Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 24-18 | Fyrsti tapleikur Vals á tímabilinu 23. janúar 2018 22:45 Ragnheiður Júlíusdóttir getur skorað sitt hundraðasta mark á tímabilinu í kvöld. vísir/eyþór Fram varð fyrsta liðið til að vinna Val í Olísdeild kvenna í kvöld, lokatölur í Safamýrinni 24-18 en staðan í hálfleik 8-9 Val í vil. Fyrri hálfleikurinn var tvískiptur, Fram byrjaði leikinn að krafti og sýndi afbragðs varnarleik á meðan Valur var lengi að koma sér inní leikinn og staðan eftir fyrsta korterið 7-3. Þá snérist leikurinn við, Valskonur þéttu varnir sýnar og fóru að nýta færin sín og staðan á seinna korteri fyrri hálfleiks 1-6 eða 8-9 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Seinni hálfleikurinn byrjaði rólega og aðeins þrjú mörk skoruð á fyrstu 10 mínútunum, þar sáum við tvö af betri varnarliðum deildarinnar að berjast en bæði lið voru að standa þétta vörn og það skilaði sér með sóknarmistökum andstæðingsins. Fram fór hægt og rólega að bæta í á meðan Valur hélt áfram að gera ítrekuð sóknarmistök. Ágúst Þór, þjálfari Vals, nýtti bæði leikhléin sín á 5 mínútna kafla um miðbik seinni hálfleiks enda hans stúlkur ekki búnar að skora nema 4 mörk á 20 mínútum og staðan 15-13 þegar 10 mínútur voru til leiksloka. Valur náði sér þó aldrei almennilega á strik í síðari hálfleik og baráttan sem Fram stúlkur sýndu í kvöld til fyrirmyndar og lokatölur 24-18. Af hverju vann FramÞær voru einfaldlega betra liðið í dag. Valur er ógnasterkt lið en Fram hafði svör við þeirra aðgerðum í sókninni. Fram tapaði illa fyrir Haukum í síðustu umferð og það mátti hreinlega sjá ákveðina í þeim, þær ætluðu sér sigur allt frá upphafi. Varnarleikur og markvarsla var til fyrirmyndar í dag ásamt því að hafa verið heilt yfir betri sóknarlega. Hverjar stóðu uppúrSigurbjörg Jóhannsdóttir átti frábæran leik í dag. Hún skoraði úr horninu, fyrir utan og átti nokkur hraðaupphlaup ásamt því að standa vörnina vel. 10 mörk frá henni, frábær leikur. Þá átti Hildur Þorgeirsdóttir fínan leik sem og Guðrún Ósk Maríasdóttir í markinu. Hjá Val var það að vanda Diana Satkauskaite sem dró vagninn, þessi ótrúlega skytta heldur áfram að heilla áhorfendur með flottum mörkum en þau komu úr full mörgum tilraunum í dag en hún átti þó 7 mörk og var markahæst í liði Vals. Hvað gekk illaSóknarleikurinn hjá Val hefur oft gengið betur en í kvöld og vantaði mikið uppá markaskorun frá lykilleikmönnum. Díana Dögg Magnúsdóttur var með eitt mark og Kristín Guðmundsdóttir ekkert, þær hafa báðar átt betri dag. Markvarslan var einnig slök hjá þeim Linu Rypdal og Chantel Pagel en báðar eru hafa þær átt frábært tímabil en fundu sig ekki í dag. Hvað gerist næstFram á leik til góða gegn Stjörnunni, frestaður leikur síðan úr 9.umferð en hann verður leikinn næst komandi laugardag. Annars fer að síga á seinni hlutann í deildinni og þriðji hlutinn að fara af stað, 15. umferð verður leikinn í lok janúar. Anna Úrsula: Ég klára þetta tímabil, svo slaufa ég þessuFram var bara betri aðilinn í kvöld og því fór sem fór sagði Anna Úrsula, leikmaður Vals. „Leikurinn byrjar rólega hjá okkur en við náðum að komast í gang