Merkel vongóð og ber traust til flokks Schulz Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. janúar 2018 06:00 Merkel og Martin Schulz, leiðtogi SPD, vilja vinna saman. Nordicphotos/AFP Þörf er á stöðugri ríkisstjórn í Þýskalandi. Þetta sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands og formaður Kristilegra demókrata (CDU), í gær og sagðist jafnframt treysta á að flokksmenn Jafnaðarmannaflokksins (SPD) ákveði á þingi sínu á sunnudag að samþykkja að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við CDU. Merkel lét þessi orð falla á blaðamannafundi í höfuðborginni Berlín en bætti því við að hún treysti Jafnaðarmönnum sjálfum til að taka ábyrga ákvörðun. „Ég mun ekki hafa nein bein afskipti af þessu ferli.“ Ef flokkarnir tveir ná saman um myndun ríkisstjórnar þýðir það lok lengstu stjórnarkreppu Þjóðverja frá því fyrir seinni heimsstyrjöld. Gengið var til kosninga undir lok septembermánaðar og guldu bæði CDU og SPD afhroð. SPD ætlaði að vera utan ríkisstjórnar á kjörtímabilinu vegna afhroðsins. Þau áform virðast hafa fokið út um gluggann þegar upp úr stjórnarmyndunarviðræðum CDU, Græningja og Frjálslyndra demókrata slitnaði. Þá var ekkert annað í stöðunni en að stórbandalagið héldi áfram eða að öfgaþjóðernishyggjuflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) yrði dreginn að borðinu. Nú þegar hafa flokkarnir tveir samþykkt áætlun um stjórnarmyndunarviðræður en samkvæmt Reuters hafa ýmsir flokksmenn SPD gagnrýnt þá áætlun harðlega og segja hana ekki samræmast stefnu flokksins nægilega vel. Flokknum væri því betur borgið í stjórnarandstöðu svo að hann missi ekki enn fleiri þingmenn næst þegar gengið verður til kosninga. Leiðtogar SPD samþykktu á þriðjudag einróma að mæla með því að flokksmenn samþykki að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Aðalritarinn Lars Klingbeil sagði við Die Zeit að hann hefði fullan skilning á málstað þeirra sem efuðust um ágæti þess að framlengja líf Stórbandalagsins. „Áður en flokksmenn greiða atkvæði á þinginu ættu þeir að hafa í huga að það er einungis tvennt í stöðunni. Stjórnarmyndunarviðræður eða aðrar kosningar,“ sagði Klingbeil. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fleiri fréttir Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Sjá meira
Þörf er á stöðugri ríkisstjórn í Þýskalandi. Þetta sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands og formaður Kristilegra demókrata (CDU), í gær og sagðist jafnframt treysta á að flokksmenn Jafnaðarmannaflokksins (SPD) ákveði á þingi sínu á sunnudag að samþykkja að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við CDU. Merkel lét þessi orð falla á blaðamannafundi í höfuðborginni Berlín en bætti því við að hún treysti Jafnaðarmönnum sjálfum til að taka ábyrga ákvörðun. „Ég mun ekki hafa nein bein afskipti af þessu ferli.“ Ef flokkarnir tveir ná saman um myndun ríkisstjórnar þýðir það lok lengstu stjórnarkreppu Þjóðverja frá því fyrir seinni heimsstyrjöld. Gengið var til kosninga undir lok septembermánaðar og guldu bæði CDU og SPD afhroð. SPD ætlaði að vera utan ríkisstjórnar á kjörtímabilinu vegna afhroðsins. Þau áform virðast hafa fokið út um gluggann þegar upp úr stjórnarmyndunarviðræðum CDU, Græningja og Frjálslyndra demókrata slitnaði. Þá var ekkert annað í stöðunni en að stórbandalagið héldi áfram eða að öfgaþjóðernishyggjuflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) yrði dreginn að borðinu. Nú þegar hafa flokkarnir tveir samþykkt áætlun um stjórnarmyndunarviðræður en samkvæmt Reuters hafa ýmsir flokksmenn SPD gagnrýnt þá áætlun harðlega og segja hana ekki samræmast stefnu flokksins nægilega vel. Flokknum væri því betur borgið í stjórnarandstöðu svo að hann missi ekki enn fleiri þingmenn næst þegar gengið verður til kosninga. Leiðtogar SPD samþykktu á þriðjudag einróma að mæla með því að flokksmenn samþykki að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Aðalritarinn Lars Klingbeil sagði við Die Zeit að hann hefði fullan skilning á málstað þeirra sem efuðust um ágæti þess að framlengja líf Stórbandalagsins. „Áður en flokksmenn greiða atkvæði á þinginu ættu þeir að hafa í huga að það er einungis tvennt í stöðunni. Stjórnarmyndunarviðræður eða aðrar kosningar,“ sagði Klingbeil.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fleiri fréttir Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Sjá meira