Líkir árásum Trump á fjölmiðla við Stalín Kjartan Kjartansson skrifar 15. janúar 2018 13:45 Líkt og Jósef Stalín um pólitíska andstæðinga hefur Trump talað um fjölmiðla sem óvini þjóðarinnar. Vísir Yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að fjölmiðlar séu „óvinir þjóðarinnar“ eru í anda Jósefs Stalíns og eiga ekki heima í pólitískri orðræðu, að mati öldungardeildarþingmanns Repúblikanaflokksins. Hann hyggst fordæma árásir Trump á fjölmiðla í ræðu í þinginu í vikinni. Jeff Flake, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Arizona, fullyrðir að Trump hafi fengið orðalagið um „óvini þjóðarinnar“ frá Stalín. Í viðtali við MSNBC sagði Flake að Nikita Krútsjev, sem tók við af Stalín sem leiðtogi Sovétríkjanna sálugu, hafi bannað notkun þess því að það væri of gildishlaðið og kastaði rýrð á heila stétt fólks. „Ég held að við ættum ekki að nota orðalag sem sovéskur einræðisherra hefur hafnað sem of gildishlöðnu,“ sagði Flake en hann ætlar að gagnrýna Trump í ræðu í öldungadeildinni á miðvikudag, að því er segir í frétt Politico.Ættu að tortryggja Trump frekar en fjölmiðlaFlake hefur verið gagnrýninn á Trump, ekki síst eftir að hann ákvað að gefa ekki aftur kost á sér til endurkjörs. Hann segir ekki eðlilegt að stjórnmálamenn fylki sér að baki hefðbundnum flokkslínum eins og nú sé að gerast. „Fólk verður að standa upp og segja að þetta sé ekki rétt. Þetta er ekki eðlilegt,“ segir Flake sem telur hegðun Trump ekki í lagi. Samkvæmt drögum að ræðunni sem hann hyggst flytja á miðvikudag ætlar Flake að vara við því að sannleikurinn hafi legið undir árás á liðnu ári sem aldrei fyrr í sögu Bandaríkjanna. Hvíta húsið standi í daglegum árásum á frjálsa fjölmiðla. „[...] þegar valdamaður kallar ósjálfrátt alla umfjöllun sem hentar honum ekki „falsfréttir“ þá ætti að sú manneskja að vera tortryggð, ekki fjölmiðlar,“ ætlar Flake að segja. Donald Trump Tengdar fréttir Hættir þar sem hann vill ekki vera samsekur Trump Öldungardeildarþingmaður Repúblikana, Jeff Flake, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri sökum Trump. 24. október 2017 23:50 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Sjá meira
Yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að fjölmiðlar séu „óvinir þjóðarinnar“ eru í anda Jósefs Stalíns og eiga ekki heima í pólitískri orðræðu, að mati öldungardeildarþingmanns Repúblikanaflokksins. Hann hyggst fordæma árásir Trump á fjölmiðla í ræðu í þinginu í vikinni. Jeff Flake, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Arizona, fullyrðir að Trump hafi fengið orðalagið um „óvini þjóðarinnar“ frá Stalín. Í viðtali við MSNBC sagði Flake að Nikita Krútsjev, sem tók við af Stalín sem leiðtogi Sovétríkjanna sálugu, hafi bannað notkun þess því að það væri of gildishlaðið og kastaði rýrð á heila stétt fólks. „Ég held að við ættum ekki að nota orðalag sem sovéskur einræðisherra hefur hafnað sem of gildishlöðnu,“ sagði Flake en hann ætlar að gagnrýna Trump í ræðu í öldungadeildinni á miðvikudag, að því er segir í frétt Politico.Ættu að tortryggja Trump frekar en fjölmiðlaFlake hefur verið gagnrýninn á Trump, ekki síst eftir að hann ákvað að gefa ekki aftur kost á sér til endurkjörs. Hann segir ekki eðlilegt að stjórnmálamenn fylki sér að baki hefðbundnum flokkslínum eins og nú sé að gerast. „Fólk verður að standa upp og segja að þetta sé ekki rétt. Þetta er ekki eðlilegt,“ segir Flake sem telur hegðun Trump ekki í lagi. Samkvæmt drögum að ræðunni sem hann hyggst flytja á miðvikudag ætlar Flake að vara við því að sannleikurinn hafi legið undir árás á liðnu ári sem aldrei fyrr í sögu Bandaríkjanna. Hvíta húsið standi í daglegum árásum á frjálsa fjölmiðla. „[...] þegar valdamaður kallar ósjálfrátt alla umfjöllun sem hentar honum ekki „falsfréttir“ þá ætti að sú manneskja að vera tortryggð, ekki fjölmiðlar,“ ætlar Flake að segja.
Donald Trump Tengdar fréttir Hættir þar sem hann vill ekki vera samsekur Trump Öldungardeildarþingmaður Repúblikana, Jeff Flake, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri sökum Trump. 24. október 2017 23:50 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Sjá meira
Hættir þar sem hann vill ekki vera samsekur Trump Öldungardeildarþingmaður Repúblikana, Jeff Flake, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri sökum Trump. 24. október 2017 23:50