Korter í jól og ekkert tilbúið Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir skrifar 24. desember 2017 10:00 Jólin eru alveg að koma. og ekkert er klárt. Hvernig er hægt að redda jólunm á korteri þegar verslanir eru um það bil að loka? Visir/Ernir Ertu búin að öllu? Hver kannast ekki við þessa spurningu rétt fyrir jól. „Búin að öllu hvað?“ gæti verið svar sem spyrjandinn fær frá taugaveikluðum jólastressuðum einstaklingi, sem uppgötvar í sömu andrá og spurningin er borin fram að hann er ekki búinn að neinu fyrir jólin og klukkuna vantar í alvörunni korter í jól. Standi maður frammi fyrir þeirri staðreynd að niðurtalningin að jólunum er hraðspóluð og verslanir um það bil að loka og þú hefur ekki keypt eina einustu gjöf eða gubbað glimmeri yfir stofuna þá er þetta ekki rétti tíminn til að fá taugaáfall heldur skal leysa málið með yfirveguðum hætti og það á stuttum tíma. Við þessar aðstæður er mikilvægt að forgangsraða – það er augljóst að ekki gefst tími til að gera ALLT, hvernig svo sem það er skilgreint. Slepptu því að þrífa, það er óþarfi. Kveiktu heldur á kerti og slökktu ljósin, þá sérðu ekki óhreinindin. Varstu ekki búin að skreyta og hafðir ekki tíma til að kaupa jólatré? Skelltu ljósaseríu á pottaplöntu og láttu það duga, það er andinn sem skiptir máli, ekki tréð. Þeir sem eru í tímahraki fyrir jólin og vilja gefa gjafir en hafa ekki tækifæri til að ráfa ráðvilltir á milli verslana í örvæntingarfullri leit að einhverju, ættu að nýta sér tæknina. Leikhúsmiðar, flugmiðar, gistingin, borðapöntunin – allt þetta og fleira til er einfalt að kaupa á netinu og tekur ekki nema augnablik að græja. En vilji maður gefa persónulega og heimatilbúna gjöf og tíminn til að föndra tímamótaframlag til listarinnar er ekki til staðar þá væri til dæmis hægt að semja ljóð, eða gefa samveru eða vinnuframlag. Umfram allt, ekki missa móðinn, það er hugurinn sem gildir en ekki pakkafjöld og jólaskraut. Föndur Jól Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira
Ertu búin að öllu? Hver kannast ekki við þessa spurningu rétt fyrir jól. „Búin að öllu hvað?“ gæti verið svar sem spyrjandinn fær frá taugaveikluðum jólastressuðum einstaklingi, sem uppgötvar í sömu andrá og spurningin er borin fram að hann er ekki búinn að neinu fyrir jólin og klukkuna vantar í alvörunni korter í jól. Standi maður frammi fyrir þeirri staðreynd að niðurtalningin að jólunum er hraðspóluð og verslanir um það bil að loka og þú hefur ekki keypt eina einustu gjöf eða gubbað glimmeri yfir stofuna þá er þetta ekki rétti tíminn til að fá taugaáfall heldur skal leysa málið með yfirveguðum hætti og það á stuttum tíma. Við þessar aðstæður er mikilvægt að forgangsraða – það er augljóst að ekki gefst tími til að gera ALLT, hvernig svo sem það er skilgreint. Slepptu því að þrífa, það er óþarfi. Kveiktu heldur á kerti og slökktu ljósin, þá sérðu ekki óhreinindin. Varstu ekki búin að skreyta og hafðir ekki tíma til að kaupa jólatré? Skelltu ljósaseríu á pottaplöntu og láttu það duga, það er andinn sem skiptir máli, ekki tréð. Þeir sem eru í tímahraki fyrir jólin og vilja gefa gjafir en hafa ekki tækifæri til að ráfa ráðvilltir á milli verslana í örvæntingarfullri leit að einhverju, ættu að nýta sér tæknina. Leikhúsmiðar, flugmiðar, gistingin, borðapöntunin – allt þetta og fleira til er einfalt að kaupa á netinu og tekur ekki nema augnablik að græja. En vilji maður gefa persónulega og heimatilbúna gjöf og tíminn til að föndra tímamótaframlag til listarinnar er ekki til staðar þá væri til dæmis hægt að semja ljóð, eða gefa samveru eða vinnuframlag. Umfram allt, ekki missa móðinn, það er hugurinn sem gildir en ekki pakkafjöld og jólaskraut.
Föndur Jól Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira