Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann dregur til baka ásökun sem höfð er eftir honum í nýrri bók um ástandið í Hvíta húsinu, Fire and Fury, eftir Michael Wolff.
Í bókinni segir hann að Donald Trump yngri, sonur forsetans, hafi framið landráð með því að hitta rússneska aðila sem lofuðu honum upplýsingum sem gætu komið sér illa fyrir Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump.
Fundurinn fór fram í New York árið 2016. Voru þeir Jared Kushner, tengdasonur Trump, og Paul Manafort, kosningastjóri hans, einnig viðstaddir fundinn sem fram fór í Trump-turninum.
Nú segir Bannon að hann hafi í raun verið að tala um Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra Trump, en ekki Donald yngri. Manafort var í október handtekinn fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, skattsvik og peningaþvætti
Bannon virðist þó standa við önnur ummæli í bókinni sem vakið hafa athygli, en til að mynda segir hann að Ivanka, dóttir Trumps, sé álíka heimsk og múrsteinn.
Bannon segir ummæli sín ekki beinast að Trump yngri
Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
