Heildaruppgjör Hafþór Sævarsson skrifar 16. janúar 2018 07:00 Sýndarréttarhöld Guðmundar- og Geirfinnsmála munu ekki ryðja veginn fyrir það heildaruppgjör sem þarf að fara fram. Feluleikir endast ekki til lengdar þegar sagan er öll kirfilega skjalfest, smáatriði staðfest og nöfn undirrituð. Hið mikla skjalafals og leikverk Guðmundar- og Geirfinnsmála er skráð á tiltekna starfsmenn stjórnskipunarinnar. Þá varpa skráðar dagsetningar ljósi á tímalínu sem upplýsir söguna í heild. Nú þegar endurupptaka að hluta á þessum málum mjakast til Hæstaréttar, stendur valið milli uppgjörs og feluleiks. Ákæruvaldið ætti með réttu að fara fram af krafti, af öllu því afli sem það getur fram borið og benda á allt sem talið er að gæti hjálpað til staðfestingar dómnum. Dómsmorðinu gamla. Það mun hins vegar ákæruvaldið aldrei þora. Því það myndi opinbera hversu vitfirrtur sá málstaður er, að fara fram á sekt, og hefur alltaf verið. Málstaður sá, að fara fram á sekt í þessu máli, er svo veikburða að það má færa skynsamleg rök fyrir því að sjálfu réttaröryggi landsins stafi beinlínis hætta af því að gera þeim málstað opinber skil. Ákæruvaldið mun því aldrei þora, því það sýnir opinbera starfsmenn misnota mannshvörf. Saklaus ungmenni voru valin af mönnum sem vissu allt um sakleysi þeirra. Pyntuð yfir margra mánaða tímabil í gæsluvarðhaldi, leidd í margar gildrur og súrrealískar skýrslutökur. Látin segja eitt og svo annað, ýmist dópuð, hrædd eða lamin. En það var ekki einu sinni nóg til að dæma þau sek! Nei, það þurfti að framleiða skáldaðar forsendur í dómnum sjálfum til að sakfella! Ákæruvaldið mun því aldrei þora, vegna þess að þá kæmi í ljós leikritið í allri sinni dýrð. Hverjir stóðu að handritsgerð þessara mála, hverjir hjálpuðu til við sviðsetningu. Hvaða leikmenn voru fengnir til verksins og hvaða hundar valdir. Hverjir framleiðendur voru og í hvaða tilgangi leikurinn var gerður: Árásin á Ólaf Jóhannesson, fyrrum forsætisráðherra Íslands. Ólafur stóð hana af sér, reið með björgum fram og samdi um Karl Schütz. Þjóðverji sá er háttsettasti ræstitæknir sem forseti íslenska lýðveldisins hefur nokkru sinni hengt á stórriddarakross. Í staðinn mun ákæruvaldið fara fram á sýknu, því þá þarf ekki að skoða eitt eða neitt! Ekkert afl og engin mótstaða, gott og vel. Sýndarréttarhöld Guðmundar- og Geirfinnsmála munu ekki hindra þá opinberun sem heildaruppgjörið krefst. Þá skiptir engu hvort alvöruréttarhöld ryðja veginn fyrir fram, eður ei. Faðir minn barðist fyrir því að vera hreinsaður af þessum málum. Hann fékk aldrei að lifa þann dag. Í dag berjumst við fyrir heildaruppgjöri. Sögunni af því hvernig tilteknir starfsmenn stjórnskipunarinnar unnu gegn stjórnskipuninni sjálfri. Sögunni af því hvernig stjórnmálaöfl sameinuðust í misnotkun á mannshvörfum. Sögunni af réttar- og dómsmorði: Sannleikann sem þarf að gera upp. Höfundur er sonur Sævars Ciesielski. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Hafþór Sævarsson Ciesielski Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Sýndarréttarhöld Guðmundar- og Geirfinnsmála munu ekki ryðja veginn fyrir það heildaruppgjör sem þarf að fara fram. Feluleikir endast ekki til lengdar þegar sagan er öll kirfilega skjalfest, smáatriði staðfest og nöfn undirrituð. Hið mikla skjalafals og leikverk Guðmundar- og Geirfinnsmála er skráð á tiltekna starfsmenn stjórnskipunarinnar. Þá varpa skráðar dagsetningar ljósi á tímalínu sem upplýsir söguna í heild. Nú þegar endurupptaka að hluta á þessum málum mjakast til Hæstaréttar, stendur valið milli uppgjörs og feluleiks. Ákæruvaldið ætti með réttu að fara fram af krafti, af öllu því afli sem það getur fram borið og benda á allt sem talið er að gæti hjálpað til staðfestingar dómnum. Dómsmorðinu gamla. Það mun hins vegar ákæruvaldið aldrei þora. Því það myndi opinbera hversu vitfirrtur sá málstaður er, að fara fram á sekt, og hefur alltaf verið. Málstaður sá, að fara fram á sekt í þessu máli, er svo veikburða að það má færa skynsamleg rök fyrir því að sjálfu réttaröryggi landsins stafi beinlínis hætta af því að gera þeim málstað opinber skil. Ákæruvaldið mun því aldrei þora, því það sýnir opinbera starfsmenn misnota mannshvörf. Saklaus ungmenni voru valin af mönnum sem vissu allt um sakleysi þeirra. Pyntuð yfir margra mánaða tímabil í gæsluvarðhaldi, leidd í margar gildrur og súrrealískar skýrslutökur. Látin segja eitt og svo annað, ýmist dópuð, hrædd eða lamin. En það var ekki einu sinni nóg til að dæma þau sek! Nei, það þurfti að framleiða skáldaðar forsendur í dómnum sjálfum til að sakfella! Ákæruvaldið mun því aldrei þora, vegna þess að þá kæmi í ljós leikritið í allri sinni dýrð. Hverjir stóðu að handritsgerð þessara mála, hverjir hjálpuðu til við sviðsetningu. Hvaða leikmenn voru fengnir til verksins og hvaða hundar valdir. Hverjir framleiðendur voru og í hvaða tilgangi leikurinn var gerður: Árásin á Ólaf Jóhannesson, fyrrum forsætisráðherra Íslands. Ólafur stóð hana af sér, reið með björgum fram og samdi um Karl Schütz. Þjóðverji sá er háttsettasti ræstitæknir sem forseti íslenska lýðveldisins hefur nokkru sinni hengt á stórriddarakross. Í staðinn mun ákæruvaldið fara fram á sýknu, því þá þarf ekki að skoða eitt eða neitt! Ekkert afl og engin mótstaða, gott og vel. Sýndarréttarhöld Guðmundar- og Geirfinnsmála munu ekki hindra þá opinberun sem heildaruppgjörið krefst. Þá skiptir engu hvort alvöruréttarhöld ryðja veginn fyrir fram, eður ei. Faðir minn barðist fyrir því að vera hreinsaður af þessum málum. Hann fékk aldrei að lifa þann dag. Í dag berjumst við fyrir heildaruppgjöri. Sögunni af því hvernig tilteknir starfsmenn stjórnskipunarinnar unnu gegn stjórnskipuninni sjálfri. Sögunni af því hvernig stjórnmálaöfl sameinuðust í misnotkun á mannshvörfum. Sögunni af réttar- og dómsmorði: Sannleikann sem þarf að gera upp. Höfundur er sonur Sævars Ciesielski.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun