Ég er oftast á undan afa Magnús Guðmundsson skrifar 7. janúar 2018 09:45 Jón við skrifborðið þar sem hann æfir sig í að lesa sem gengur líka svona ljómandi vel. Vísir/Eyþór Jón Reykdal Snorrason er kátur strákur sem býr í Kópavogi ásamt foreldrum sínum, systkinum og einum ketti. „Já, ég er hress. Ég var að koma úr sundi og svo fórum við í heimsókn til ömmu Jóhönnu,“ segir hann og bætir við: „Amma sagði allt gott og það er alltaf gaman að heimsækja hana. Í dag er síðasti dagurinn í jólafríinu en á morgun byrjar skólinn aftur og ég hlakka til að fara aftur í skólann.“ Jón er fjögurra ára en bendir á að hann verði orðinn fimm ára þann 24. febrúar og að þá verði sko haldin afmælisveisla. Síðasta haust byrjaði Jón í fimm ára bekk í Ísaksskóla sem hann segir að sé bæði góður og skemmtilegur skóli. Spurður um hvað sé skemmtilegast að gera í Ísaksskóla þá stendur ekki á svari. „Leikfimi. Við erum líka búin að læra stafina, nema kannski ekki alveg alla, kennarinn minn segir að við endum á því að læra joð en ég kann hann samt alveg vegna þess að það er stafurinn minn. Nafnið mitt er skrifað J, ó, n,“ segir Jón einbeittur og er greinilega með þetta allt á hreinu. Jón segir að þau séu búin að vera 78 daga í skólanum og þar sé líka mikið sungið. „Við æfðum Heyr, himna smiður en nú erum við hætt að syngja það og byrjuð að æfa annað.“ Jón lætur það þó ekki aftra sér frá því að syngja þetta fallega lag og texta af miklu listfengi. „En ég veit ekki hvað við eigum að læra næst. Við byrjum að æfa á mánudögum og svo er sungið á sal á föstudögum og þá koma foreldrarnir að hlusta. Jón segir að það sé búið að vera gaman í jólafríinu en líka mikið að gera. „Ég fór í mörg jólaboð og það var líka jólaboð hjá okkur. En svo var líka veisla á gamlárskvöld og þá fórum við út að horfa á flugelda. Það voru mikil læti og ég er alveg skíthræddur við alla flugelda sem ég sé. En það var samt mjög gaman.“ En þótt jólafríið sé að verða búið þá er Jón að fara í sveitaferð um helgina og segist hlakka mikið til ferðarinnar. Tilefni ferðarinnar segir Jón vera að amma Eva sé að verða sjötíu ára og að það eigi að halda upp á það með því að fara í sveitina. „Ég er líka stundum að gista hjá ömmu Evu og afa Einari og það er mjög skemmtilegt. Við afi förum oft í keppni um hver er fyrstur að klára morgunmatinn. Ég er mjög oft fyrstur vegna þess að afi þarf að búa til matinn því ef hann gerir það ekki þá fæ ég ekkert að borða.“ Krakkar Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Sjá meira
Jón Reykdal Snorrason er kátur strákur sem býr í Kópavogi ásamt foreldrum sínum, systkinum og einum ketti. „Já, ég er hress. Ég var að koma úr sundi og svo fórum við í heimsókn til ömmu Jóhönnu,“ segir hann og bætir við: „Amma sagði allt gott og það er alltaf gaman að heimsækja hana. Í dag er síðasti dagurinn í jólafríinu en á morgun byrjar skólinn aftur og ég hlakka til að fara aftur í skólann.“ Jón er fjögurra ára en bendir á að hann verði orðinn fimm ára þann 24. febrúar og að þá verði sko haldin afmælisveisla. Síðasta haust byrjaði Jón í fimm ára bekk í Ísaksskóla sem hann segir að sé bæði góður og skemmtilegur skóli. Spurður um hvað sé skemmtilegast að gera í Ísaksskóla þá stendur ekki á svari. „Leikfimi. Við erum líka búin að læra stafina, nema kannski ekki alveg alla, kennarinn minn segir að við endum á því að læra joð en ég kann hann samt alveg vegna þess að það er stafurinn minn. Nafnið mitt er skrifað J, ó, n,“ segir Jón einbeittur og er greinilega með þetta allt á hreinu. Jón segir að þau séu búin að vera 78 daga í skólanum og þar sé líka mikið sungið. „Við æfðum Heyr, himna smiður en nú erum við hætt að syngja það og byrjuð að æfa annað.“ Jón lætur það þó ekki aftra sér frá því að syngja þetta fallega lag og texta af miklu listfengi. „En ég veit ekki hvað við eigum að læra næst. Við byrjum að æfa á mánudögum og svo er sungið á sal á föstudögum og þá koma foreldrarnir að hlusta. Jón segir að það sé búið að vera gaman í jólafríinu en líka mikið að gera. „Ég fór í mörg jólaboð og það var líka jólaboð hjá okkur. En svo var líka veisla á gamlárskvöld og þá fórum við út að horfa á flugelda. Það voru mikil læti og ég er alveg skíthræddur við alla flugelda sem ég sé. En það var samt mjög gaman.“ En þótt jólafríið sé að verða búið þá er Jón að fara í sveitaferð um helgina og segist hlakka mikið til ferðarinnar. Tilefni ferðarinnar segir Jón vera að amma Eva sé að verða sjötíu ára og að það eigi að halda upp á það með því að fara í sveitina. „Ég er líka stundum að gista hjá ömmu Evu og afa Einari og það er mjög skemmtilegt. Við afi förum oft í keppni um hver er fyrstur að klára morgunmatinn. Ég er mjög oft fyrstur vegna þess að afi þarf að búa til matinn því ef hann gerir það ekki þá fæ ég ekkert að borða.“
Krakkar Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Sjá meira