Forseti Bandaríkjanna trompast yfir bók um hann Heimir Már Pétursson skrifar 5. janúar 2018 19:27 Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir nýútkoman bók um hann fulla af lygum. Þar er meðal annars haft eftir Steve Bannon fyrrverandi ráðgjafa forsetans að fundur starfsmanna forsetans með hópi Rússa hafi jaðrað við landráð. Blaðamaðurinn Michael Wolff hefur gefið út bókina Fire and Fury eða Eldur og bræði, um fyrsta ár Donalds Trump í embætti forseta Bandaríkjanna. Trump hefur brugðist ókvæða við bókinni og hefur reynt að stöðva útgáfu hennar án árangurs og eynir hvað getur að beina kastljósinu að að ný samþykktum skattalögum. „Takk fyrir að vera með okkur í dag. Hin sögulegu skattalög sem ég skrifaði undir fyrir tveimur viku, fyrir jólin, eru þegar farin að skila miklum efnahagsbata. Við munum gera Bandaríkin stórkostleg á ný og það er að gerast mun hraðar en nokkur taldi mögulegt,“ sagði Trump í dag. Sarah Sanders upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir bókina fulla af lygum. En í henni er því meðal annars haldið fram að Trump hafi spurt daginn eftir að hann var kjörinn hver John Boehner fyrrverandi forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings væri. „Það er fáránlegt þar sem meirihluti ykkar hefur séð ljósmyndir, og reyndar hafa nokkur ykkar sagt á Twitter að ekki nóg með að forsetinn þekki hann heldur hafi hann spilað golf með honum og tíst um hann. Þetta er býsna einfalt grunnatriði,“ sagði Sanders á fundi með fréttmönnum í dag. Fréttaskýrendur telja að tilraunir Trumps til að ómerkja bókina sé í raun besta auglýsingin sem hún gæti fengið. Alvarlegustu ásakanirnar í bókinni varða fund Jared Kushner tengdasonar hans með hópi Rússa, sem haft er eftir Steve Bannon fyrrverandi ráðgjafa forsetans að hafi jaðrað við landráð. Trump væri óhæfur til að gegna forsetaembættinu. „Það er svívirðilegt og hlægilegt. Ef hann væri óhæfur þá sæti hann ekki þarna, hefði ekki sigrað hæfustu frambjóðendur sem Repúblikanar hafa nokkru sinni séð. Hann er ótrúlega sterkur og góður leiðtogi,“ sagði Sanders. Starfsmenn forsetans reyna líka að draga úr því hversu náið samband Bannon hafði við forsetann þegar hann var ráðgjafi hans og segja bókina vera mistök og lygi frá upphafi til enda. „Afstaða okkar er mjög skýr. Við teljum bókina fulla af fölskum gerviupplýsingum,“ sagði Sanders. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Háttatími Trump í Hvíta húsinu: Þrjú sjónvarpstæki, ostborgari og sími Þetta kemur fram í nýrri bók Michael Wolff, "Eldur og brennisteinn: Innan úr Hvíta húsi Trump“ [e. Fire and Fury: Inside the Trump White House]. 4. janúar 2018 23:45 Vísbendingar um að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra Donalds Trump er sagður hafa falast eftir skaðlegum upplýsingum um forstjóra FBI áður en hann var rekinn. 5. janúar 2018 11:15 Trump gefur lítið fyrir bókina Bandaríkjaforseta, er ekki skemmt vegna þeirrar athygli sem bók Michael Wolff hefur fengið síðastliðinn sólarhring. 5. janúar 2018 06:44 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir nýútkoman bók um hann fulla af lygum. Þar er meðal annars haft eftir Steve Bannon fyrrverandi ráðgjafa forsetans að fundur starfsmanna forsetans með hópi Rússa hafi jaðrað við landráð. Blaðamaðurinn Michael Wolff hefur gefið út bókina Fire and Fury eða Eldur og bræði, um fyrsta ár Donalds Trump í embætti forseta Bandaríkjanna. Trump hefur brugðist ókvæða við bókinni og hefur reynt að stöðva útgáfu hennar án árangurs og eynir hvað getur að beina kastljósinu að að ný samþykktum skattalögum. „Takk fyrir að vera með okkur í dag. Hin sögulegu skattalög sem ég skrifaði undir fyrir tveimur viku, fyrir jólin, eru þegar farin að skila miklum efnahagsbata. Við munum gera Bandaríkin stórkostleg á ný og það er að gerast mun hraðar en nokkur taldi mögulegt,“ sagði Trump í dag. Sarah Sanders upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir bókina fulla af lygum. En í henni er því meðal annars haldið fram að Trump hafi spurt daginn eftir að hann var kjörinn hver John Boehner fyrrverandi forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings væri. „Það er fáránlegt þar sem meirihluti ykkar hefur séð ljósmyndir, og reyndar hafa nokkur ykkar sagt á Twitter að ekki nóg með að forsetinn þekki hann heldur hafi hann spilað golf með honum og tíst um hann. Þetta er býsna einfalt grunnatriði,“ sagði Sanders á fundi með fréttmönnum í dag. Fréttaskýrendur telja að tilraunir Trumps til að ómerkja bókina sé í raun besta auglýsingin sem hún gæti fengið. Alvarlegustu ásakanirnar í bókinni varða fund Jared Kushner tengdasonar hans með hópi Rússa, sem haft er eftir Steve Bannon fyrrverandi ráðgjafa forsetans að hafi jaðrað við landráð. Trump væri óhæfur til að gegna forsetaembættinu. „Það er svívirðilegt og hlægilegt. Ef hann væri óhæfur þá sæti hann ekki þarna, hefði ekki sigrað hæfustu frambjóðendur sem Repúblikanar hafa nokkru sinni séð. Hann er ótrúlega sterkur og góður leiðtogi,“ sagði Sanders. Starfsmenn forsetans reyna líka að draga úr því hversu náið samband Bannon hafði við forsetann þegar hann var ráðgjafi hans og segja bókina vera mistök og lygi frá upphafi til enda. „Afstaða okkar er mjög skýr. Við teljum bókina fulla af fölskum gerviupplýsingum,“ sagði Sanders.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Háttatími Trump í Hvíta húsinu: Þrjú sjónvarpstæki, ostborgari og sími Þetta kemur fram í nýrri bók Michael Wolff, "Eldur og brennisteinn: Innan úr Hvíta húsi Trump“ [e. Fire and Fury: Inside the Trump White House]. 4. janúar 2018 23:45 Vísbendingar um að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra Donalds Trump er sagður hafa falast eftir skaðlegum upplýsingum um forstjóra FBI áður en hann var rekinn. 5. janúar 2018 11:15 Trump gefur lítið fyrir bókina Bandaríkjaforseta, er ekki skemmt vegna þeirrar athygli sem bók Michael Wolff hefur fengið síðastliðinn sólarhring. 5. janúar 2018 06:44 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Háttatími Trump í Hvíta húsinu: Þrjú sjónvarpstæki, ostborgari og sími Þetta kemur fram í nýrri bók Michael Wolff, "Eldur og brennisteinn: Innan úr Hvíta húsi Trump“ [e. Fire and Fury: Inside the Trump White House]. 4. janúar 2018 23:45
Vísbendingar um að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra Donalds Trump er sagður hafa falast eftir skaðlegum upplýsingum um forstjóra FBI áður en hann var rekinn. 5. janúar 2018 11:15
Trump gefur lítið fyrir bókina Bandaríkjaforseta, er ekki skemmt vegna þeirrar athygli sem bók Michael Wolff hefur fengið síðastliðinn sólarhring. 5. janúar 2018 06:44
Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52