Gísli laut í lægra haldi fyrir dönskum banka Daníel Freyr Birkisson skrifar 3. janúar 2018 09:30 Gísli Gíslason hefur verið dæmdur til þess að greiða Jyske Bank 48.300 danskar krónur. vísir/Anton Brink Lögfræðingurinn og athafnamaðurinn Gísli Gíslason hefur verið dæmdur til þess að greiða danska bankanum Jyske Bank 48.300 krónur danskar (tæplega 814 þúsund ísl. kr.) vegna ógreiddra eftirstöðva láns sem hann tók í janúar árið 2005. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm sinn í málinu skömmu fyrir jól. Forsaga málsins er sú að Gísli tók yfirdráttarlán hjá bankanum árið 2005 upp á 50 þúsund danskar krónur. Í framhaldinu hafi ekki verið staðið afborganir lánsins á gjalddögum að því er kemur fram í dóminum sem Vísir hefur undir höndum. Árið 2007 var því undirrituð skuldaviðurkenning, svokölluð „Frivilligt forlig“ eða frjáls sátt. Með henni hafi bankinn skuldbundið sig til þess að greiða skuldina ásamt vöxtum en tók þó fram að nýr samningur yrði fljótlega eftir það gerður um greiðslutilhögun Gísla. Segir í dóminum að Gísli hafi ekki greitt skuldina né samið um hana. Málsaðilar tókust ekki á um fyrningarfrest kröfunnar sem samkvæmt dönskum lögum er tíu ár. Það var þó tekist á um hvenær fyrningarslit hafi orðið á lánskröfunni. Gísli vill meina að fyrningu skyldi miða við þingfestingu máls, 22. mars 2017, en hin frjálsa sátt var undirrituð 14. mars 2007. Var það mat bankans að miða skyldi fyrningarslit við birtingu stefnunnar sem send var 10. mars 2017. Var það mat héraðsdóms að stefndi gæti ekki gengið að því vísu að skuldin væri fallin niður þar sem stefnandi hafi aldrei gefið til kynna að svo væri. Gísli segir í samtali við Vísi að óvíst sé hvort hægt verði að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms og velti það í raun á því hvort að upphæð greiðslunnar nái ákveðnum mörkum. Sé raunin sú að upphæðin nái því er víst að hann mun áfrýja. Hann segir að bankinn hafi aldrei haft samband um greiðslutilhögun eftir að hin frjálsa sátt var undirrituð og segist því hafa brugðið þegar stefnan barst nú á síðasta ári. Dómsmál Tengdar fréttir Skiptum lokið í 104 milljóna gjaldþroti rafbílasölu Erfiðleikar fyrirtækisins hófust undir lok árs 2015 þegar tafir urðu í afhendingu fimmtíu bíla af gerðinni Tesla Model X til viðskiptavina. 2. janúar 2018 13:01 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Lögfræðingurinn og athafnamaðurinn Gísli Gíslason hefur verið dæmdur til þess að greiða danska bankanum Jyske Bank 48.300 krónur danskar (tæplega 814 þúsund ísl. kr.) vegna ógreiddra eftirstöðva láns sem hann tók í janúar árið 2005. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm sinn í málinu skömmu fyrir jól. Forsaga málsins er sú að Gísli tók yfirdráttarlán hjá bankanum árið 2005 upp á 50 þúsund danskar krónur. Í framhaldinu hafi ekki verið staðið afborganir lánsins á gjalddögum að því er kemur fram í dóminum sem Vísir hefur undir höndum. Árið 2007 var því undirrituð skuldaviðurkenning, svokölluð „Frivilligt forlig“ eða frjáls sátt. Með henni hafi bankinn skuldbundið sig til þess að greiða skuldina ásamt vöxtum en tók þó fram að nýr samningur yrði fljótlega eftir það gerður um greiðslutilhögun Gísla. Segir í dóminum að Gísli hafi ekki greitt skuldina né samið um hana. Málsaðilar tókust ekki á um fyrningarfrest kröfunnar sem samkvæmt dönskum lögum er tíu ár. Það var þó tekist á um hvenær fyrningarslit hafi orðið á lánskröfunni. Gísli vill meina að fyrningu skyldi miða við þingfestingu máls, 22. mars 2017, en hin frjálsa sátt var undirrituð 14. mars 2007. Var það mat bankans að miða skyldi fyrningarslit við birtingu stefnunnar sem send var 10. mars 2017. Var það mat héraðsdóms að stefndi gæti ekki gengið að því vísu að skuldin væri fallin niður þar sem stefnandi hafi aldrei gefið til kynna að svo væri. Gísli segir í samtali við Vísi að óvíst sé hvort hægt verði að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms og velti það í raun á því hvort að upphæð greiðslunnar nái ákveðnum mörkum. Sé raunin sú að upphæðin nái því er víst að hann mun áfrýja. Hann segir að bankinn hafi aldrei haft samband um greiðslutilhögun eftir að hin frjálsa sátt var undirrituð og segist því hafa brugðið þegar stefnan barst nú á síðasta ári.
Dómsmál Tengdar fréttir Skiptum lokið í 104 milljóna gjaldþroti rafbílasölu Erfiðleikar fyrirtækisins hófust undir lok árs 2015 þegar tafir urðu í afhendingu fimmtíu bíla af gerðinni Tesla Model X til viðskiptavina. 2. janúar 2018 13:01 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Skiptum lokið í 104 milljóna gjaldþroti rafbílasölu Erfiðleikar fyrirtækisins hófust undir lok árs 2015 þegar tafir urðu í afhendingu fimmtíu bíla af gerðinni Tesla Model X til viðskiptavina. 2. janúar 2018 13:01