Frá þessu greinir blaðamaður Bloomberg sem hefur fylgst með gangi mála. Hann segir að ákvörðunin hafi verið tekin í gærkvöldi og að tilkynnt verði um ákvörðunina í dag.
Trump hefur margoft hótað því að segja upp samningnum, en hann hefur frest til dagsins í dag til að taka ákvörðun um hvort að áfram eigi að aflétta viðskiptaþvingunum gegn Íran. Verði ekki framhald á því er framtíð samningsins í hættu.
Samningurinn setur takmarkanir á kjarnorkuáætlun Írans í skiptum fyrir að viðskiptaþvingunum gegn ríkinu sé aflétt.
Samkvæmt bandarískum lögum verður forsetinn að fullvissa þingið á níutíu daga fresti um að Íran standi við ákvæði samningsins til að hann sé áfram í gildi.
Utanríkisráðherrar Írans og annarra ríkja sem aðild eiga að samningnum, að þeim bandaríska frátöldum, funduðu í gær og sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir lýstu yfir ánægju með reynsluna af samningnum.
President Trump has decided to extend sanctions relief to Iran -- our story moving now. Decision made this evening and White House will announce plan mid-morning tomorrow.
— Nicholas Wadhams (@nwadhams) January 12, 2018