Verja Trump því þeir heyrðu hann segja „skítahús“ Kjartan Kjartansson skrifar 16. janúar 2018 12:29 Repúblikönum og demókrötum hefur ekki tekist að koma sér saman um örlög ungra innflytjenda sem hafa notið verndar svonefndrar DACA-áætlunar. Vísir/AFP Tveir þingmenn repúblikana sem hafa neitað því að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi kallað nokkur Afríkulönd „skítaholur“ eru sagðir þræta fyrir það vegna þess að þeim hafi heyrst forsetinn segja „skítahús“. Alríkisstjórn Bandaríkjanna gæti stöðvast eftir að viðræður um innflytjendamál sigldu í strand vegna ummæla Trump. Fjöldi bandarískra stjórnmálamanna og erlendra leiðtoga eru á meðal þeirra sem hafa fordæmt Trump fyrir að hafa kallað Haítí, El Salvador, Hondúras og nokkur Afríkuríki „skítaholur“ á fundi með þingmönnum beggja flokka í Hvíta húsinu á fimmtudag. Tilefni fundarins var samkomulag sem repúblikanar og demókratar hafa reynt að ná um innflytjendamál, þar á meðal framtíð fólks sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanan sem börn og hefur notið verndar frá brottflutningi með svonefndri DACA-áætlun. Trump batt enda á hana í haust.Óttuðust að Trump yrði „gabbaður“Washington Post segir að upphaflega hafi Trump litist vel á málamiðlun sem Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður repúblikana, og Richard Durbin, öldungadeildarþingmaður demókrata, höfðu unnið að. Boðaði hann þá til fundar í Hvíta húsinu á fimmtudag. Harðlínumenn í innflytjendamálunum í Hvíta húsinu hafi hins vegar ekki litist á blikuna, ekki síst Stephen Miller, ráðgjafa forsetans, sem er sagður hafa óttast að Graham og Durbin myndu „gabba“ forsetann til að skrifa undir lög sem myndu skaða hann í augum stuðningsmanna hans.Trump var fyrst opinn fyrir þverpólitísku samkomulagi um innflytjendamál. Harðlínumenn í Hvíta húsinu hafi hins vegar sannfært hann um að samkomulagið væri andstætt pólitískum hagsmunum hans.Vísir/AFPHann og fleiri starfsmenn Hvíta hússins hafi þá boðað þingmenn repúblikana sem aðhyllast harðari innflytjendastefnu á fundinn. Rétt fyrir hann hafi John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, gert Trump grein fyrir því að samkomulagið sem Graham og Durbin ynnu að gengi gegn hagsmunum hans. Þegar að fundinum kom hafi því verið komið annað hljóð í strokkinn hjá Trump. Forsetinn hafi verið ergilegur og fundið samkomulagi tvímenninganna allt til foráttu, meðal annars með þeim munnsöfnuði sem nú er frægur orðinn.Vefengdu ekki ummælin fyrr en eftir að þau vöktu reiði Eftir að Washington Post sagði fyrst frá ummælum Trump um „skítaholur“ var fátt um viðbrögð. Trump er ekki sagður hafa tekið því nærri sér og jafnvel hringt í vini sína til að stæra sig af ummælunum og spyrja þá hvernig þeir héldu að stuðningsmenn sínir tækju þeim. Hvíta húsið þrætti ekki fyrir ummælin í yfirlýsingu vegna ummælanna. Það var ekki fyrr en eftir að ummælin vöktu verulega hörð viðbrögð sem Trump og bandamenn hans tóku til við að vefengja sannleiksgildi fréttanna. Daginn eftir sagðist Trump hafa notað „hart“ orðalag en ekki það sem haft var eftir honum í fjölmiðlum. Tveir þingmenn repúblikana sem voru á fundinum, David Perdue og Tom Cotton, sögðust upphaflega ekki „minnast þess sérstaklega“ að Trump hefði látið þessi tilteknu ummæli falla. Á