Minni hagvöxtur framundan en ekki tími skattalækkana? Konráð S. Guðjónsson skrifar 17. janúar 2018 12:46 Um nokkurt skeið hefur mikið farið fyrir umræðu um að Ísland sé á toppi hagsveiflunnar. Með öðrum orðum er rætt um að vöxtur tekna, landsframleiðslu og atvinnustigs sé í hámarki. Þó er ljóst að hagkerfið getur ekki verið á toppnum að eilífu. Það er óraunhæft að búast við 7,4% hagvexti á ári hverju ári, líkt og mældist árið 2016. Af þeim sökum hefur margoft verið bent á, sérstaklega síðustu misseri, að nauðsynlegt sé að ríkið sýni aðhald í rekstri við slíkt ástand og hefur Viðskiptaráð tekið undir það. Á Skattadegi Deloitte, Viðskiptaráðs og SA þann 16. janúar sl. sagði fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson, að á tíma hraðrar efnahagsuppsveiflu væru almennar skattalækkanir ekki brýnasta verkefni stjórnvalda. Áætlanir um skattalækkanir lægju því ekki í kortunum. Vill ráðherra meina að við séum enn í hraðri efnahagsuppsveiflu? Er hagvöxtur það mikill? Hvernig eru horfurnar? Þrátt fyrir góða stöðu benda flestar spár og nýjustu tölur til þess að farið sé að hægja verulega á þeim mikla efnahagsuppgangi sem við höfum búið við síðustu ár. Sem dæmi þá gerir Seðlabankinn ráð fyrir að hagvöxtur hafi verið 3,7% í fyrra, eða um helmingi minni en árið 2016, og að það hægi á honum á næstu árum. Aðrar spár eru af svipuðum meiði. Það eru ekki einungis spár sem benda til að við séum komin yfir topp hagsveiflunnar heldur benda ýmsir hagvísar einnig til að svo sé. Störfum hefur fjölgað hægt sl. mánuði eða um 0,5% milli ára frá júlí til nóvember en árið 2016 fjölgaði þeim um 5% á sama tíma. Tugprósenta vöxt ferðaþjónustunnar, sem borið hefur uppi núverandi uppsveiflu, má telja liðinn, a.m.k. í bili. Eitt skýrasta merki þess er að erlend kortavelta hér á landi dróst saman um 5% milli ára síðustu tvo mánuði ársins 2017. Þetta er í fyrsta skiptið í sjö ár sem þar mælist samdráttur og í fyrsta skiptið í fimm ár sem ekki mælist tugprósenta vöxtur. Í ljósi þessara sterku vísbendinga um að við séum komin yfir topp hagsveiflunnar myndast svigrúm til að setja skattalækkanir framar í forgangsröðina en stjórnvöld virðast horfa til. Skynsamlegt er að huga að því sem framundan er – að öllum líkindum tímabil minni hagvaxtar og gætu skattalækkanir auðveldað aðlögun að nýju og um margt eðlilegra ástandi. Ef ekki er tími til að huga að skattalækkunum þegar horfur eru á rólegri tímum í hagkerfinu er erfitt að sjá hvenær réttur tími er fyrir lækkanir á einstaka sköttum. Hafa skal í huga að fátt bendir til verulegrar efnahagsniðursveiflu og einkaneysla vex enn hratt, en jafnvel við þær aðstæður er hægt að lækka skatta ef aðhald í útgjöldum fylgir að. Byrjum á hinum augljósu skrefum og göngum í lækkun tryggingargjaldsins ásamt því að endurskoða stofn fjármagnstekjuskatts, sem Viðskiptaráð hefur margbent á, að er íþyngjandi hér á landi í alþjóðlegum samanburði, ef tekið er mið af raunávöxtun.Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Konráð S. Guðjónsson Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Um nokkurt skeið hefur mikið farið fyrir umræðu um að Ísland sé á toppi hagsveiflunnar. Með öðrum orðum er rætt um að vöxtur tekna, landsframleiðslu og atvinnustigs sé í hámarki. Þó er ljóst að hagkerfið getur ekki verið á toppnum að eilífu. Það er óraunhæft að búast við 7,4% hagvexti á ári hverju ári, líkt og mældist árið 2016. Af þeim sökum hefur margoft verið bent á, sérstaklega síðustu misseri, að nauðsynlegt sé að ríkið sýni aðhald í rekstri við slíkt ástand og hefur Viðskiptaráð tekið undir það. Á Skattadegi Deloitte, Viðskiptaráðs og SA þann 16. janúar sl. sagði fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson, að á tíma hraðrar efnahagsuppsveiflu væru almennar skattalækkanir ekki brýnasta verkefni stjórnvalda. Áætlanir um skattalækkanir lægju því ekki í kortunum. Vill ráðherra meina að við séum enn í hraðri efnahagsuppsveiflu? Er hagvöxtur það mikill? Hvernig eru horfurnar? Þrátt fyrir góða stöðu benda flestar spár og nýjustu tölur til þess að farið sé að hægja verulega á þeim mikla efnahagsuppgangi sem við höfum búið við síðustu ár. Sem dæmi þá gerir Seðlabankinn ráð fyrir að hagvöxtur hafi verið 3,7% í fyrra, eða um helmingi minni en árið 2016, og að það hægi á honum á næstu árum. Aðrar spár eru af svipuðum meiði. Það eru ekki einungis spár sem benda til að við séum komin yfir topp hagsveiflunnar heldur benda ýmsir hagvísar einnig til að svo sé. Störfum hefur fjölgað hægt sl. mánuði eða um 0,5% milli ára frá júlí til nóvember en árið 2016 fjölgaði þeim um 5% á sama tíma. Tugprósenta vöxt ferðaþjónustunnar, sem borið hefur uppi núverandi uppsveiflu, má telja liðinn, a.m.k. í bili. Eitt skýrasta merki þess er að erlend kortavelta hér á landi dróst saman um 5% milli ára síðustu tvo mánuði ársins 2017. Þetta er í fyrsta skiptið í sjö ár sem þar mælist samdráttur og í fyrsta skiptið í fimm ár sem ekki mælist tugprósenta vöxtur. Í ljósi þessara sterku vísbendinga um að við séum komin yfir topp hagsveiflunnar myndast svigrúm til að setja skattalækkanir framar í forgangsröðina en stjórnvöld virðast horfa til. Skynsamlegt er að huga að því sem framundan er – að öllum líkindum tímabil minni hagvaxtar og gætu skattalækkanir auðveldað aðlögun að nýju og um margt eðlilegra ástandi. Ef ekki er tími til að huga að skattalækkunum þegar horfur eru á rólegri tímum í hagkerfinu er erfitt að sjá hvenær réttur tími er fyrir lækkanir á einstaka sköttum. Hafa skal í huga að fátt bendir til verulegrar efnahagsniðursveiflu og einkaneysla vex enn hratt, en jafnvel við þær aðstæður er hægt að lækka skatta ef aðhald í útgjöldum fylgir að. Byrjum á hinum augljósu skrefum og göngum í lækkun tryggingargjaldsins ásamt því að endurskoða stofn fjármagnstekjuskatts, sem Viðskiptaráð hefur margbent á, að er íþyngjandi hér á landi í alþjóðlegum samanburði, ef tekið er mið af raunávöxtun.Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun