Íranar harðorðir vegna „viðurstyggilegra“ afskipta Trump af mótmælum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. janúar 2018 07:00 Stúdentar í átökum við lögreglumenn fyrir utan háskóla í Teheran en þar kom til átaka um áramótin. vísir/epa Stjórnvöld í Íran sökuðu í gær Bandaríkjastjórn, einkum Donald Trump forseta, um „viðurstyggileg“ afskipti af innanríkismálum sínum. Þetta mátti lesa í bréfi sem Íranar sendu Sameinuðu þjóðunum. Í bréfinu segir að Bandaríkjaforseti hafi „með því að skrifa fjölda stórundarlegra tísta hvatt Írana til þess að taka þátt í óeirðum“. Það sé brot á alþjóðalögum. Óeirðirnar sem vísað er til eru mótmæli sem hafa farið fram undanfarið í nokkrum borgum ríkisins og eru jafnframt þau mestu frá árinu 2009 þegar mótmælt var vegna ósættis við forsetakosningar.Gholamali Khoshroo, sendiherra Írans hjá SÞ.Nordicphotos/AFPUpphaflega var það óánægja með verðlag og spillingu sem vakti einna helst reiði mótmælenda en með vaxandi fjölda þátttakenda var einblínt í meiri mæli á leiðtoga ríkisins, til að mynda æðstaklerkinn Ali Khamenei. Stjórnvöld hafa tekið á mótmælunum af hörku en alls beið 21 bana og að minnsta kosti 450 voru handtekin. Í gær lýsti leiðtogi byltingarvarðliðsins, Mohammad Ali Jafari, að tekist hefði að slökkva bálið. „Í dag getum við með sanni sagt að komið sé að lokum uppreisnar ársins 1396. Megi Guð vera okkur hliðhollur og megi ósigur þeirra verða algjör,“ sagði Jafari og vísaði til íranska tímatalsins. Gholamali Khoshroo, sendiherra Írans hjá SÞ, undirritaði bréfið og í því segir enn fremur að Bandaríkjamenn hafi lengi og ítrekað skipt sér af innanríkismálum Írana. „Núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa farið yfir öll strik og brotið allar reglur og grundvallaratriði alþjóðalaga um milliríkjasamskipti.“Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Nordicphotos/AFPEins og í bréfinu segir tísti Trump um mótmælin. „Ég ber mikla virðingu fyrir írönsku þjóðinni sem reynir að endurheimta ríki sitt af spilltum ráðamönnum. Bandaríkin munu styðja ykkur þegar það er viðeigandi,“ tísti forsetinn. Khoshroo gaf hins vegar lítið fyrir þennan stuðning Trumps. Benti hann á að með ferðabanni sínu, sem Trump hefur ítrekað reynt að fá í gegn, hafi hann meinað venjulegum írönskum ríkisborgurum að ferðast til Bandaríkjanna. Þá hafi Trump jafnframt neitað að lögfesta fjölþjóðlegan samning um kjarnorkuáætlun Írana. Stjórnvöld og fjölmiðlar í Íran hafa þó ekki einungis beint sjónum að Bandaríkjunum. Hafa Ísraelar einnig verið sakaðir um óeðlileg afskipti sem og Sádi-Arabar, en við þá eiga Íranar í köldu stríði. Rússneska utanríkisráðuneytið tók undir með Írönum í gær. Sagði fréttastofa Itar-Tass frá því að ráðuneytið hvetti Bandaríkjamenn til þess að láta af afskiptunum. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði á þriðjudag að fráleitt væri að önnur ríki væru að hafa áhrif á mótmælendur. „Íranska þjóðin er að krefjast frelsis. Öllum frelsisunnendum er skylt að standa með henni í þeirri baráttu,“ sagði Haley. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Stjórnvöld í Íran sökuðu í gær Bandaríkjastjórn, einkum Donald Trump forseta, um „viðurstyggileg“ afskipti af innanríkismálum sínum. Þetta mátti lesa í bréfi sem Íranar sendu Sameinuðu þjóðunum. Í bréfinu segir að Bandaríkjaforseti hafi „með því að skrifa fjölda stórundarlegra tísta hvatt Írana til þess að taka þátt í óeirðum“. Það sé brot á alþjóðalögum. Óeirðirnar sem vísað er til eru mótmæli sem hafa farið fram undanfarið í nokkrum borgum ríkisins og eru jafnframt þau mestu frá árinu 2009 þegar mótmælt var vegna ósættis við forsetakosningar.Gholamali Khoshroo, sendiherra Írans hjá SÞ.Nordicphotos/AFPUpphaflega var það óánægja með verðlag og spillingu sem vakti einna helst reiði mótmælenda en með vaxandi fjölda þátttakenda var einblínt í meiri mæli á leiðtoga ríkisins, til að mynda æðstaklerkinn Ali Khamenei. Stjórnvöld hafa tekið á mótmælunum af hörku en alls beið 21 bana og að minnsta kosti 450 voru handtekin. Í gær lýsti leiðtogi byltingarvarðliðsins, Mohammad Ali Jafari, að tekist hefði að slökkva bálið. „Í dag getum við með sanni sagt að komið sé að lokum uppreisnar ársins 1396. Megi Guð vera okkur hliðhollur og megi ósigur þeirra verða algjör,“ sagði Jafari og vísaði til íranska tímatalsins. Gholamali Khoshroo, sendiherra Írans hjá SÞ, undirritaði bréfið og í því segir enn fremur að Bandaríkjamenn hafi lengi og ítrekað skipt sér af innanríkismálum Írana. „Núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa farið yfir öll strik og brotið allar reglur og grundvallaratriði alþjóðalaga um milliríkjasamskipti.“Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Nordicphotos/AFPEins og í bréfinu segir tísti Trump um mótmælin. „Ég ber mikla virðingu fyrir írönsku þjóðinni sem reynir að endurheimta ríki sitt af spilltum ráðamönnum. Bandaríkin munu styðja ykkur þegar það er viðeigandi,“ tísti forsetinn. Khoshroo gaf hins vegar lítið fyrir þennan stuðning Trumps. Benti hann á að með ferðabanni sínu, sem Trump hefur ítrekað reynt að fá í gegn, hafi hann meinað venjulegum írönskum ríkisborgurum að ferðast til Bandaríkjanna. Þá hafi Trump jafnframt neitað að lögfesta fjölþjóðlegan samning um kjarnorkuáætlun Írana. Stjórnvöld og fjölmiðlar í Íran hafa þó ekki einungis beint sjónum að Bandaríkjunum. Hafa Ísraelar einnig verið sakaðir um óeðlileg afskipti sem og Sádi-Arabar, en við þá eiga Íranar í köldu stríði. Rússneska utanríkisráðuneytið tók undir með Írönum í gær. Sagði fréttastofa Itar-Tass frá því að ráðuneytið hvetti Bandaríkjamenn til þess að láta af afskiptunum. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði á þriðjudag að fráleitt væri að önnur ríki væru að hafa áhrif á mótmælendur. „Íranska þjóðin er að krefjast frelsis. Öllum frelsisunnendum er skylt að standa með henni í þeirri baráttu,“ sagði Haley.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila