Ráðgjafi Trump sem var vísað á dyr hellir úr skálum reiði sinnar yfir CNN Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2018 14:07 Stephen Miller telur að hann hefði fengið betri meðferð hjá CNN ef hann væri meðlimur í erlendu glæpagengi. Vísir/Getty Stephen Miller, ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ræðst að vinnubrögðum CNN-fréttastöðvarinnar og sakar fréttamenn hennar um hlutdrægni og fjandskap í garð Trump. Öryggisverðir fylgdu Miller úr myndveri eftir viðtal á CNN á sunnudag. Viðtal Jake Tapper, þáttastjórnanda CNN, við Miller fór úr böndunum á sunnudag. Tapper reyndi ítrekað að fá svör frá Miller um hvort að Trump hefði rætt við Rússa og fullyrðingar um hann sem settar eru fram í nýrri og umdeildri bók frá blaðamanninum Michael Wolff. Miller svaraði hins vegar engu efnislega og reyndi ítrekað að snúa umræðunni upp í gagnrýni á CNN. Á endanum var Tapper nóg boðið og batt skyndilega enda á viðtalið á meðan Miller reyndi ennþá að tala yfir hann. Miller varð ekki við óskum um að hann yfirgæfi myndverið þannig að öryggisverðir fylgdu honum á endanum út.Hefði fengið betri móttökur ef hann væri erlendur glæpamaðurÍ viðtali við Fox News, sem hefur verið Trump sérlega vilholl, gagnrýndi Miller CNN harðlega í gær, að því er kemur fram í frétt Politico. „Þetta er bara enn eitt dæmið um mjög lága blaðamennskustaðla CNN,“ sagði ráðgjafinn. „CNN hefur verið ótrúlega hlutdræg, gríðarlega ósanngjörn í garð forsetans og gefur áhorfendum sínum ekki heiðarlega upplýsingar,“ fullyrti Miller.Stephen Miller (t.v.) með Söruh Huckabee Sanders, blaðafulltrúa Hvíta hússins.Vísir/AFPTucker Carlson, stjórnandi umræðuþáttarins á Fox, gerði að því skóna að CNN hefði tekið betur á móti Miller ef hann tilheyrði miðamerísku glæpasamtökunum MS-13. „Ég geri ráð fyrir því að að ef ég væri meðlimur MS-13 sem væri hér ólöglega þá myndu þeir keppast við að kalla eftir að koma mér í kjörklefann,“ sagði Miller sem er einn harðasti andstæðingur innflytjenda í ríkisstjórn Trump. Trump lofaði framgöngu Miller í þætti Tapper á sunnudag. Tísti hann um að Miller hefði „rústað“ Tapper. Í þættinum hafði Tapper sakað Miller um að reyna aðeins að þóknast Trump með svörum sínum.This is a helluva first question from Tucker to Stephen Miller pic.twitter.com/mfGPH3kUZo— Aaron Blake (@AaronBlake) January 9, 2018 Donald Trump Tengdar fréttir „Tveir helstu kostir mínir hafa verið andlegt jafnvægi og að vera, sko, virkilega gáfaður“ Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir það ekki standast neina skoðun að hann sé í andlegu ójafnvægi. 6. janúar 2018 14:05 Forseti Bandaríkjanna trompast yfir bók um hann Sarah Sanders upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir bókina fulla af lygum. 5. janúar 2018 19:27 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Ráðgjafa Trump var fylgt út af CNN Þáttastjórnandi CNN lauk viðtali við ráðgjafa Trump skyndilega þegar honum fannst fátt um svör. Öryggisverðir þurftu að fylgja ráðgjafanum úr upptökuverinu. 