Freista þess að koma í veg fyrir útgáfu eldfimrar bókar um Trump Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2018 15:17 Donald Trump er sagður fullur bræði yfir nýrri bók Michaels Wolff um vendingar innan Hvíta hússins. Vísir/AFP Lögmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta reyna nú að koma í veg fyrir útgáfu nýrrar bókar með safaríkum sögum frá upphafi forsetatíðar hans. Þeir hafa sent höfundinum og útgefanda bókarinnar bréf þar sem þeir krefjast þess að útgáfa hennar verði stöðvuð. Bókin „Eldur og brennisteinn: Innan úr Hvíta húsi Trump“ [e. Fire and Fury: Inside the Trump White House] á að koma út á þriðjudag. Bandarískir fjölmiðlar birtu hluta úr bókinni í gær með eldfimum upplýsingum, meðal annars að Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi Trump, teldi son forsetans og tengdason hafa framið landráð með því að funda með rússneskum lögfræðingum.Breska ríkisútvarpið BBC segir að í bréfi sem lögmenn Trump hafi skrifað Michael Wolff, höfundi bókarinnar, og útgefanda hans, krefjist þeir þess að útgáfu bókarinnar verði hætt, sem og frekari birtingu á efni hennar.Sjá einnig:Tíu bombur úr nýrri bók um TrumpWashington Post segir að lögmennirnir séu janframt að skoða að höfða meiðyrðamál vegna bókarinnar. Í henni er meðal annars fullyrt að starfslið Trump hafi talið hann aðeins „hálflæsan“ vegna þess að hann tæki ekki við upplýsingum sem honum voru kynntar. Forsetinn taki ákvarðanir eftir eigin brjóstviti jafnvel þó að hann hafi engan skilning á málefnunum sem liggja undir. Myndin sem dregin er upp af Trump í bókinni er almennt ekki fögur. Þar er hann meðal annars sagður borða helst á McDonald's vegna þess að hann óttist að einhver reyni að eitra fyrir honum. Lýst er hvernig Rupert Murdoch, fjölmiðlamógúllinn frægi, hafi kallað Trump „hálfvita“ eftir símtal þeirra.Segir Trump hafa vitað af bókinniÁður höfðu lögmenn Hvíta hússins krafist þess að Bannon hætti að tjá sig um það sem hann varð áskynja þegar hann starfaði þar. Ummæli sem höfð eru eftir honum í bók Wolff brjóti gegn samningi sem hann skrifaði undir og kveður á um þagmælsku. Trump sjálfur sagði í gær að Bannon hefði ekki aðeins misst vinnuna þegar hann lét af störfum í Hvíta húsinu í ágúst heldur hefði hann „misst vitið“. Wolff segir að hann hafi haft nær takmarkalausan aðgang að Hvíta húsinu fyrst eftir að Trump tók við embætti og að forsetinn hafi vitað af skrifum hans. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir hins vegar að Trump og Wolff hafi aldrei sest niður saman sérstaklega fyrir bókarskrifin. Bókin byggist á fleiri en tvö hundruð viðtölum yfir eins og hálfs árs tímabil við Trump, marga nánustu samstarfsmenn hans og fólk sem þeir ræddu við. Donald Trump Tengdar fréttir Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34 Trump segir Bannon hafa misst vitið Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að fyrrverandi ráðgjafi sinn, Steve Bannon, hafi misst vitið þegar hann missti vinnuna í Hvíta húsinu. 3. janúar 2018 19:45 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Sjá meira
Lögmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta reyna nú að koma í veg fyrir útgáfu nýrrar bókar með safaríkum sögum frá upphafi forsetatíðar hans. Þeir hafa sent höfundinum og útgefanda bókarinnar bréf þar sem þeir krefjast þess að útgáfa hennar verði stöðvuð. Bókin „Eldur og brennisteinn: Innan úr Hvíta húsi Trump“ [e. Fire and Fury: Inside the Trump White House] á að koma út á þriðjudag. Bandarískir fjölmiðlar birtu hluta úr bókinni í gær með eldfimum upplýsingum, meðal annars að Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi Trump, teldi son forsetans og tengdason hafa framið landráð með því að funda með rússneskum lögfræðingum.Breska ríkisútvarpið BBC segir að í bréfi sem lögmenn Trump hafi skrifað Michael Wolff, höfundi bókarinnar, og útgefanda hans, krefjist þeir þess að útgáfu bókarinnar verði hætt, sem og frekari birtingu á efni hennar.Sjá einnig:Tíu bombur úr nýrri bók um TrumpWashington Post segir að lögmennirnir séu janframt að skoða að höfða meiðyrðamál vegna bókarinnar. Í henni er meðal annars fullyrt að starfslið Trump hafi talið hann aðeins „hálflæsan“ vegna þess að hann tæki ekki við upplýsingum sem honum voru kynntar. Forsetinn taki ákvarðanir eftir eigin brjóstviti jafnvel þó að hann hafi engan skilning á málefnunum sem liggja undir. Myndin sem dregin er upp af Trump í bókinni er almennt ekki fögur. Þar er hann meðal annars sagður borða helst á McDonald's vegna þess að hann óttist að einhver reyni að eitra fyrir honum. Lýst er hvernig Rupert Murdoch, fjölmiðlamógúllinn frægi, hafi kallað Trump „hálfvita“ eftir símtal þeirra.Segir Trump hafa vitað af bókinniÁður höfðu lögmenn Hvíta hússins krafist þess að Bannon hætti að tjá sig um það sem hann varð áskynja þegar hann starfaði þar. Ummæli sem höfð eru eftir honum í bók Wolff brjóti gegn samningi sem hann skrifaði undir og kveður á um þagmælsku. Trump sjálfur sagði í gær að Bannon hefði ekki aðeins misst vinnuna þegar hann lét af störfum í Hvíta húsinu í ágúst heldur hefði hann „misst vitið“. Wolff segir að hann hafi haft nær takmarkalausan aðgang að Hvíta húsinu fyrst eftir að Trump tók við embætti og að forsetinn hafi vitað af skrifum hans. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir hins vegar að Trump og Wolff hafi aldrei sest niður saman sérstaklega fyrir bókarskrifin. Bókin byggist á fleiri en tvö hundruð viðtölum yfir eins og hálfs árs tímabil við Trump, marga nánustu samstarfsmenn hans og fólk sem þeir ræddu við.
Donald Trump Tengdar fréttir Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34 Trump segir Bannon hafa misst vitið Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að fyrrverandi ráðgjafi sinn, Steve Bannon, hafi misst vitið þegar hann missti vinnuna í Hvíta húsinu. 3. janúar 2018 19:45 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Sjá meira
Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27
Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34
Trump segir Bannon hafa misst vitið Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að fyrrverandi ráðgjafi sinn, Steve Bannon, hafi misst vitið þegar hann missti vinnuna í Hvíta húsinu. 3. janúar 2018 19:45
Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52