í lok fyrri hálfleiks en svo er það bara seinni hálfleikurinn. Það er lítið skorað og við erum að fá á okkur mörk þar sem ég hefði viljað sjá okkur og markmennina vinna aðeins betur saman. Fram var bara að gera vel í dag og við þurfum að vinna betur í okkar leik“ „Sóknarleikurinn aðal vandamálið í dag en það vantaði líka þessi fyrstu tempós hraðaupphlaup sem við erum vanar að ná í og það telur ansi mikið. Þetta er eitthvað sem við þurfum að taka á því þessi sóknarleikur hjá okkur í dag hefði átt að fara betur, hvort það sé útaf dagsformi eða bara að þær mættu ákveðnari til leiks“ sagði Anna, en Fram mætti af krafti strax á fyrstu mínútu og sýndu þéttan og góðan varnarleik allan leikinn. „Fram hefur verið þekkt fyrir það lengi að vera með góða vörn svo það kom okkur ekkert á óvart, ég vil meina að það hafi bara vantað áræðni frá okkur“ Valur hafði ekki tapað leik á tímabilinu og hefur liðið spilað gríðalega vel og sýnt sterka liðsheild. Anna segir að hún hafi alls ekki fundið fyrir neinu vanmati þrátt fyrir að hafa ekki tapað leik. „Alls ekki, ég hef bara fundið fyrir gleði og Valur í sjálfum sér ekki liðið sem ætti að vera á toppnum, það er bara plús. Það er ekkert lið ósigrandi, þetta var bara ekki okkar dagur.“ Anna Úrsula skrifaði undir samning við Val fyrir helgi og spilaði sinn fyrsta leik í kvöld eftir barnsburð, en hún og maðurinn hennar, Finnur Ingi Stefánsson, leikmaður Gróttu, eignuðust sitt annað barn í lok nóvember. Anna spilaði síðast með Gróttu en segir að það hafi ekki komið annað til greina en að fara í Val „Ég er eitthvað að tussast þarna með, þetta kemur allt hægt og rólega og smellur allt vonandi fyrir lok deildarinnar. Þetta er bara rosalega gaman, fá að sprikla aðeins með stelpunum og njóta. „Ég á mjög góðar minningar frá Val, spilaði þar í 5 ár og þetta hentaði allt mjög vel. Þeim vantaði línumann, ég bý við hliðiná Valsheimilinu og með tvö lítil börn. Svo meiddist maðurinn og þá var það ákveðið að ég fæ að klára minn feril, ég klára þetta tímabil, svo slaufa ég þessu.“ sagði Anna Úrsula sem staðfesti að hún ætli að hætta eftir þetta tímabil en hún skrifaði þó undir við Val út árið 2019 og hló þegar hún var spurð útí það hvort þetta væri algild staðfesting frá henni. Stefán: Hefði ekki getað endað nema á einn vegStefán Arnarsson, þjálfari Fram, var að vonum ánægður með leik sinna kvenna í kvöld. „Ég er ótrúlega ánægður, við unnum saman og vorum bara betra liðið. Það er hörð baráttan að komast í fjögurra liða úrslitin og ég fagna þessum tveimur stigum“ Fram liðið byrjaði leikinn að krafti en á síðustu 15 mínútum fyrri hálfleiks skoruðu þær aðeins eitt mark, einbeitingarleysi var ástæðan, segir Stefán „Undir lok fyrri hálfleiks hefðum við getað komst í 9-4 en klúðrum tveimur hraðaupphlaupum og hleypum þeim inní leikinn sem leiða síðan með einu marki í hálfleik. Við settumst bara niður í hálfleik, vissum að við værum að spila vel en þurftum bara að ná einbeitingunni sem við gerðum og þess vegna unnum við í dag“ sagði Stefán, en Fram var ákveðið í að gera betur en í síðustu umferð þegar stelpurnar töpuðu niður 8 marka forystu í gott sem sigruðum