Trump gefur lítið fyrir bókina Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. janúar 2018 06:44 Einhver eldfimustu ummælin úr nýju bókinni koma úr munni Steven Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafa forsetans, sem sést hér með Donald Trump. VÍSIR/GETTY Donald Trump, Bandaríkjaforseta, er ekki skemmt vegna þeirrar athygli sem bókin „Eldur og brennisteinn: Innan úr Hvíta húsi Trump“ [e. Fire and Fury: Inside the Trump White House] hefur fengið síðastliðinn sólarhring. Í bókinni lýsir rithöfundurinn Michael Wolff ástandinu innan veggja Hvíta hússins og greinir frá ýmsum misvandræðalegum augnablikum úr forsetatíð Trump. Þá hefur hún eftir Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafa Trump, að fundur sem tengdasonur hans og sonur áttu með Rússum í aðdraganda forseta kosninganna hafi verið landráð. Eldfim ummæli í ljósi alls þess sem gengið hefur á vestanhafs síðastliðið ár. Brot úr bókinni birtust á helstu vefmiðlum Bandaríkjanna í gær og ekkert var rætt meira þar í landi en glefsur úr bók Wolff.Sjá einnig: Tíu bombur úr nýrri bók um TrumpForsetinn reynir nú hvað hann getur til að grafa undan trúverðugleika bókarinnar og á Twitter í nótt sagði hann bókina vera uppfulla af lygum. „Ég veitti engan aðgang að Hvíta húsinu (í sannleika sagt vísaði ég honum frá nokkrum sinnum),“ sagði Trump meðal annars. Höfundur bókarinnar segir sig hafa rætt við rúmlega 200 manns og hafi haft nær takmarkalausan aðgang að Hvíta húsinu fyrst eftir að Trump tók við embætti. Þá á forsetinn að hafa vitað af skrifum hans. Trump segir þó að bókin sé ekki aðeins smekkfull af lygum heldur einnig rangtúlkunum og upplognum heimildarmönnum.Sjá einnig: Háttatími Trump í Hvíta húsinu: Þrjú sjónvarpstæki, ostborgari og símiLögmenn forsetans hafa reynt að fá lögbann á útgáfu bókarinnar, sem koma átti út á þriðjudaginn í næstu viku. Aðstandendur bókarinnar sáu sér þá leik á borð og flýttu útgáfu hennar. Áhugasamir geta keypt eintak af bókinni strax í dag. Tíst forsetans frá því í nótt má sjá hér að neðan. I authorized Zero access to White House (actually turned him down many times) for author of phony book! I never spoke to him for book. Full of lies, misrepresentations and sources that don't exist. Look at this guy's past and watch what happens to him and Sloppy Steve!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 5, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34 Freista þess að koma í veg fyrir útgáfu eldfimrar bókar um Trump Lögmenn Bandaríkjaforseta hóta höfundi og útgefanda nýrrar bókar um lífið í Hvíta húsinu mögulegu meiðyrðamáli og krefjast þess að útgáfa hennar verði stöðvuð. 4. janúar 2018 15:17 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseta, er ekki skemmt vegna þeirrar athygli sem bókin „Eldur og brennisteinn: Innan úr Hvíta húsi Trump“ [e. Fire and Fury: Inside the Trump White House] hefur fengið síðastliðinn sólarhring. Í bókinni lýsir rithöfundurinn Michael Wolff ástandinu innan veggja Hvíta hússins og greinir frá ýmsum misvandræðalegum augnablikum úr forsetatíð Trump. Þá hefur hún eftir Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafa Trump, að fundur sem tengdasonur hans og sonur áttu með Rússum í aðdraganda forseta kosninganna hafi verið landráð. Eldfim ummæli í ljósi alls þess sem gengið hefur á vestanhafs síðastliðið ár. Brot úr bókinni birtust á helstu vefmiðlum Bandaríkjanna í gær og ekkert var rætt meira þar í landi en glefsur úr bók Wolff.Sjá einnig: Tíu bombur úr nýrri bók um TrumpForsetinn reynir nú hvað hann getur til að grafa undan trúverðugleika bókarinnar og á Twitter í nótt sagði hann bókina vera uppfulla af lygum. „Ég veitti engan aðgang að Hvíta húsinu (í sannleika sagt vísaði ég honum frá nokkrum sinnum),“ sagði Trump meðal annars. Höfundur bókarinnar segir sig hafa rætt við rúmlega 200 manns og hafi haft nær takmarkalausan aðgang að Hvíta húsinu fyrst eftir að Trump tók við embætti. Þá á forsetinn að hafa vitað af skrifum hans. Trump segir þó að bókin sé ekki aðeins smekkfull af lygum heldur einnig rangtúlkunum og upplognum heimildarmönnum.Sjá einnig: Háttatími Trump í Hvíta húsinu: Þrjú sjónvarpstæki, ostborgari og símiLögmenn forsetans hafa reynt að fá lögbann á útgáfu bókarinnar, sem koma átti út á þriðjudaginn í næstu viku. Aðstandendur bókarinnar sáu sér þá leik á borð og flýttu útgáfu hennar. Áhugasamir geta keypt eintak af bókinni strax í dag. Tíst forsetans frá því í nótt má sjá hér að neðan. I authorized Zero access to White House (actually turned him down many times) for author of phony book! I never spoke to him for book. Full of lies, misrepresentations and sources that don't exist. Look at this guy's past and watch what happens to him and Sloppy Steve!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 5, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34 Freista þess að koma í veg fyrir útgáfu eldfimrar bókar um Trump Lögmenn Bandaríkjaforseta hóta höfundi og útgefanda nýrrar bókar um lífið í Hvíta húsinu mögulegu meiðyrðamáli og krefjast þess að útgáfa hennar verði stöðvuð. 4. janúar 2018 15:17 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34
Freista þess að koma í veg fyrir útgáfu eldfimrar bókar um Trump Lögmenn Bandaríkjaforseta hóta höfundi og útgefanda nýrrar bókar um lífið í Hvíta húsinu mögulegu meiðyrðamáli og krefjast þess að útgáfa hennar verði stöðvuð. 4. janúar 2018 15:17
Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52