríkjamönnum. Repúblikanar hafa fullyrt að meiriháttar skattalækkanir á fyrirtæki og tímabundnar skattalækkanir á einstaklinga muni borga fyrir sig sjálfar. Þær muni ýta undir hagvöxt og fjölga störfum í Bandaríkjunum. Gagnrýnendur laganna segja að þau hygli þeim efnameiri á kostnað þeirra snauðari. Þannig eru skattalækkanir stórfyrirtækja varanlegar en lækkanir einstaklinga renna út á næsta áratuginum. Trump skrifaði lögin undir áður en hann hélt til seturs síns í Mar-a-Lago í Flórída í dag. Nýju lögin eru talin stærsti sigur Trump síðan hann tók við embætti forseta í janúar, að því er segir í frétt Reuters. Áður hafði repúblikönum mistekist að afnema sjúkratryggingalögin Obamcare sem hefur verið helsta stefnumál þeirra frá því að þau voru sett. Á sama tíma staðfesti Trump frumvarp sem frestar átökum um skuldaþak alríkisstjórnarinnar til 19. janúar. Bandaríkjaþing þarf að samþykkja að hækka þak í lögum um skuldir ríkisins en því hefur ítrekað verið skotið á frest.
Donald Trump Tengdar fréttir Fátækum fórnað á altari hinna ríku Repúblikanar ætla sér að skera niður í aðstoð við aldraða og fátæka til að laga fjárlagahalla ríkisins sem mun aukast verulega með nýju skattafrumvarpi. 7. desember 2017 14:00 Repúblikanar við það að umbylta skattkerfi Bandaríkjanna Stærstu breytingar á skattkerfi Bandaríkjanna í áratugi voru samþykktar í neðri deild Bandaríkjaþings í dag. Búist er við að efri deildin greiði atkvæði um frumvarp þess efnis seint í kvöld. 19. desember 2017 20:24 Skattafrumvarp nýtur nú fulls stuðnings Repúblikana Útlit er fyrir að lokaútgáfa frumvarpsins verði kynnt á þinginu í kvöld svo hægt verði að kjósa um það í næstu viku. 15. desember 2017 22:43 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Fátækum fórnað á altari hinna ríku Repúblikanar ætla sér að skera niður í aðstoð við aldraða og fátæka til að laga fjárlagahalla ríkisins sem mun aukast verulega með nýju skattafrumvarpi. 7. desember 2017 14:00
Repúblikanar við það að umbylta skattkerfi Bandaríkjanna Stærstu breytingar á skattkerfi Bandaríkjanna í áratugi voru samþykktar í neðri deild Bandaríkjaþings í dag. Búist er við að efri deildin greiði atkvæði um frumvarp þess efnis seint í kvöld. 19. desember 2017 20:24
Skattafrumvarp nýtur nú fulls stuðnings Repúblikana Útlit er fyrir að lokaútgáfa frumvarpsins verði kynnt á þinginu í kvöld svo hægt verði að kjósa um það í næstu viku. 15. desember 2017 22:43