Við eigum bara þessa einu jörð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. janúar 2018 09:30 Ólöf Birna og Rannveig Edda vilja vekja fólk til umhugsunar um loftslags- og umhverfismál og hafa skrifað niður stefnuskrá. Vísir/Anton Brink Rannveig Edda Aspelund og Ólöf Birna Ólafsdóttir eru hugsjónakonur sem vilja vernda umhverfið. Báðar eru á tíunda ári og búa hlið við hlið í Garðabæ. En hvernig birtist mengun jarðarinnar þeim? Rannveig Edda: Þegar við erum á leiðinni heim úr skólanum sjáum við oft rusl og það finnst okkur ömurlegt. Ólöf Birna: Við eigum nefnilega bara þessa einu jörð og ef hún skemmist hvað gerist þá? Hvert förum við? Rannveig Edda: Við viljum minnka plastnotkun. Til dæmis reynum við að nota ekki mikið af plastpokum undir skólanestið. Ólöf Birna: Og ef við notum plastpoka, þá nýtum við þá aftur. Rannveig Edda: Svo viljum við minnka bensín- og dísilnotkun. Ólöf Birna: Það eru svo margir á okkar aldri sem vilja fá far í skólann og láta keyra sig hvert sem er. Rannveig Edda: Við viljum fá fólk til að ganga í skólann, við erum með fætur, hvað eigum að gera við þá? Ólöf Birna: Rafmagnsbílar menga minna en bensín- og dísilbílar. Rannveig Edda: Svo ætti fólk að planta fleiri trjám því bílar dæla frá sér eiturefni en trén taka efnið að sér og búa til úr því súrefni, svo við getum andað. Hvað geta venjulegar fjölskyldur gert dagsdaglega til að minnka mengun? Rannveig Edda: Ekki fá sér meira á diskinn en maður borðar til að sóa ekki mat. Ólöf Birna: Og klára það sem búið er að kaupa í matinn áður en það rennur út á tíma svo það þurfi ekki að henda neinu. Rannveig Edda: Fólk ætti að kaupa minna og nota það sem það á, meðal annars föt. Ólöf Birna: Að ferðast skynsamlega er eitt. Sumt fólk fer svo oft til útlanda og flugvélarnar menga mikið við að flytja það milli landa. Rannveig Edda: Það er sniðugra að velja vel ferðirnar og fara færri og betri ferðir. Til dæmis með alla fjölskylduna. Funduð þið upp á þessum pælingum sjálfar? Ólöf Birna: Já, aðallega. Wall-E myndin hafði líka áhrif á okkur. Rannveig Edda: Við byrjuðum samt að hugsa um þetta áður en við sáum hana. Krakkar Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Sjá meira
Rannveig Edda Aspelund og Ólöf Birna Ólafsdóttir eru hugsjónakonur sem vilja vernda umhverfið. Báðar eru á tíunda ári og búa hlið við hlið í Garðabæ. En hvernig birtist mengun jarðarinnar þeim? Rannveig Edda: Þegar við erum á leiðinni heim úr skólanum sjáum við oft rusl og það finnst okkur ömurlegt. Ólöf Birna: Við eigum nefnilega bara þessa einu jörð og ef hún skemmist hvað gerist þá? Hvert förum við? Rannveig Edda: Við viljum minnka plastnotkun. Til dæmis reynum við að nota ekki mikið af plastpokum undir skólanestið. Ólöf Birna: Og ef við notum plastpoka, þá nýtum við þá aftur. Rannveig Edda: Svo viljum við minnka bensín- og dísilnotkun. Ólöf Birna: Það eru svo margir á okkar aldri sem vilja fá far í skólann og láta keyra sig hvert sem er. Rannveig Edda: Við viljum fá fólk til að ganga í skólann, við erum með fætur, hvað eigum að gera við þá? Ólöf Birna: Rafmagnsbílar menga minna en bensín- og dísilbílar. Rannveig Edda: Svo ætti fólk að planta fleiri trjám því bílar dæla frá sér eiturefni en trén taka efnið að sér og búa til úr því súrefni, svo við getum andað. Hvað geta venjulegar fjölskyldur gert dagsdaglega til að minnka mengun? Rannveig Edda: Ekki fá sér meira á diskinn en maður borðar til að sóa ekki mat. Ólöf Birna: Og klára það sem búið er að kaupa í matinn áður en það rennur út á tíma svo það þurfi ekki að henda neinu. Rannveig Edda: Fólk ætti að kaupa minna og nota það sem það á, meðal annars föt. Ólöf Birna: Að ferðast skynsamlega er eitt. Sumt fólk fer svo oft til útlanda og flugvélarnar menga mikið við að flytja það milli landa. Rannveig Edda: Það er sniðugra að velja vel ferðirnar og fara færri og betri ferðir. Til dæmis með alla fjölskylduna. Funduð þið upp á þessum pælingum sjálfar? Ólöf Birna: Já, aðallega. Wall-E myndin hafði líka áhrif á okkur. Rannveig Edda: Við byrjuðum samt að hugsa um þetta áður en við sáum hana.
Krakkar Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Sjá meira