Lögmaður Trump sagður hafa greitt klámmyndaleikkonu fyrir þögn Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2018 21:26 Donald Trump og Stephanie Clifford, einnig þekkt sem Stormy Daniels. Vísir/Getty Lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, greiddi fyrrverandi klámmyndastjörnu 130 þúsund dali, sem samsvarar rúmum þrettán milljónum króna, einum mánuði fyrir forsetakosningarnar 2016. Greiðslan var vegna samkomulags um að hún myndi ekki segja frá því að hafa stundað kynlíf með forsetanum árið 2006. Þetta hefur Wall Street Journal eftir heimildarmönnum sem sagðir eru þekkja málið. Hvíta húsið og lögmaðurinn Michael Cohen þvertaka fyrir að þetta sé satt. WSJ segir leikkonuna sem heitir Stephanie Clifford hafa sagt fólki frá því að hún hafi haft mök við Trump eftir golfmót við Tahoevatn sumarið 2006. Trump og Melania Trump gengu í það heilaga árið 2005. Fregnir af meintu framhjáhaldi Trump voru einnig á kreiki á árum áður og fyrir kosningarnar og þá sérstaklega varðandi það að Cliffords, sem einnig gekk undir nafninu Stormy Daniels, hafi verið í viðræðum við forsvarsmenn sjónvarpsþáttarins Good Morning America á NBC um að segja þeim sögu sína. Cohen sendi WSJ tilkynningu þar sem hann sagði þetta vera í annað sinn sem fjölmiðillinn væri að velta vöngum yfir þessum „fáránlegu“ ásökunum. Allir viðkomandi aðilar hefðu neitað þessu frá árinu 2011. Hann sendi fjölmiðlinum einnig yfirlýsingu sem var titluð „Til þess sem málið varðar“ og bar undirskriftina „Stormy Daniels“ þar sem hún neitaði því að hafa átt í ástarsambandi við Trump og að hún hefði ekki tekið við peningum fyrir þögn sína. Clifford svaraði þó ekki fyrirspurnum blaðamanna Wall Street Journal sjálf. Donald Trump Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, greiddi fyrrverandi klámmyndastjörnu 130 þúsund dali, sem samsvarar rúmum þrettán milljónum króna, einum mánuði fyrir forsetakosningarnar 2016. Greiðslan var vegna samkomulags um að hún myndi ekki segja frá því að hafa stundað kynlíf með forsetanum árið 2006. Þetta hefur Wall Street Journal eftir heimildarmönnum sem sagðir eru þekkja málið. Hvíta húsið og lögmaðurinn Michael Cohen þvertaka fyrir að þetta sé satt. WSJ segir leikkonuna sem heitir Stephanie Clifford hafa sagt fólki frá því að hún hafi haft mök við Trump eftir golfmót við Tahoevatn sumarið 2006. Trump og Melania Trump gengu í það heilaga árið 2005. Fregnir af meintu framhjáhaldi Trump voru einnig á kreiki á árum áður og fyrir kosningarnar og þá sérstaklega varðandi það að Cliffords, sem einnig gekk undir nafninu Stormy Daniels, hafi verið í viðræðum við forsvarsmenn sjónvarpsþáttarins Good Morning America á NBC um að segja þeim sögu sína. Cohen sendi WSJ tilkynningu þar sem hann sagði þetta vera í annað sinn sem fjölmiðillinn væri að velta vöngum yfir þessum „fáránlegu“ ásökunum. Allir viðkomandi aðilar hefðu neitað þessu frá árinu 2011. Hann sendi fjölmiðlinum einnig yfirlýsingu sem var titluð „Til þess sem málið varðar“ og bar undirskriftina „Stormy Daniels“ þar sem hún neitaði því að hafa átt í ástarsambandi við Trump og að hún hefði ekki tekið við peningum fyrir þögn sína. Clifford svaraði þó ekki fyrirspurnum blaðamanna Wall Street Journal sjálf.
Donald Trump Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira