Trump reynir að selja alþjóðaviðskiptastefnu sína í Davos Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2018 10:53 Donald Trump þegar hann lenti á flugvellinum í Zürich í Sviss í morgun. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti mætti til Davos í Sviss í morgun til að taka þátt á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). Trump mun þar reyna að sannfæra aðra fundargesti um ágæti stefnu stjórnar hans í alþjóðaviðskiptamálum sem gengur út á að setja „Bandaríkin í fyrsta sæti“ (e. America First). Með stefnu sinni vill Trump reyna að tryggja Bandaríkjunum að gagnkvæm viðskipti þeirra við viðskiptalönd verði sanngjarnari, en Trump segir mikið halla á Bandaríkin í þeim efnum. Í frétt Reuters kemur fram að Trump hafi lent í Zürich og verið ekið til skíðabæjarins Davos þar sem hann verður næstu tvo daga ásamt mörgum af helstu leiðtogum heims á sviði stjórnmála og viðskipta. Trump mun flytja sína ræðu á morgun. Trump verður fyrsti Bandaríkjaforsetinn til að sækja fundinn, sem haldinn er á ári hverju, síðan Bill Clinton mætti árið 2000. Alþjóðasinnar eru fjölmennir á fundinum og verður grannt fylgst með því hvernig Trump muni til takast að sannfæra þá um ágæti þeirrar einangrunarstefnu sem hefur einkennt nálgun hans í viðskiptamálum frá því að hann tók við embætti.Verndartollar Talsmenn stjórnar Trump hafa lagt áherslu á að stefnan, „Bandaríkin í fyrsta sæti“, jafnist ekki á við „Bandaríkin aleitt“. Bandaríkin vilji einungis jafna vöruskiptahalla landsins við önnur ríki. Fyrr í vikunni tilkynnti Trump að innfluttar þvottavélar og vörur sem tengjast sólarorku muni nú bera háa verndartolla í Bandaríkjunum. Sagði Trump að ódýrar innfluttar vörur skaði innlenda framleiðslu. Þannig verður þrjátíu prósent tollur lagður á sólarsellur en hlutfallið mun lækka niður í fimmtán prósent á fjórum árum.Will soon be heading to Davos, Switzerland, to tell the world how great America is and is doing. Our economy is now booming and with all I am doing, will only get better...Our country is finally WINNING again!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 25, 2018 Donald Trump Tengdar fréttir Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti mætti til Davos í Sviss í morgun til að taka þátt á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). Trump mun þar reyna að sannfæra aðra fundargesti um ágæti stefnu stjórnar hans í alþjóðaviðskiptamálum sem gengur út á að setja „Bandaríkin í fyrsta sæti“ (e. America First). Með stefnu sinni vill Trump reyna að tryggja Bandaríkjunum að gagnkvæm viðskipti þeirra við viðskiptalönd verði sanngjarnari, en Trump segir mikið halla á Bandaríkin í þeim efnum. Í frétt Reuters kemur fram að Trump hafi lent í Zürich og verið ekið til skíðabæjarins Davos þar sem hann verður næstu tvo daga ásamt mörgum af helstu leiðtogum heims á sviði stjórnmála og viðskipta. Trump mun flytja sína ræðu á morgun. Trump verður fyrsti Bandaríkjaforsetinn til að sækja fundinn, sem haldinn er á ári hverju, síðan Bill Clinton mætti árið 2000. Alþjóðasinnar eru fjölmennir á fundinum og verður grannt fylgst með því hvernig Trump muni til takast að sannfæra þá um ágæti þeirrar einangrunarstefnu sem hefur einkennt nálgun hans í viðskiptamálum frá því að hann tók við embætti.Verndartollar Talsmenn stjórnar Trump hafa lagt áherslu á að stefnan, „Bandaríkin í fyrsta sæti“, jafnist ekki á við „Bandaríkin aleitt“. Bandaríkin vilji einungis jafna vöruskiptahalla landsins við önnur ríki. Fyrr í vikunni tilkynnti Trump að innfluttar þvottavélar og vörur sem tengjast sólarorku muni nú bera háa verndartolla í Bandaríkjunum. Sagði Trump að ódýrar innfluttar vörur skaði innlenda framleiðslu. Þannig verður þrjátíu prósent tollur lagður á sólarsellur en hlutfallið mun lækka niður í fimmtán prósent á fjórum árum.Will soon be heading to Davos, Switzerland, to tell the world how great America is and is doing. Our economy is now booming and with all I am doing, will only get better...Our country is finally WINNING again!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 25, 2018
Donald Trump Tengdar fréttir Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12