Almenningur ekki lengi að bregðast við: Vantar fyrst og fremst húsnæði fyrir fjölskylduna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. janúar 2018 19:15 Einn liggur enn á gjörgæslu eftir eldsvoða sem varð snemma í gærmorgun þegar slökkvilið sinnti tveimur stórum brunaútköllum með stuttu millibili. Nágranni fjölskyldu í Mosfellsbæ sem missti allt sitt í öðrum eldsvoðanum hefur hafið söfnun á ýmsum munum fyrir fjölskylduna. Eldur kom annars vegar upp í íbúð í fjölbýlishúsi í Grafarvogi og hins vegar brann heimili fimm manna fjölskyldu í Mosfellsbæ til kaldra kola. Tæknideild lögreglunnar hefur málin til rannsóknar en ekki liggur fyrir að svo stöddu hvað olli eldsupptökum. Í hvorugu tilfellinu leikur þó grunur á um nokkuð saknæmt. Nágranni fjölskyldunnar sem missti allt sitt í eldsvoðanum hafði frumkvæði að því í dag að hefja söfnun á ýmsum nauðsynjum fyrir fjölskylduna sem missti allt sitt í brunanum. Kristín Nanna Vilhelmsdóttir þekkir fjölskylduna ekki persónulega en segir viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Mest liggur á að finna húsnæði fyrir fjölskylduna en auk þess vantar meðal annars skó og föt á bæði börnin og foreldrana eða gjafakort í verslanir til að kaupa í matinn og ýmsar nauðsynjar. „Mér sýnist á öllu að það sé fullt af því að berast og við höfum fengið vilyrði fyrir ansi miklu og mörgu en svona stærri hlutir og innbú er ekki hægt að nýta í bili vegna þess að þau eru ekki komin með fastan samastað ennþá. Það er verið að leita að húsnæði þannig að fyrst og fremst vantar þau húsnæði,“ segir Kristín Nanna í samtali við Stöð 2.Sjálfboðaliðar sinna sálargæslu Þegar um eldsvoða er að ræða mæta sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins jafnan einnig á vettvang auk annarra viðbragðsaðila og veita hinum óslösuðu neyðaraðstoð og sálrænan stuðning. Sálfræðingur hjá Rauða krossinum segir ekki algengt að útköll af þessum toga berist með svo skömmu millibili. „Við gátum annað þessu en það var þannig að hópurinn sem að var í þessu útkalli númer eitt þarna um nóttina, hann tók í rauninni við þessu næsta af því það kom aðeins í kjölfarið. Þannig að við höfðum sama mannskap þar og gátum aðeins bætt við og svo tóku aðrir líka við um morguninn,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur Rauða krossins. Útköll voru um hundrað talsins á síðasta ári hjá þeim hópi sjálfboðaliða Rauða krossins sem annast verkefni sem þessi og segir Elfa Rauða krossinn ávalt bjóða nýja sjálfboðaliða velkomna. Húsnæðismál Tengdar fréttir Gæti reynst erfitt að komast að eldsupptökum í Mosfellsbæ Lítið timburhús á einni hæð við Reykjabraut í Mosfellsbæ brann til kaldra kola í nótt. 9. janúar 2018 10:30 Húsráðandi íbúðarinnar sem kviknaði í enn á gjörgæslu Stór hluti þeirra tólf sem voru fluttir á sjúkrahús vegna tveggja eldsvoða hefur verið útskrifaður. 9. janúar 2018 16:12 Ellefu af tólf útskrifaðir sem fluttir voru á sjúkrahús eftir eldsvoða Einn enn á gjörgæslu. 10. janúar 2018 11:55 Safna fyrir fimm manna fjölskyldu sem missti allt sitt í brunanum í Mosfellsbæ Hús fjölskyldunnar við Reykjabraut brann þá til kaldra kola en nágranni þeirra, Nanna Vilhelmsdóttir, stendur fyrir söfnuninni í samvinnu við Rauða krossinn og biðlar til Mosfellinga um að aðstoða fólkið í íbúahópi á Facebook. 