Handbolti

Lykilmenn ÍBV stunda sjómennsku í EM-fríinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Róbert Aron Hostert.
Róbert Aron Hostert. Vísir/Ernir
Olís deild karla í handbolta liggur í dvala þar til í febrúar vegna Evrópumótsins í Króatíu og íslensku liðin spila ekki leik í meira en 40 daga. Leikmenn ÍBV eru þó ekkert að slaka mikið á í frínu.

Fésbókarsíða handboltans hjá ÍBV segir frá því að tveir lykillleikmenn karlaliðsins, markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson og leikstjórnandinn Róbert Aron Hostert, stundi sjómennsku í EM-frínu.

Róbert Aron Hostert hefur skorað 59 mörk í 14 leikjum í Olís deildinni á þessu tímabili og Aron Rafn Eðvarðsson er aðalmarkvörður liðsins ásamt Stephen Nielsen.

Róbert Aron og Aron Rafn fóru í túr með aflaskipinu Vestmannaey Ve 444 og koma ekki aftur í land fyrr en á föstudaginn. Það verður því enginn handbolti hjá þeim félögum næstu daga. 



Af síðu ÍBV handbolti á fésbókinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×