Trump leggur fram tillögu til að höggva á hnútinn í deilu um innflytjendur Kjartan Kjartansson skrifar 25. janúar 2018 23:29 Mótmælandi heldur á mynd sem sýnir Frelsisstyttuna faðma að sér innflytjanda fyrir utan þinghús Bandaríkjanna. Almennur stuðningur er fyrir því að fólk sem var flutt til landsins ólöglega sem börn fái að búa þar áfram. Vísir/AFP Hátt í tvær milljónir ungra innflytjenda sem komu ólöglega til Bandaríkjanna fá möguleika á að öðlast ríkisborgararétt samkvæmt tillögu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lagt fram. Önnur ákvæði tillögunnar eru líkleg til að tryggja að hún muni hvorki hugnast frjálslyndnum demókrötum né harðlínurepúblikönum. Á móti krefst Trump þess að fá 25 milljarða dollara til að fjármagna vegg á landamærum Mexíkó og hert öryggi á landamærunum við Kanada. Washington Post segir að hann leggi einnig til að fækka verulega löglegum leiðum til að setjast að í Bandaríkjunum. Þannig geti bandarískir borgarar aðeins sótt um landvistarleyfi fyrir maka eða ung börn en ekki fyrir foreldra eða systkini. Ekki er líklegt að harðlínumenn í innflytjendamálum innan repúblikana muni taka vel í að veita þeim sem þeir telja ólöglega innflytjendur borgararétt í Bandaríkjunum. Þá er talið víst að frjálslyndari demókratar muni seint fella sig við byggingu landamæraveggs eða fækkun löglegra innflytjenda.Kallar yfir sig reiði harðlínumanna Hart hefur verið tekist á um innflytjendamál á bandaríska þinginu síðustu vikur og mánuði, ekki síst eftir að Trump batt enda á svonefnda DACA-áætlun frá tíð Baracks Obama í haust. Hún varði hundruð þúsunda innflytjenda sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun. Demókratar neituðu að samþykkja bráðabirgðafjárlög til að halda alríkisstofnunum opnum fyrir síðustu helgi nema að lausn yrði fundin á stöðu skjólstæðinga DACA. Stöðvaðist rekstur alríkisstjórnarinnar þangað til á mánudag þegar demókratar sættu sig við að fá loforð frá repúblikönum um að greidd yrðu atkvæði um frumvarp sem tæki á stöðu þeirra. Bráðabirgðafjárlögin sem þá voru samþykkt gilda til 8. febrúar. Ætlun þingmanna er að ná saman um frumvarp um innflytjendamál fyrir þann tíma. Tillagan sem Trump ætlar að senda þinginu eftir helgi felur í sér leið að ríkisborgararéttir fyrir nær þrefalt fleiri en nutu verndar DACA-áætlunarinnar. Eftir að fjölmiðlar höfðu eftir Trump í gær að hann væri opinn fyrir að gefa þessum hópi innflytjenda leið að ríkisborgararétt snerust hægrisinnaðir fjölmiðlar gegn forsetanum. Þannig uppnefndi Breitbart-vefsíðan, sem hefur verið Trump afar handgengin, forsetann „Sakaruppgjafar-Don“ [e. Amnesty Don]. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Samkomulag um að opna alríkisstjórnina aftur Greidd verða atkvæði um bráðabirgðafjárlög í báðum deildum Bandaríkjaþings í dag. 22. janúar 2018 17:36 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Hátt í tvær milljónir ungra innflytjenda sem komu ólöglega til Bandaríkjanna fá möguleika á að öðlast ríkisborgararétt samkvæmt tillögu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lagt fram. Önnur ákvæði tillögunnar eru líkleg til að tryggja að hún muni hvorki hugnast frjálslyndnum demókrötum né harðlínurepúblikönum. Á móti krefst Trump þess að fá 25 milljarða dollara til að fjármagna vegg á landamærum Mexíkó og hert öryggi á landamærunum við Kanada. Washington Post segir að hann leggi einnig til að fækka verulega löglegum leiðum til að setjast að í Bandaríkjunum. Þannig geti bandarískir borgarar aðeins sótt um landvistarleyfi fyrir maka eða ung börn en ekki fyrir foreldra eða systkini. Ekki er líklegt að harðlínumenn í innflytjendamálum innan repúblikana muni taka vel í að veita þeim sem þeir telja ólöglega innflytjendur borgararétt í Bandaríkjunum. Þá er talið víst að frjálslyndari demókratar muni seint fella sig við byggingu landamæraveggs eða fækkun löglegra innflytjenda.Kallar yfir sig reiði harðlínumanna Hart hefur verið tekist á um innflytjendamál á bandaríska þinginu síðustu vikur og mánuði, ekki síst eftir að Trump batt enda á svonefnda DACA-áætlun frá tíð Baracks Obama í haust. Hún varði hundruð þúsunda innflytjenda sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun. Demókratar neituðu að samþykkja bráðabirgðafjárlög til að halda alríkisstofnunum opnum fyrir síðustu helgi nema að lausn yrði fundin á stöðu skjólstæðinga DACA. Stöðvaðist rekstur alríkisstjórnarinnar þangað til á mánudag þegar demókratar sættu sig við að fá loforð frá repúblikönum um að greidd yrðu atkvæði um frumvarp sem tæki á stöðu þeirra. Bráðabirgðafjárlögin sem þá voru samþykkt gilda til 8. febrúar. Ætlun þingmanna er að ná saman um frumvarp um innflytjendamál fyrir þann tíma. Tillagan sem Trump ætlar að senda þinginu eftir helgi felur í sér leið að ríkisborgararéttir fyrir nær þrefalt fleiri en nutu verndar DACA-áætlunarinnar. Eftir að fjölmiðlar höfðu eftir Trump í gær að hann væri opinn fyrir að gefa þessum hópi innflytjenda leið að ríkisborgararétt snerust hægrisinnaðir fjölmiðlar gegn forsetanum. Þannig uppnefndi Breitbart-vefsíðan, sem hefur verið Trump afar handgengin, forsetann „Sakaruppgjafar-Don“ [e. Amnesty Don].
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Samkomulag um að opna alríkisstjórnina aftur Greidd verða atkvæði um bráðabirgðafjárlög í báðum deildum Bandaríkjaþings í dag. 22. janúar 2018 17:36 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56
Samkomulag um að opna alríkisstjórnina aftur Greidd verða atkvæði um bráðabirgðafjárlög í báðum deildum Bandaríkjaþings í dag. 22. janúar 2018 17:36