sunnudaginn gengu þeir hins vegar lengra og fullyrtu að forsetinn hefði alls ekki talað um „skítaholur“. Wahington Post segir nú að ástæðan fyrir því að þingmennirnir neiti að Trump hafi sagt þetta sé sú að þeir hafi talið hann hafa sagt „skítahús“. Á þeim grundvelli hafi þeir getað neitað fréttum um orð forsetans. Báðir neituðu þeir að tjá sig um málið við blaðið í gær.David Perdue (t.v.) og Tom Cotton (t.h.) hafa neitað því að Trump hafi talað um skítaholur. Washington Post segir að það sé vegna þess að þeim hafi heyrst Trump tala um skítahús.Vantraust eftir skítaholufundinnTrump hélt áfram að þræta fyrir að hafa látið ummælin falla á Twitter í dag. Þar sakaði hann Durbin, sem hefur fullyrt að Trump hafi talað um „skítaholur“, um að hafa farið með „algerar rangfærslur“ um það sem var sagt á fundinum. „Það er ekki hægt að gera samninga þegar það er ekkert traust!“ tísti Trump. Viðræður flokkana um innflytjendamál hafa verið tengdar við samningaumleitanir um að hækka lögbundið skuldaþak ríkissjóðs en frestur til þess rennur út á föstudag. Náist það ekki gæti alríkisstjórnin þurft að stöðva starfsemi sína líkt og gerðist í tvær vikur í október árið 2013. Aukinn meirihluta þarf í öldungadeildinni til þess að samþykkja að hækka skuldaþakið. Repúblikanar þurfa því stuðnings að minnsta kosti níu demókrata. Demókratar hafna því hins vegar alfarið að vinna með repúblikönum nema að tryggt verði að skjölstæðingar DACA-áætlunarinnar njóti áfram verndar. Algert vantraust er sagt ríkja á milli fulltrúa flokkanna eftir fundinn í Hvíta húsinu á fimmtudag. Þá er heldur ekki gefið að leiðtogum repúblikana takist að smala saman nægilegum fjölda atkvæða eigin þingmanna til þess að samþykkja hærra skuldaþak. Donald Trump Tengdar fréttir Trump virðist þræta fyrir að hafa talað um „skítaholur“ Í röð tísta fullyrði Bandaríkjaforseti að hann hafi aldrei sagt neitt niðrandi um íbúa Haítí. 12. janúar 2018 14:19 Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24 Nánast orðlausir vegna ummæla Trump um „skítaholur“ Ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjana, í umræðum um réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og ríkjum Afríku hafa vakið mikla athygli. 12. janúar 2018 11:15 Ummælum Trump hefur verið mótmælt víða Ummælum Bandaríkjaforseta um innflytjendur frá skítalöndum hefur verið mótmælt víða og hafa sendiráð Bandaríkjanna í nokkrum Afríkuríkum verið krafin formlegs rökstuðnings. 14. janúar 2018 20:40 Krefjast skýringa á ummælum Trump um „skítaholur“ Ummæli Bandaríkjaforseta um að Mið-Ameríku- og Afríkuríki séu skítaholur hafa verið harðlega gagnrýnd víða um heim. 12. janúar 2018 10:47 Trump enginn rasisti að eigin sögn Bandaríkjaforsetinn Donald Trump fullyrti á blaðamannafundi í gærkvöldi að hann væri ekki kynþáttahatari. 15. janúar 2018 06:48 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Tveir þingmenn repúblikana sem hafa neitað því að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi kallað nokkur Afríkulönd „skítaholur“ eru sagðir þræta fyrir það vegna þess að þeim hafi heyrst forsetinn segja „skítahús“. Alríkisstjórn Bandaríkjanna gæti stöðvast eftir að viðræður um innflytjendamál sigldu í strand vegna ummæla Trump. Fjöldi bandarískra stjórnmálamanna og erlendra leiðtoga eru á meðal þeirra sem hafa fordæmt Trump fyrir að hafa kallað Haítí, El Salvador, Hondúras og nokkur Afríkuríki „skítaholur“ á fundi með þingmönnum beggja flokka í Hvíta húsinu á fimmtudag. Tilefni fundarins var samkomulag sem repúblikanar og demókratar hafa reynt að ná um innflytjendamál, þar á meðal framtíð fólks sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanan sem börn og hefur notið verndar frá brottflutningi með svonefndri DACA-áætlun. Trump batt enda á hana í haust.