10. janúar 2018 14:57 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Einn liggur enn á gjörgæslu eftir eldsvoða sem varð snemma í gærmorgun þegar slökkvilið sinnti tveimur stórum brunaútköllum með stuttu millibili. Nágranni fjölskyldu í Mosfellsbæ sem missti allt sitt í öðrum eldsvoðanum hefur hafið söfnun á ýmsum munum fyrir fjölskylduna. Eldur kom annars vegar upp í íbúð í fjölbýlishúsi í Grafarvogi og hins vegar brann heimili fimm manna fjölskyldu í Mosfellsbæ til kaldra kola. Tæknideild lögreglunnar hefur málin til rannsóknar en ekki liggur fyrir að svo stöddu hvað olli eldsupptökum. Í hvorugu tilfellinu leikur þó grunur á um nokkuð saknæmt. Nágranni fjölskyldunnar sem missti allt sitt í eldsvoðanum hafði frumkvæði að því í dag að hefja söfnun á ýmsum nauðsynjum fyrir fjölskylduna sem missti allt sitt í brunanum. Kristín Nanna Vilhelmsdóttir þekkir fjölskylduna ekki persónulega en segir viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Mest liggur á að finna húsnæði fyrir fjölskylduna en auk þess vantar meðal annars skó og föt á bæði börnin og foreldrana eða gjafakort í verslanir til að kaupa í matinn og ýmsar nauðsynjar. „Mér sýnist á öllu að það sé fullt af því að berast og við höfum fengið vilyrði fyrir ansi miklu og mörgu en svona stærri hlutir og innbú er ekki hægt að nýta í bili vegna þess að þau eru ekki komin með fastan samastað ennþá. Það er verið að leita að húsnæði þannig að fyrst og fremst vantar þau húsnæði,“ segir Kristín Nanna í samtali við Stöð 2.Sjálfboðaliðar sinna sálargæslu Þegar um eldsvoða er að ræða mæta sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins jafnan einnig á vettvang auk annarra viðbragðsaðila og veita hinum óslösuðu neyðaraðstoð og sálrænan stuðning. Sálfræðingur hjá Rauða krossinum segir ekki algengt að útköll af þessum toga berist með svo skömmu millibili. „Við gátum annað þessu en það var þannig að hópurinn sem að var í þessu útkalli númer eitt þarna um nóttina, hann tók í rauninni við þessu næsta af því það kom aðeins í kjölfarið. Þannig að við höfðum sama mannskap þar og gátum aðeins bætt við og svo tóku aðrir líka við um morguninn,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur Rauða krossins. Útköll voru um hundrað talsins á síðasta ári hjá þeim hópi sjálfboðaliða Rauða krossins sem annast verkefni sem þessi og segir Elfa Rauða krossinn ávalt bjóða nýja sjálfboðaliða velkomna.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Gæti reynst erfitt að komast að eldsupptökum í Mosfellsbæ Lítið timburhús á einni hæð við Reykjabraut í Mosfellsbæ brann til kaldra kola í nótt. 9. janúar 2018 10:30 Húsráðandi íbúðarinnar sem kviknaði í enn á gjörgæslu Stór hluti þeirra tólf sem voru fluttir á sjúkrahús vegna tveggja eldsvoða hefur verið útskrifaður. 9. janúar 2018 16:12 Ellefu af tólf útskrifaðir sem fluttir voru á sjúkrahús eftir eldsvoða Einn enn á gjörgæslu. 10. janúar 2018 11:55 Safna fyrir fimm manna fjölskyldu sem missti allt sitt í brunanum í Mosfellsbæ Hús fjölskyldunnar við Reykjabraut brann þá til kaldra kola en nágranni þeirra, Nanna Vilhelmsdóttir, stendur fyrir söfnuninni í samvinnu við Rauða krossinn og biðlar til Mosfellinga um að aðstoða fólkið í íbúahópi á Facebook. 10. janúar 2018 14:57 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Gæti reynst erfitt að komast að eldsupptökum í Mosfellsbæ Lítið timburhús á einni hæð við Reykjabraut í Mosfellsbæ brann til kaldra kola í nótt. 9. janúar 2018 10:30
Húsráðandi íbúðarinnar sem kviknaði í enn á gjörgæslu Stór hluti þeirra tólf sem voru fluttir á sjúkrahús vegna tveggja eldsvoða hefur verið útskrifaður. 9. janúar 2018 16:12
Ellefu af tólf útskrifaðir sem fluttir voru á sjúkrahús eftir eldsvoða Einn enn á gjörgæslu. 10. janúar 2018 11:55
Safna fyrir fimm manna fjölskyldu sem missti allt sitt í brunanum í Mosfellsbæ Hús fjölskyldunnar við Reykjabraut brann þá til kaldra kola en nágranni þeirra, Nanna Vilhelmsdóttir, stendur fyrir söfnuninni í samvinnu við Rauða krossinn og biðlar til Mosfellinga um að aðstoða fólkið í íbúahópi á Facebook. 10. janúar 2018 14:57