Ráðgjafa Trump var fylgt út af CNN Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2018 12:28 Stephen Miller hafði ekki sagt sitt síðasta orð eftir að Tapper batt enda á viðtal við hann á CNN. Vísir/AFP Öryggisverðir fylgdu Stephen Miller, ráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, út úr upptökuveri eftir viðtal á CNN í gær. Miller og stjórnandi þáttarins höfðu tekist hart á áður en stjórnandinn batt skyndilega enda á viðtalið. Miller var gestur Jake Tapper í þættinum „State of the Union“ á CNN í gær. Þeim Tapper varð fljótt heitt í hamsi þegar talið barst að nýrri og umdeildri bók um Trump forseta. Í stað þess að svara reyndi Miller ítrekað að beina viðtalinu í átt að gagnrýni á CNN. Kallaði Miller forsetann meðal annars „stjórnmálasnilling“. Trump hafði þá brugðist við umfjöllun um geðheilsu og vitsmuni með því að kalla sjálfan sig „mjög stöðugan snilling“ á Twitter. Tapper sakaði Miller um að reyna aðeins að þóknast forsetanum með svörum sínum. Á endanum var Tapper nóg boðið af svörum Miller og batt enda á á viðtalið með orðunum: „Ég held að ég hafi þegar sóað tíma áhorfenda minna nógu mikið. Þakka þér fyrir, Stephen.“ Á meðan hélt Miller áfram að tala ofan í Tapper.Business Insider hefur eftir heimildarmönnum að í kjölfarið hafi Miller ítrekað verið beðinn um að yfirgefa upptökuverið en hann hafi látið þær óskir sem vind um eyru þjóta. Á endanum hafi öryggisverðir verið kvaddir til sem vísuðu ráðgjafanum á dyr. Miller vakti einnig töluverða athygli á fyrstu vikum forsetatíðar Trump þegar hann mætti í sjónvarpsviðtöl til að verja múslimabann forsetans. Þar deildi hann hart á dómstóla sem höfðu þá fellt bannið úr gildi. Fullyrti hann að andstæðingar Trump, fjölmiðlar og heimurinn allur myndu sjá Trump hefði verulegt vald sem yrði ekki dregið í efa. Trump hefur ítrekað ráðist á CNN og sakað stöðina um að flytja „falsfréttir“ af sér þegar honum mislíkar umfjöllun um sig. Donald Trump Tengdar fréttir „Tveir helstu kostir mínir hafa verið andlegt jafnvægi og að vera, sko, virkilega gáfaður“ Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir það ekki standast neina skoðun að hann sé í andlegu ójafnvægi. 6. janúar 2018 14:05 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Öryggisverðir fylgdu Stephen Miller, ráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, út úr upptökuveri eftir viðtal á CNN í gær. Miller og stjórnandi þáttarins höfðu tekist hart á áður en stjórnandinn batt skyndilega enda á viðtalið. Miller var gestur Jake Tapper í þættinum „State of the Union“ á CNN í gær. Þeim Tapper varð fljótt heitt í hamsi þegar talið barst að nýrri og umdeildri bók um Trump forseta. Í stað þess að svara reyndi Miller ítrekað að beina viðtalinu í átt að gagnrýni á CNN. Kallaði Miller forsetann meðal annars „stjórnmálasnilling“. Trump hafði þá brugðist við umfjöllun um geðheilsu og vitsmuni með því að kalla sjálfan sig „mjög stöðugan snilling“ á Twitter. Tapper sakaði Miller um að reyna aðeins að þóknast forsetanum með svörum sínum. Á endanum var Tapper nóg boðið af svörum Miller og batt enda á á viðtalið með orðunum: „Ég held að ég hafi þegar sóað tíma áhorfenda minna nógu mikið. Þakka þér fyrir, Stephen.“ Á meðan hélt Miller áfram að tala ofan í Tapper.Business Insider hefur eftir heimildarmönnum að í kjölfarið hafi Miller ítrekað verið beðinn um að yfirgefa upptökuverið en hann hafi látið þær óskir sem vind um eyru þjóta. Á endanum hafi öryggisverðir verið kvaddir til sem vísuðu ráðgjafanum á dyr. Miller vakti einnig töluverða athygli á fyrstu vikum forsetatíðar Trump þegar hann mætti í sjónvarpsviðtöl til að verja múslimabann forsetans. Þar deildi hann hart á dómstóla sem höfðu þá fellt bannið úr gildi. Fullyrti hann að andstæðingar Trump, fjölmiðlar og heimurinn allur myndu sjá Trump hefði verulegt vald sem yrði ekki dregið í efa. Trump hefur ítrekað ráðist á CNN og sakað stöðina um að flytja „falsfréttir“ af sér þegar honum mislíkar umfjöllun um sig.
Donald Trump Tengdar fréttir „Tveir helstu kostir mínir hafa verið andlegt jafnvægi og að vera, sko, virkilega gáfaður“ Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir það ekki standast neina skoðun að hann sé í andlegu ójafnvægi. 6. janúar 2018 14:05 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
„Tveir helstu kostir mínir hafa verið andlegt jafnvægi og að vera, sko, virkilega gáfaður“ Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir það ekki standast neina skoðun að hann sé í andlegu ójafnvægi. 6. janúar 2018 14:05
Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52