Óttuðust að Trump yrði „gabbaður“Washington Post segir að upphaflega hafi Trump litist vel á málamiðlun sem Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður repúblikana, og Richard Durbin, öldungadeildarþingmaður demókrata, höfðu unnið að. Boðaði hann þá til fundar í Hvíta húsinu á fimmtudag. Harðlínumenn í innflytjendamálunum í Hvíta húsinu hafi hins vegar ekki litist á blikuna, ekki síst Stephen Miller, ráðgjafa forsetans, sem er sagður hafa óttast að Graham og Durbin myndu „gabba“ forsetann til að skrifa undir lög sem myndu skaða hann í augum stuðningsmanna hans.Trump var fyrst opinn fyrir þverpólitísku samkomulagi um innflytjendamál. Harðlínumenn í Hvíta húsinu hafi hins vegar sannfært hann um að samkomulagið væri andstætt pólitískum hagsmunum hans.Vísir/AFPHann og fleiri starfsmenn Hvíta hússins hafi þá boðað þingmenn repúblikana sem aðhyllast harðari innflytjendastefnu á fundinn. Rétt fyrir hann hafi John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, gert Trump grein fyrir því að samkomulagið sem Graham og Durbin ynnu að gengi gegn hagsmunum hans. Þegar að fundinum kom hafi því verið komið annað hljóð í strokkinn hjá Trump. Forsetinn hafi verið ergilegur og fundið samkomulagi tvímenninganna allt til foráttu, meðal annars með þeim munnsöfnuði sem nú er frægur orðinn.Vefengdu ekki ummælin fyrr en eftir að þau vöktu reiði Eftir að Washington Post sagði fyrst frá ummælum Trump um „skítaholur“ var fátt um viðbrögð. Trump er ekki sagður hafa tekið því nærri sér og jafnvel hringt í vini sína til að stæra sig af ummælunum og spyrja þá hvernig þeir héldu að stuðningsmenn sínir tækju þeim. Hvíta húsið þrætti ekki fyrir ummælin í yfirlýsingu vegna ummælanna. Það var ekki fyrr en eftir að ummælin vöktu verulega hörð viðbrögð sem Trump og bandamenn hans tóku til við að vefengja sannleiksgildi fréttanna. Daginn eftir sagðist Trump hafa notað „hart“ orðalag en ekki það sem haft var eftir honum í fjölmiðlum. Tveir þingmenn repúblikana sem voru á fundinum, David Perdue og Tom Cotton, sögðust upphaflega ekki „minnast þess sérstaklega“ að Trump hefði látið þessi tilteknu ummæli falla. Á sunnudaginn gengu þeir hins vegar lengra og fullyrtu að forsetinn hefði alls ekki talað um „skítaholur“. Wahington Post segir nú að ástæðan fyrir því að þingmennirnir neiti að Trump hafi sagt þetta sé sú að þeir hafi talið hann hafa sagt „skítahús“. Á þeim grundvelli hafi þeir getað neitað fréttum um orð forsetans. Báðir neituðu þeir að tjá sig um málið við blaðið í gær.David Perdue (t.v.) og Tom Cotton (t.h.) hafa neitað því að Trump hafi talað um skítaholur. Washington Post segir að það sé vegna þess að þeim hafi heyrst Trump tala um skítahús.Vantraust eftir skítaholufundinnTrump hélt áfram að þræta fyrir að hafa látið ummælin falla á Twitter í dag. Þar sakaði hann Durbin, sem hefur fullyrt að Trump hafi talað um „skítaholur“, um að hafa farið með „algerar rangfærslur“ um það sem var sagt á fundinum. „Það er ekki hægt að gera samninga þegar það er ekkert traust!