Pabbi Miru Sorvino hótar að myrða Harvey Weinstein Birgir Olgeirsson skrifar 4. janúar 2018 16:27 Mira Sorvino Vísir/Getty Leikarinn Paul Sorvino hefur hótað að myrða kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein sem er sagður hafa sett dóttur leikarans, Miru Sorvino, á svartan lista fyrir að hafa neitað framleiðandanum. Paul Sorvino er hvað þekktastur fyrir að leika glæpamenn í kvikmyndum á borð við Goodfellas og The Firm. Fréttamaður TMZ náði tali af honum fyrir skemmstu þar sem Sorvino sagði að Weinstein ætti hreinlega að vona að hann yrði dæmdur í fangelsi. „Því ef við hittumst held ég að hann endi í gólfinu á einhvern hátt“ sagði Sorvino. Þegar honum var bent á að saksóknarar í Los Angeles væru að skoða tvö mál gegn Weinstein svaraði Sorvino: „Helvítis melurinn. Gott fyrir hann ef hann fer. Ef ekki, þarf hann að mæta mér, og ég mun drepa helvítið.“ Mira Sorvino hlaut Óskarsverðlaun fyrir aukahlutverk í Woody Allen-myndinni Mighty Aphrodite sem kom út árið 1995. Hún var ein þeirra fjölda kvenna sem sakaði Weinstein um kynferðislega áreitni. Hún sagði í samtali við The New York Times að hún hefði lengi haft þann grun að Weinstein hefði átt sök í því að minna varð úr leikferli hennar eftir að hún hafði hlotið Óskarsverðlaun árið 1996. Framleiðslufyrirtækið Miramax dreifði Mighty Aphrodite en Weinstein var lengi vel aðalmaðurinn í því fyrirtæki. Sorvino fékk grun sinn staðfestan í desember síðastliðnum þegar leikstjórarnir Peter Jackson og Terry Zwigoff lýstu því einmitt hvernig Weinstein beitti sér gegn því að Sorvino yrði ráðin í Hringadróttinsþríleikinn og kvikmyndina Bad Santa. Mál Harvey Weinstein Hollywood Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Segir karlmenn á borð við Matt Damon ekki geta skilið kynferðisofbeldi Breska leikkonan Minnie Driver ræddi viðbrögð leikarans Matt Damon við vitundarvakningu um kynferðisofbeldi í Hollywood síðustu mánuði. 17. desember 2017 10:45 Jason Priestley kýldi Harvey Weinstein í andlitið árið 1995 Leikkonan Mira Sorvino segir að Harvey Weinstein sé ástæða þess að ferill hennar hafi farið út af sporinu. 18. desember 2017 14:30 Segir Weinstein hafa vísvitandi eyðilagt feril sinn Leikkonan Mira Sorvino þakkar Peter Jackson fyrir hreinskilni sína eftir að hann sagði í viðtali á dögunum að Weinstein hafi komið í veg fyrir að hún yrði valin fyrir hlutverk í Lord of the Rings þríleiknum. 16. desember 2017 12:06 Tarantino um Weinstein: „Ég hefði átt að grípa til aðgerða miðað við það sem ég vissi“ Leikstjórinn Quentin Tarantino segist hafa vitað af meintum kynferðisbrotum Harvey Weinstein í áratugi. 19. október 2017 22:25 Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Leikarinn Paul Sorvino hefur hótað að myrða kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein sem er sagður hafa sett dóttur leikarans, Miru Sorvino, á svartan lista fyrir að hafa neitað framleiðandanum. Paul Sorvino er hvað þekktastur fyrir að leika glæpamenn í kvikmyndum á borð við Goodfellas og The Firm. Fréttamaður TMZ náði tali af honum fyrir skemmstu þar sem Sorvino sagði að Weinstein ætti hreinlega að vona að hann yrði dæmdur í fangelsi. „Því ef við hittumst held ég að hann endi í gólfinu á einhvern hátt“ sagði Sorvino. Þegar honum var bent á að saksóknarar í Los Angeles væru að skoða tvö mál gegn Weinstein svaraði Sorvino: „Helvítis melurinn. Gott fyrir hann ef hann fer. Ef ekki, þarf hann að mæta mér, og ég mun drepa helvítið.“ Mira Sorvino hlaut Óskarsverðlaun fyrir aukahlutverk í Woody Allen-myndinni Mighty Aphrodite sem kom út árið 1995. Hún var ein þeirra fjölda kvenna sem sakaði Weinstein um kynferðislega áreitni. Hún sagði í samtali við The New York Times að hún hefði lengi haft þann grun að Weinstein hefði átt sök í því að minna varð úr leikferli hennar eftir að hún hafði hlotið Óskarsverðlaun árið 1996. Framleiðslufyrirtækið Miramax dreifði Mighty Aphrodite en Weinstein var lengi vel aðalmaðurinn í því fyrirtæki. Sorvino fékk grun sinn staðfestan í desember síðastliðnum þegar leikstjórarnir Peter Jackson og Terry Zwigoff lýstu því einmitt hvernig Weinstein beitti sér gegn því að Sorvino yrði ráðin í Hringadróttinsþríleikinn og kvikmyndina Bad Santa.
Mál Harvey Weinstein Hollywood Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Segir karlmenn á borð við Matt Damon ekki geta skilið kynferðisofbeldi Breska leikkonan Minnie Driver ræddi viðbrögð leikarans Matt Damon við vitundarvakningu um kynferðisofbeldi í Hollywood síðustu mánuði. 17. desember 2017 10:45 Jason Priestley kýldi Harvey Weinstein í andlitið árið 1995 Leikkonan Mira Sorvino segir að Harvey Weinstein sé ástæða þess að ferill hennar hafi farið út af sporinu. 18. desember 2017 14:30 Segir Weinstein hafa vísvitandi eyðilagt feril sinn Leikkonan Mira Sorvino þakkar Peter Jackson fyrir hreinskilni sína eftir að hann sagði í viðtali á dögunum að Weinstein hafi komið í veg fyrir að hún yrði valin fyrir hlutverk í Lord of the Rings þríleiknum. 16. desember 2017 12:06 Tarantino um Weinstein: „Ég hefði átt að grípa til aðgerða miðað við það sem ég vissi“ Leikstjórinn Quentin Tarantino segist hafa vitað af meintum kynferðisbrotum Harvey Weinstein í áratugi. 19. október 2017 22:25 Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Segir karlmenn á borð við Matt Damon ekki geta skilið kynferðisofbeldi Breska leikkonan Minnie Driver ræddi viðbrögð leikarans Matt Damon við vitundarvakningu um kynferðisofbeldi í Hollywood síðustu mánuði. 17. desember 2017 10:45
Jason Priestley kýldi Harvey Weinstein í andlitið árið 1995 Leikkonan Mira Sorvino segir að Harvey Weinstein sé ástæða þess að ferill hennar hafi farið út af sporinu. 18. desember 2017 14:30
Segir Weinstein hafa vísvitandi eyðilagt feril sinn Leikkonan Mira Sorvino þakkar Peter Jackson fyrir hreinskilni sína eftir að hann sagði í viðtali á dögunum að Weinstein hafi komið í veg fyrir að hún yrði valin fyrir hlutverk í Lord of the Rings þríleiknum. 16. desember 2017 12:06
Tarantino um Weinstein: „Ég hefði átt að grípa til aðgerða miðað við það sem ég vissi“ Leikstjórinn Quentin Tarantino segist hafa vitað af meintum kynferðisbrotum Harvey Weinstein í áratugi. 19. október 2017 22:25