leik. „Við vorum mjög ósátt eftir síðasta leik þar sem við töpuðum illa fyrir Haukum á útivelli, við vorum með unninn leik í höndunum þar. Í dag voru stelpurnar staðráðnar í því að bæta upp fyrir síðasta leik og við mættum þessum hlutum sem við gerðum illa þá og ég er ánægður með það“ „Þær voru búnar að skoða okkur jafn vel og við þær, þetta eru tvö góð varnarlið með góða markmenn en við vorum að spila góðan sóknarleik og heilt yfir mjög góðan leik. Þrátt fyrir 6 marka endurspeglar það ekki leikinn, þetta var jafn leikur en við tókum gott áhlaup undir lok leiks en þrátt fyrir jafnan leik þá vorum við betri og þetta hefði ekki getað endað nema á einn veg.“ sagði Stefán að lokum. Olís-deild kvenna
Fram varð fyrsta liðið til að vinna Val í Olísdeild kvenna í kvöld, lokatölur í Safamýrinni 24-18 en staðan í hálfleik 8-9 Val í vil. Fyrri hálfleikurinn var tvískiptur, Fram byrjaði leikinn að krafti og sýndi afbragðs varnarleik á meðan Valur var lengi að koma sér inní leikinn og staðan eftir fyrsta korterið 7-3. Þá snérist leikurinn við, Valskonur þéttu varnir sýnar og fóru að nýta færin sín og staðan á seinna korteri fyrri hálfleiks 1-6 eða 8-9 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Seinni hálfleikurinn byrjaði rólega og aðeins þrjú mörk skoruð á fyrstu 10 mínútunum, þar sáum við tvö af betri varnarliðum deildarinnar að berjast en bæði lið voru að standa þétta vörn og það skilaði sér með sóknarmistökum andstæðingsins. Fram fór hægt og rólega að bæta í á meðan Valur hélt áfram að gera ítrekuð sóknarmistök. Ágúst Þór, þjálfari Vals, nýtti bæði leikhléin sín á 5 mínútna kafla um miðbik seinni hálfleiks enda hans stúlkur ekki búnar að skora nema 4 mörk á 20 mínútum og staðan 15-13 þegar 10 mínútur voru til leiksloka. Valur náði sér þó aldrei almennilega á strik í síðari hálfleik og baráttan sem Fram stúlkur sýndu í kvöld til fyrirmyndar og lokatölur 24-18. Af hverju vann FramÞær voru einfaldlega betra liðið í dag. Valur er ógnasterkt lið en Fram hafði svör við þeirra aðgerðum í sókninni. Fram tapaði illa fyrir Haukum í síðustu umferð og það mátti hreinlega sjá ákveðina í þeim, þær ætluðu sér sigur allt frá upphafi. Varnarleikur og markvarsla var til fyrirmyndar í dag ásamt því að hafa verið heilt yfir betri sóknarlega. Hverjar stóðu uppúrSigurbjörg Jóhannsdóttir átti frábæran leik í dag. Hún skoraði úr horninu, fyrir utan og átti nokkur hraðaupphlaup ásamt því að standa vörnina vel. 10 mörk frá henni, frábær leikur. Þá átti Hildur Þorgeirsdóttir fínan leik sem og Guðrún Ósk Maríasdóttir í markinu. Hjá Val var það að vanda Diana Satkauskaite sem dró vagninn, þessi ótrúlega skytta heldur áfram að heilla áhorfendur með flottum mörkum en þau komu úr full mörgum tilraunum í dag en hún átti þó 7 mörk og var markahæst í liði Vals. Hvað gekk illaSóknarleikurinn hjá Val hefur oft gengið betur en í kvöld og vantaði mikið uppá markaskorun frá lykilleikmönnum. Díana Dögg Magnúsdóttur var með eitt mark og Kristín Guðmundsdóttir ekkert, þær hafa báðar átt betri dag. Markvarslan var einnig slök hjá þeim Linu Rypdal og Chantel Pagel en báðar eru hafa þær átt frábært tímabil