Trump leggur fram tillögu til að höggva á hnútinn í deilu um innflytjendur Kjartan Kjartansson skrifar 25. janúar 2018 23:29 Mótmælandi heldur á mynd sem sýnir Frelsisstyttuna faðma að sér innflytjanda fyrir utan þinghús Bandaríkjanna. Almennur stuðningur er fyrir því að fólk sem var flutt til landsins ólöglega sem börn fái að búa þar áfram. Vísir/AFP Hátt í tvær milljónir ungra innflytjenda sem komu ólöglega til Bandaríkjanna fá möguleika á að öðlast ríkisborgararétt samkvæmt tillögu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lagt fram. Önnur ákvæði tillögunnar eru líkleg til að tryggja að hún muni hvorki hugnast frjálslyndnum demókrötum né harðlínurepúblikönum. Á móti krefst Trump þess að fá 25 milljarða dollara til að fjármagna vegg á landamærum Mexíkó og hert öryggi á landamærunum við Kanada. Washington Post segir að hann leggi einnig til að fækka verulega löglegum leiðum til að setjast að í Bandaríkjunum. Þannig geti bandarískir borgarar aðeins sótt um landvistarleyfi fyrir maka eða ung börn en ekki fyrir foreldra eða systkini. Ekki er líklegt að harðlínumenn í innflytjendamálum innan repúblikana muni taka vel í að veita þeim sem þeir telja ólöglega innflytjendur borgararétt í Bandaríkjunum. Þá er talið víst að frjálslyndari demókratar muni seint fella sig við byggingu landamæraveggs eða fækkun löglegra innflytjenda.Kallar yfir sig reiði harðlínumanna Hart hefur verið tekist á um innflytjendamál á bandaríska þinginu síðustu vikur og mánuði, ekki síst eftir að Trump batt enda á svonefnda DACA-áætlun frá tíð Baracks Obama í haust. Hún varði hundruð þúsunda innflytjenda sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun. Demókratar neituðu að samþykkja bráðabirgðafjárlög til að halda alríkisstofnunum opnum fyrir síðustu helgi nema að lausn yrði fundin á stöðu skjólstæðinga DACA. Stöðvaðist rekstur alríkisstjórnarinnar þangað til á mánudag þegar demókratar sættu sig við að fá loforð frá repúblikönum um að greidd yrðu atkvæði um frumvarp sem tæki á stöðu þeirra. Bráðabirgðafjárlögin sem þá voru samþykkt gilda til 8. febrúar. Ætlun þingmanna er að ná saman um frumvarp um innflytjendamál fyrir þann tíma. Tillagan sem Trump ætlar að senda þinginu eftir helgi felur í sér leið að ríkisborgararéttir fyrir nær þrefalt fleiri en nutu verndar DACA-áætlunarinnar. Eftir að fjölmiðlar höfðu eftir Trump í gær að hann væri opinn fyrir að gefa þessum hópi innflytjenda leið að ríkisborgararétt snerust hægrisinnaðir fjölmiðlar gegn forsetanum. Þannig uppnefndi Breitbart-vefsíðan, sem hefur verið Trump afar handgengin, forsetann „Sakaruppgjafar-Don“ [e. Amnesty Don]. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Samkomulag um að opna alríkisstjórnina aftur Greidd verða atkvæði um bráðabirgðafjárlög í báðum deildum Bandaríkjaþings í dag. 22. janúar 2018 17:36 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Hátt í tvær milljónir ungra innflytjenda sem komu ólöglega til Bandaríkjanna fá möguleika á að öðlast ríkisborgararétt samkvæmt tillögu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lagt fram. Önnur ákvæði tillögunnar eru líkleg til að tryggja að hún muni hvorki hugnast frjálslyndnum demókrötum né harðlínurepúblikönum. Á móti krefst Trump þess að fá 25 milljarða dollara til að fjármagna vegg á landamærum Mexíkó og hert öryggi á landamærunum við Kanada. Washington Post segir að hann leggi einnig til að fækka verulega löglegum leiðum til að setjast að í Bandaríkjunum. Þannig geti bandarískir borgarar aðeins sótt um landvistarleyfi fyrir maka eða ung börn en ekki fyrir foreldra eða systkini. Ekki er líklegt að harðlínumenn í innflytjendamálum innan repúblikana muni taka vel í að veita þeim sem þeir telja ólöglega innflytjendur borgararétt í Bandaríkjunum. Þá er talið víst að frjálslyndari demókratar muni seint fella sig við byggingu landamæraveggs eða fækkun löglegra innflytjenda.Kallar yfir sig reiði harðlínumanna Hart hefur verið tekist á um innflytjendamál á bandaríska þinginu síðustu vikur og mánuði, ekki síst eftir að Trump batt enda á svonefnda DACA-áætlun frá tíð Baracks Obama í haust. Hún varði hundruð þúsunda innflytjenda sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun. Demókratar neituðu að samþykkja bráðabirgðafjárlög til að halda alríkisstofnunum opnum fyrir síðustu helgi nema að lausn yrði fundin á stöðu skjólstæðinga DACA. Stöðvaðist rekstur alríkisstjórnarinnar þangað til á mánudag þegar demókratar sættu sig við að fá loforð frá repúblikönum um að greidd yrðu atkvæði um frumvarp sem tæki á stöðu þeirra. Bráðabirgðafjárlögin sem þá voru samþykkt gilda til 8. febrúar. Ætlun þingmanna er að ná saman um frumvarp um innflytjendamál fyrir þann tíma. Tillagan sem Trump ætlar að senda þinginu eftir helgi felur í sér leið að ríkisborgararéttir fyrir nær þrefalt fleiri en nutu verndar DACA-áætlunarinnar. Eftir að fjölmiðlar höfðu eftir Trump í gær að hann væri opinn fyrir að gefa þessum hópi innflytjenda leið að ríkisborgararétt snerust hægrisinnaðir fjölmiðlar gegn forsetanum. Þannig uppnefndi Breitbart-vefsíðan, sem hefur verið Trump afar handgengin, forsetann „Sakaruppgjafar-Don“ [e. Amnesty Don].
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Samkomulag um að opna alríkisstjórnina aftur Greidd verða atkvæði um bráðabirgðafjárlög í báðum deildum Bandaríkjaþings í dag. 22. janúar 2018 17:36 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56
Samkomulag um að opna alríkisstjórnina aftur Greidd verða atkvæði um bráðabirgðafjárlög í báðum deildum Bandaríkjaþings í dag. 22. janúar 2018 17:36