Freista þess að koma í veg fyrir útgáfu eldfimrar bókar um Trump Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2018 15:17 Donald Trump er sagður fullur bræði yfir nýrri bók Michaels Wolff um vendingar innan Hvíta hússins. Vísir/AFP Lögmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta reyna nú að koma í veg fyrir útgáfu nýrrar bókar með safaríkum sögum frá upphafi forsetatíðar hans. Þeir hafa sent höfundinum og útgefanda bókarinnar bréf þar sem þeir krefjast þess að útgáfa hennar verði stöðvuð. Bókin „Eldur og brennisteinn: Innan úr Hvíta húsi Trump“ [e. Fire and Fury: Inside the Trump White House] á að koma út á þriðjudag. Bandarískir fjölmiðlar birtu hluta úr bókinni í gær með eldfimum upplýsingum, meðal annars að Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi Trump, teldi son forsetans og tengdason hafa framið landráð með því að funda með rússneskum lögfræðingum.Breska ríkisútvarpið BBC segir að í bréfi sem lögmenn Trump hafi skrifað Michael Wolff, höfundi bókarinnar, og útgefanda hans, krefjist þeir þess að útgáfu bókarinnar verði hætt, sem og frekari birtingu á efni hennar.Sjá einnig:Tíu bombur úr nýrri bók um TrumpWashington Post segir að lögmennirnir séu janframt að skoða að höfða meiðyrðamál vegna bókarinnar. Í henni er meðal annars fullyrt að starfslið Trump hafi talið hann aðeins „hálflæsan“ vegna þess að hann tæki ekki við upplýsingum sem honum voru kynntar. Forsetinn taki ákvarðanir eftir eigin brjóstviti jafnvel þó að hann hafi engan skilning á málefnunum sem liggja undir. Myndin sem dregin er upp af Trump í bókinni er almennt ekki fögur. Þar er hann meðal annars sagður borða helst á McDonald's vegna þess að hann óttist að einhver reyni að eitra fyrir honum. Lýst er hvernig Rupert Murdoch, fjölmiðlamógúllinn frægi, hafi kallað Trump „hálfvita“ eftir símtal þeirra.Segir Trump hafa vitað af bókinniÁður höfðu lögmenn Hvíta hússins krafist þess að Bannon hætti að tjá sig um það sem hann varð áskynja þegar hann starfaði þar. Ummæli sem höfð eru eftir honum í bók Wolff brjóti gegn samningi sem hann skrifaði undir og kveður á um þagmælsku. Trump sjálfur sagði í gær að Bannon hefði ekki aðeins misst vinnuna þegar hann lét af störfum í Hvíta húsinu í ágúst heldur hefði hann „misst vitið“. Wolff segir að hann hafi haft nær takmarkalausan aðgang að Hvíta húsinu fyrst eftir að Trump tók við embætti og að forsetinn hafi vitað af skrifum hans. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir hins vegar að Trump og Wolff hafi aldrei sest niður saman sérstaklega fyrir bókarskrifin. Bókin byggist á fleiri en tvö hundruð viðtölum yfir eins og hálfs árs tímabil við Trump, marga nánustu samstarfsmenn hans og fólk sem þeir ræddu við. Donald Trump Tengdar fréttir Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34 Trump segir Bannon hafa misst vitið Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að fyrrverandi ráðgjafi sinn, Steve Bannon, hafi misst vitið þegar hann missti vinnuna í Hvíta húsinu. 3. janúar 2018 19:45 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Sjá meira
Lögmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta reyna nú að koma í veg fyrir útgáfu nýrrar bókar með safaríkum sögum frá upphafi forsetatíðar hans. Þeir hafa sent höfundinum og útgefanda bókarinnar bréf þar sem þeir krefjast þess að útgáfa hennar verði stöðvuð. Bókin „Eldur og brennisteinn: Innan úr Hvíta húsi Trump“ [e. Fire and Fury: Inside the Trump White House] á að koma út á þriðjudag. Bandarískir fjölmiðlar birtu hluta úr bókinni í gær með eldfimum upplýsingum, meðal annars að Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi Trump, teldi son forsetans og tengdason hafa framið landráð með því að funda með rússneskum lögfræðingum.Breska ríkisútvarpið BBC segir að í bréfi sem lögmenn Trump hafi skrifað Michael Wolff, höfundi bókarinnar, og útgefanda hans, krefjist þeir þess að útgáfu bókarinnar verði hætt, sem og frekari birtingu á efni hennar.Sjá einnig:Tíu bombur úr nýrri bók um TrumpWashington Post segir að lögmennirnir séu janframt að skoða að höfða meiðyrðamál vegna bókarinnar. Í henni er meðal annars fullyrt að starfslið Trump hafi talið hann aðeins „hálflæsan“ vegna þess að hann tæki ekki við upplýsingum sem honum voru kynntar. Forsetinn taki ákvarðanir eftir eigin brjóstviti jafnvel þó að hann hafi engan skilning á málefnunum sem liggja undir. Myndin sem dregin er upp af Trump í bókinni er almennt ekki fögur. Þar er hann meðal annars sagður borða helst á McDonald's vegna þess að hann óttist að einhver reyni að eitra fyrir honum. Lýst er hvernig Rupert Murdoch, fjölmiðlamógúllinn frægi, hafi kallað Trump „hálfvita“ eftir símtal þeirra.Segir Trump hafa vitað af bókinniÁður höfðu lögmenn Hvíta hússins krafist þess að Bannon hætti að tjá sig um það sem hann varð áskynja þegar hann starfaði þar. Ummæli sem höfð eru eftir honum í bók Wolff brjóti gegn samningi sem hann skrifaði undir og kveður á um þagmælsku. Trump sjálfur sagði í gær að Bannon hefði ekki aðeins misst vinnuna þegar hann lét af störfum í Hvíta húsinu í ágúst heldur hefði hann „misst vitið“. Wolff segir að hann hafi haft nær takmarkalausan aðgang að Hvíta húsinu fyrst eftir að Trump tók við embætti og að forsetinn hafi vitað af skrifum hans. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir hins vegar að Trump og Wolff hafi aldrei sest niður saman sérstaklega fyrir bókarskrifin. Bókin byggist á fleiri en tvö hundruð viðtölum yfir eins og hálfs árs tímabil við Trump, marga nánustu samstarfsmenn hans og fólk sem þeir ræddu við.
Donald Trump Tengdar fréttir Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34 Trump segir Bannon hafa misst vitið Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að fyrrverandi ráðgjafi sinn, Steve Bannon, hafi misst vitið þegar hann missti vinnuna í Hvíta húsinu. 3. janúar 2018 19:45 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Sjá meira
Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27
Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34
Trump segir Bannon hafa misst vitið Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að fyrrverandi ráðgjafi sinn, Steve Bannon, hafi misst vitið þegar hann missti vinnuna í Hvíta húsinu. 3. janúar 2018 19:45
Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52