Nágrannar á móti nýbyggingu í stað veggjatítluhúss Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. janúar 2018 08:00 Eigendur Austurgötu 36 berjast enn fyrir því að fá að reisa nýtt og stærra hús í stað þess sem ónýtt er. Fréttablaðið/Ernir Þrjár athugasemdir bárust um nýtt deiliskipulag vegna Austurgötu 36 í Hafnarfirði. Húsið var dæmt ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítlu og myglu. Nágrannar óttast skuggavarp og eignatjón. Fimm manna fjölskylda flúði húsið og heldur til í leiguhúsnæði. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um hafa síðustu mánuðir fjölskyldunnar farið í að berjast fyrir því að fá að reisa nýtt og stærra steinhús á lóðinni í stað hins ónýta bárujárnsklædda timburhúss. Í október sagði Anna Gyða Pétursdóttir, eigandi hússins, í Fréttablaðinu að þau litu svo á að kröfur þeirra væru raunhæfar og að um væri að ræða steinhús í gömlum stíl sem passi vel inn í virðulega götumyndina. „Okkur hefur fundist að menn vilji bara annað lítið bárujárnshús þarna, sem væri bara galið.“Sjá einnig: Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það viðhorf kemur einmitt fram í athugasemd Björns Péturssonar, bæjarminjavarðar Hafnarfjarðar, við breytingarnar sem lagðar voru fram á fundi skipulags- og byggingarráðs bæjarins á þriðjudag ásamt athugasemdum tveggja nágranna. Þar leggur Björn til að leitað verði allra leiða til að vernda hið ónýta hús og gera það upp í upprunalegri mynd. Ef svo „ólíklega vill til“ að það sé ekki gerlegt verði gerð krafa um að sams konar bárujárnsklætt timburhús verði byggt svo það raski ekki götumyndinni. Íbúi í næsta húsi við Austurgötu 36 leggst gegn nýbyggingunni þar sem hún muni auka skuggavarp á lóð hans og að hún stríði þannig gegn hagsmunum hans. Nágranni í Mjóasundi 3 bendir á að eign hans sé friðuð og kjallari hlaðinn úr grjóti án styrkingar. Fyrirhuguð stækkun og dýpkun á grunni Austurgötu 36 muni því líklega valda tjóni á hans eign. Þá mælist hann einnig til að beðið verði með frekari ákvarðanir varðandi hið nýja hús þar til málaferli núverandi eigenda Austurgötu 36 við fyrri eigendur eru til lykta leidd. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það var fimm manna fjölskyldu í Hafnarfirði áfall þegar ljóst varð að heimili hennar væri ónýtt eftir veggjatítlur og myglu. Þau vildu rífa húsið og byggja nýtt en þar hófst barátta þeirra fyrir alvöru. 3. október 2017 06:00 Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45 Búið að stofna styrktarreikning fyrir fjölskylduna sem missti húsið vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 7. maí 2017 09:27 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Þrjár athugasemdir bárust um nýtt deiliskipulag vegna Austurgötu 36 í Hafnarfirði. Húsið var dæmt ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítlu og myglu. Nágrannar óttast skuggavarp og eignatjón. Fimm manna fjölskylda flúði húsið og heldur til í leiguhúsnæði. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um hafa síðustu mánuðir fjölskyldunnar farið í að berjast fyrir því að fá að reisa nýtt og stærra steinhús á lóðinni í stað hins ónýta bárujárnsklædda timburhúss. Í október sagði Anna Gyða Pétursdóttir, eigandi hússins, í Fréttablaðinu að þau litu svo á að kröfur þeirra væru raunhæfar og að um væri að ræða steinhús í gömlum stíl sem passi vel inn í virðulega götumyndina. „Okkur hefur fundist að menn vilji bara annað lítið bárujárnshús þarna, sem væri bara galið.“Sjá einnig: Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það viðhorf kemur einmitt fram í athugasemd Björns Péturssonar, bæjarminjavarðar Hafnarfjarðar, við breytingarnar sem lagðar voru fram á fundi skipulags- og byggingarráðs bæjarins á þriðjudag ásamt athugasemdum tveggja nágranna. Þar leggur Björn til að leitað verði allra leiða til að vernda hið ónýta hús og gera það upp í upprunalegri mynd. Ef svo „ólíklega vill til“ að það sé ekki gerlegt verði gerð krafa um að sams konar bárujárnsklætt timburhús verði byggt svo það raski ekki götumyndinni. Íbúi í næsta húsi við Austurgötu 36 leggst gegn nýbyggingunni þar sem hún muni auka skuggavarp á lóð hans og að hún stríði þannig gegn hagsmunum hans. Nágranni í Mjóasundi 3 bendir á að eign hans sé friðuð og kjallari hlaðinn úr grjóti án styrkingar. Fyrirhuguð stækkun og dýpkun á grunni Austurgötu 36 muni því líklega valda tjóni á hans eign. Þá mælist hann einnig til að beðið verði með frekari ákvarðanir varðandi hið nýja hús þar til málaferli núverandi eigenda Austurgötu 36 við fyrri eigendur eru til lykta leidd.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það var fimm manna fjölskyldu í Hafnarfirði áfall þegar ljóst varð að heimili hennar væri ónýtt eftir veggjatítlur og myglu. Þau vildu rífa húsið og byggja nýtt en þar hófst barátta þeirra fyrir alvöru. 3. október 2017 06:00 Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45 Búið að stofna styrktarreikning fyrir fjölskylduna sem missti húsið vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 7. maí 2017 09:27 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það var fimm manna fjölskyldu í Hafnarfirði áfall þegar ljóst varð að heimili hennar væri ónýtt eftir veggjatítlur og myglu. Þau vildu rífa húsið og byggja nýtt en þar hófst barátta þeirra fyrir alvöru. 3. október 2017 06:00
Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45
Búið að stofna styrktarreikning fyrir fjölskylduna sem missti húsið vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 7. maí 2017 09:27