“ tísti Trump. Viðræður flokkana um innflytjendamál hafa verið tengdar við samningaumleitanir um að hækka lögbundið skuldaþak ríkissjóðs en frestur til þess rennur út á föstudag. Náist það ekki gæti alríkisstjórnin þurft að stöðva starfsemi sína líkt og gerðist í tvær vikur í október árið 2013. Aukinn meirihluta þarf í öldungadeildinni til þess að samþykkja að hækka skuldaþakið. Repúblikanar þurfa því stuðnings að minnsta kosti níu demókrata. Demókratar hafna því hins vegar alfarið að vinna með repúblikönum nema að tryggt verði að skjölstæðingar DACA-áætlunarinnar njóti áfram verndar. Algert vantraust er sagt ríkja á milli fulltrúa flokkanna eftir fundinn í Hvíta húsinu á fimmtudag. Þá er heldur ekki gefið að leiðtogum repúblikana takist að smala saman nægilegum fjölda atkvæða eigin þingmanna til þess að samþykkja hærra skuldaþak.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump virðist þræta fyrir að hafa talað um „skítaholur“ Í röð tísta fullyrði Bandaríkjaforseti að hann hafi aldrei sagt neitt niðrandi um íbúa Haítí. 12. janúar 2018 14:19 Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24 Nánast orðlausir vegna ummæla Trump um „skítaholur“ Ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjana, í umræðum um réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og ríkjum Afríku hafa vakið mikla athygli. 12. janúar 2018 11:15 Ummælum Trump hefur verið mótmælt víða Ummælum Bandaríkjaforseta um innflytjendur frá skítalöndum hefur verið mótmælt víða og hafa sendiráð Bandaríkjanna í nokkrum Afríkuríkum verið krafin formlegs rökstuðnings. 14. janúar 2018 20:40 Krefjast skýringa á ummælum Trump um „skítaholur“ Ummæli Bandaríkjaforseta um að Mið-Ameríku- og Afríkuríki séu skítaholur hafa verið harðlega gagnrýnd víða um heim. 12. janúar 2018 10:47 Trump enginn rasisti að eigin sögn Bandaríkjaforsetinn Donald Trump fullyrti á blaðamannafundi í gærkvöldi að hann væri ekki kynþáttahatari. 15. janúar 2018 06:48 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Trump virðist þræta fyrir að hafa talað um „skítaholur“ Í röð tísta fullyrði Bandaríkjaforseti að hann hafi aldrei sagt neitt niðrandi um íbúa Haítí. 12. janúar 2018 14:19
Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24
Nánast orðlausir vegna ummæla Trump um „skítaholur“ Ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjana, í umræðum um réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og ríkjum Afríku hafa vakið mikla athygli. 12. janúar 2018 11:15
Ummælum Trump hefur verið mótmælt víða Ummælum Bandaríkjaforseta um innflytjendur frá skítalöndum hefur verið mótmælt víða og hafa sendiráð Bandaríkjanna í nokkrum Afríkuríkum verið krafin formlegs rökstuðnings. 14. janúar 2018 20:40
Krefjast skýringa á ummælum Trump um „skítaholur“ Ummæli Bandaríkjaforseta um að Mið-Ameríku- og Afríkuríki séu skítaholur hafa verið harðlega gagnrýnd víða um heim. 12. janúar 2018 10:47
Trump enginn rasisti að eigin sögn Bandaríkjaforsetinn Donald Trump fullyrti á blaðamannafundi í gærkvöldi að hann væri ekki kynþáttahatari. 15. janúar 2018 06:48