
Trump sagður vilja losna við aðstoðarráðherrann sem skipaði Mueller

Heimildarmenn CNN-fréttastöðvarinnar segja að reiði Trump hafi ítrekað beinst að Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherranum, síðustu vikur. Hann hafi sagt starfsliði sínu að hann vilji losna við Rosenstein.
Það féll í skaut Rosenstein að skipa Mueller vegna þess að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, sagði sig frá Rússarannsókninni vegna hagsmunaárekstra. Sessions vann við forsetaframboð Trump. Mueller var skipaður eftir að Trump rak James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, sem hafði fram að því stýrt rannsókninni.
Trump hef margoft lýst rannsókninni sem „nornaveiðum“ og að alls ekkert samráð hafi átt sér stað. New York Times sagði frá því á fimmtudag að Trump hafi skipað lögmanni Hvíta hússins að láta reka Mueller í júní í fyrra. Forsetinn hafi látið málið niður falla eftir að lögmaðurinn hótaði að segja af sér frekar en að verða við því.
Tengdar fréttir

Lögmaður Hvíta hússins var kominn með nóg af Trump
Þegar Trump bað hann endurtekið um að láta reka sérstaka rannsakandann sagði lögmaður Hvíta hússins við starfsmannastjóra og aðalráðgjafa forsetans að honum væri nóg boðið.

Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar
Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins.

Trump ætlaði að reka Mueller
Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra.

Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann
Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“.

Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan
Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta.