Vara við afskiptum Rússa í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2018 21:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er harðlega gagnrýndur í skýrslunni. Vísir/AFP Demókratar var við umfangsmeiri afskiptum yfirvalda Rússlands af kosningum í Bandaríkjunum og í Evrópu. Þeir segja að þrátt fyrir að nokkrar Evrópuþjóðir hafi gripið til ráðstafana til að vernda heilyndi kosninga hafi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Repúblikanar ekki gripið til aðgerða og hafi enga áætlun um hvernig þeir geti brugðist við. Þetta kemur fram í skýrslu sem birt var af Ben Cardin, æðsta Demókratanum í utanríkismálanefnd öldungadeildar þingsins, og án stuðnings frá formanni nefndarinnar sem er Repúblikani. Þar eru tilraunir Rússa til að hafa áhrif á kosningar annarra ríkja og aðrar aðgerðir tíundaðar. Skýrslan snýr að nítján Evrópuríkjum. Þar er því haldið fram að nauðsynlegt sé að bregðast við aðgerðum Rússa því annars muni þeim vaxa ásmegin. Þá er Donald Trump harðlega gagnrýndur fyrir aðgerðaleysi.Skýrsluna, sem er um tvö hundruð blaðsíður, má lesa hér. Hún var unnin upp úr viðtölum starfsmanna Cardin við sendiherra Evrópuríkja, embættismenn, fjölmiðla og aðra. Í skýrslunni er lagt til að myndaður verði starfshópur úr háttsettum starfsmönnum margra öryggisstofnana Bandaríkjanna. Þeirra verk verði að leggja fram mögulegar stefnubreytingar til þingsins. Þar að auki er lagt til að viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum verði beitt gegn ríkjum sem beiti hefðbundnum og óhefðbundnum aðferðum til að grafa undan stöðugleika annarra ríkja. Sömuleiðis er lagt til að Bandaríkin og bandamenn þeirra beiti sér gegn spillingu Vladimir Putin, forseta Rússlands, og þeim auði sem hann hafi byggt erlendis. Donald Trump hefur persónulega sýnt lítinn áhuga á því að beita aðgerðum gegn Rússlandi. Þegar hann hitti Putin í Asíu í fyrra sagði Trump: „Hann sagði þá ekki hafa skipt sér af. Ég trúi því svo sannarlega þegar hann segir mér það, að hann meini það.“Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar sagði Mike Pompeo, yfirmaður CIA, á dögunum að starfsmenn leyniþjónustunnar væru að vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir að Rússar eða aðrir andstæðingar Bandaríkjanna hafi afskipti af kosningum framtíðarinnar. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Demókratar var við umfangsmeiri afskiptum yfirvalda Rússlands af kosningum í Bandaríkjunum og í Evrópu. Þeir segja að þrátt fyrir að nokkrar Evrópuþjóðir hafi gripið til ráðstafana til að vernda heilyndi kosninga hafi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Repúblikanar ekki gripið til aðgerða og hafi enga áætlun um hvernig þeir geti brugðist við. Þetta kemur fram í skýrslu sem birt var af Ben Cardin, æðsta Demókratanum í utanríkismálanefnd öldungadeildar þingsins, og án stuðnings frá formanni nefndarinnar sem er Repúblikani. Þar eru tilraunir Rússa til að hafa áhrif á kosningar annarra ríkja og aðrar aðgerðir tíundaðar. Skýrslan snýr að nítján Evrópuríkjum. Þar er því haldið fram að nauðsynlegt sé að bregðast við aðgerðum Rússa því annars muni þeim vaxa ásmegin. Þá er Donald Trump harðlega gagnrýndur fyrir aðgerðaleysi.Skýrsluna, sem er um tvö hundruð blaðsíður, má lesa hér. Hún var unnin upp úr viðtölum starfsmanna Cardin við sendiherra Evrópuríkja, embættismenn, fjölmiðla og aðra. Í skýrslunni er lagt til að myndaður verði starfshópur úr háttsettum starfsmönnum margra öryggisstofnana Bandaríkjanna. Þeirra verk verði að leggja fram mögulegar stefnubreytingar til þingsins. Þar að auki er lagt til að viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum verði beitt gegn ríkjum sem beiti hefðbundnum og óhefðbundnum aðferðum til að grafa undan stöðugleika annarra ríkja. Sömuleiðis er lagt til að Bandaríkin og bandamenn þeirra beiti sér gegn spillingu Vladimir Putin, forseta Rússlands, og þeim auði sem hann hafi byggt erlendis. Donald Trump hefur persónulega sýnt lítinn áhuga á því að beita aðgerðum gegn Rússlandi. Þegar hann hitti Putin í Asíu í fyrra sagði Trump: „Hann sagði þá ekki hafa skipt sér af. Ég trúi því svo sannarlega þegar hann segir mér það, að hann meini það.“Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar sagði Mike Pompeo, yfirmaður CIA, á dögunum að starfsmenn leyniþjónustunnar væru að vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir að Rússar eða aðrir andstæðingar Bandaríkjanna hafi afskipti af kosningum framtíðarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira