Handbolti

Öruggt hjá Stjörnunni │ Selfoss vann fallslaginn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hanna Guðrún Stefánsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Stjörnuna
Hanna Guðrún Stefánsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Stjörnuna vísir/eyþór
Stjarnan vann öruggan sjö marka sigur á nýliðum Fjölnis í Olís deild kvenna í handbolta í kvöld. Stjarnan var einnig með sjö marka forystu að fyrri hálfleik loknum og var sigurinn því aldrei í hættu.

Fjölniskonur byrjuðu leikinn vel en um miðjan fyrri hálfleik setti Þorgerður Anna Atladóttir í annan gír og Stjörnuliðið fór að stíga fram úr.

Heimakonur í Fjölni náðu nokkrum áhlaupum á Stjörnuna í seinni hálfleik en komust aldrei nær en fjögur mörk.

Selfyssingar unnu dýrmætan sigur á Gróttu í fallslag á Selfossi. Jafnt var í hálfleik 11-11 en heimakonur náðu að halda Gróttu í fimm mörkum í seinni hálfleik, lokatölur urðu 20-16.

Fjölnir: Andrea Jacobsen 7, Berglind Benediktsdóttir 4, Helena Ósk Kristjánsdóttir 3, Díana Ágústsdóttir 3, Ólöf Ásta Arnþórsdóttir 2, Guðrún Jenný Sigurðardóttir 2, Diljá Baldursdóttir 1.

Stjarnan: Þorgerður Anna Atladóttir 7, Ramune Pekarskyte 6, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 6, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 4, Aníta Theodórsdóttir 2, Stefanía Theodórsdóttir 2, Ragnheiður Tómasdóttir 1, Dagný Huld Birgisdóttir 1.

Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 7, Perla Ruth Albertsdóttir 6, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 4, Hulda Dís Þrastardóttir 2, Kristrún Steinþórsdóttir 1.

Grótta: Elva Björg Arnarsdóttir 6, Salvica Mrkikj 4, Þóra Guðný Arnarsdóttir 2, Lovísa Thompson 2, Emma Havin Sardarsdóttir 1, Guðrún Þorláksdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×