8. janúar 2018 12:28 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Stephen Miller, ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ræðst að vinnubrögðum CNN-fréttastöðvarinnar og sakar fréttamenn hennar um hlutdrægni og fjandskap í garð Trump. Öryggisverðir fylgdu Miller úr myndveri eftir viðtal á CNN á sunnudag. Viðtal Jake Tapper, þáttastjórnanda CNN, við Miller fór úr böndunum á sunnudag. Tapper reyndi ítrekað að fá svör frá Miller um hvort að Trump hefði rætt við Rússa og fullyrðingar um hann sem settar eru fram í nýrri og umdeildri bók frá blaðamanninum Michael Wolff. Miller svaraði hins vegar engu efnislega og reyndi ítrekað að snúa umræðunni upp í gagnrýni á CNN. Á endanum var Tapper nóg boðið og batt skyndilega enda á viðtalið á meðan Miller reyndi ennþá að tala yfir hann. Miller varð ekki við óskum um að hann yfirgæfi myndverið þannig að öryggisverðir fylgdu honum á endanum út.Hefði fengið betri móttökur ef hann væri erlendur glæpamaðurÍ viðtali við Fox News, sem hefur verið Trump sérlega vilholl, gagnrýndi Miller CNN harðlega í gær, að því er kemur fram í frétt Politico. „Þetta er bara enn eitt dæmið um mjög lága blaðamennskustaðla CNN,“ sagði ráðgjafinn. „CNN hefur verið ótrúlega hlutdræg, gríðarlega ósanngjörn í garð forsetans og gefur áhorfendum sínum ekki heiðarlega upplýsingar,“ fullyrti Miller.Stephen Miller (t.v.) með Söruh Huckabee Sanders, blaðafulltrúa Hvíta hússins.Vísir/AFPTucker Carlson, stjórnandi umræðuþáttarins á Fox, gerði að því skóna að CNN hefði tekið betur á móti Miller ef hann tilheyrði miðamerísku glæpasamtökunum MS-13. „Ég geri ráð fyrir því að að ef ég væri meðlimur MS-13 sem væri hér ólöglega þá myndu þeir keppast við að kalla eftir að koma mér í kjörklefann,“ sagði Miller sem er einn harðasti andstæðingur innflytjenda í ríkisstjórn Trump. Trump lofaði framgöngu Miller í þætti Tapper á sunnudag. Tísti hann um að Miller hefði „rústað“ Tapper. Í þættinum hafði Tapper sakað Miller um að reyna aðeins að þóknast Trump með svörum sínum.This is a helluva first question from Tucker to Stephen Miller pic.twitter.com/mfGPH3kUZo— Aaron Blake (@AaronBlake) January 9, 2018
Donald Trump Tengdar fréttir „Tveir helstu kostir mínir hafa verið andlegt jafnvægi og að vera, sko, virkilega gáfaður“ Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir það ekki standast neina skoðun að hann sé í andlegu ójafnvægi. 6. janúar 2018 14:05 Forseti Bandaríkjanna trompast yfir bók um hann Sarah Sanders upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir bókina fulla af lygum. 5. janúar 2018 19:27 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Ráðgjafa Trump var fylgt út af CNN Þáttastjórnandi CNN lauk viðtali við ráðgjafa Trump skyndilega þegar honum fannst fátt um svör. Öryggisverðir þurftu að fylgja ráðgjafanum úr upptökuverinu. 8. janúar 2018 12:28 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
„Tveir helstu kostir mínir hafa verið andlegt jafnvægi og að vera, sko, virkilega gáfaður“ Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir það ekki standast neina skoðun að hann sé í andlegu ójafnvægi. 6. janúar 2018 14:05
Forseti Bandaríkjanna trompast yfir bók um hann Sarah Sanders upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir bókina fulla af lygum. 5. janúar 2018 19:27
Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52
Ráðgjafa Trump var fylgt út af CNN Þáttastjórnandi CNN lauk viðtali við ráðgjafa Trump skyndilega þegar honum fannst fátt um svör. Öryggisverðir þurftu að fylgja ráðgjafanum úr upptökuverinu. 8. janúar 2018 12:28