en fundu sig ekki í dag. Hvað gerist næstFram á leik til góða gegn Stjörnunni, frestaður leikur síðan úr 9.umferð en hann verður leikinn næst komandi laugardag. Annars fer að síga á seinni hlutann í deildinni og þriðji hlutinn að fara af stað, 15. umferð verður leikinn í lok janúar. Anna Úrsula: Ég klára þetta tímabil, svo slaufa ég þessuFram var bara betri aðilinn í kvöld og því fór sem fór sagði Anna Úrsula, leikmaður Vals. „Leikurinn byrjar rólega hjá okkur en við náðum að komast í gang í lok fyrri hálfleiks en svo er það bara seinni hálfleikurinn. Það er lítið skorað og við erum að fá á okkur mörk þar sem ég hefði viljað sjá okkur og markmennina vinna aðeins betur saman. Fram var bara að gera vel í dag og við þurfum að vinna betur í okkar leik“ „Sóknarleikurinn aðal vandamálið í dag en það vantaði líka þessi fyrstu tempós hraðaupphlaup sem við erum vanar að ná í og það telur ansi mikið. Þetta er eitthvað sem við þurfum að taka á því þessi sóknarleikur hjá okkur í dag hefði átt að fara betur, hvort það sé útaf dagsformi eða bara að þær mættu ákveðnari til leiks“ sagði Anna, en Fram mætti af krafti strax á fyrstu mínútu og sýndu þéttan og góðan varnarleik allan leikinn. „Fram hefur verið þekkt fyrir það lengi að vera með góða vörn svo það kom okkur ekkert á óvart, ég vil meina að það hafi bara vantað áræðni frá okkur“ Valur hafði ekki tapað leik á tímabilinu og hefur liðið spilað gríðalega vel og sýnt sterka liðsheild. Anna segir að hún hafi alls ekki fundið fyrir neinu vanmati þrátt fyrir að hafa ekki tapað leik. „Alls ekki, ég hef bara fundið fyrir gleði og Valur í sjálfum sér ekki liðið sem ætti að vera á toppnum, það er bara plús. Það er ekkert lið ósigrandi, þetta var bara ekki okkar dagur.“ Anna Úrsula skrifaði undir samning við Val fyrir helgi og spilaði sinn fyrsta leik í kvöld eftir barnsburð, en hún og maðurinn hennar, Finnur Ingi Stefánsson, leikmaður Gróttu, eignuðust sitt annað barn í lok nóvember. Anna spilaði síðast með Gróttu en segir að það hafi ekki komið annað til greina en að fara í Val „Ég er eitthvað að tussast þarna með, þetta kemur allt hægt og rólega og smellur allt vonandi fyrir lok deildarinnar. Þetta er bara rosalega gaman, fá að sprikla aðeins með stelpunum og njóta. „Ég á mjög góðar minningar frá Val, spilaði þar í 5 ár og þetta hentaði allt mjög vel. Þeim vantaði línumann, ég bý við hliðiná Valsheimilinu og með tvö lítil börn. Svo meiddist maðurinn og þá var það ákveðið að ég fæ að klára minn feril, ég klára þetta tímabil, svo slaufa ég þessu.“ sagði Anna Úrsula sem staðfesti að hún ætli að hætta eftir þetta tímabil en hún skrifaði þó undir við Val út árið 2019 og hló þegar hún var spurð útí það hvort þetta væri algild staðfesting frá henni. Stefán: Hefði ekki getað endað nema á einn vegStefán Arnarsson, þjálfari Fram, var að vonum ánægður með leik sinna kvenna í kvöld. „Ég er ótrúlega ánægður, við unnum saman og vorum bara betra liðið. Það er hörð baráttan að komast í fjögurra liða úrslitin og ég fagna þessum tveimur stigum“ Fram liðið byrjaði leikinn að krafti en á síðustu 15 mínútum fyrri hálfleiks skoruðu þær aðeins eitt mark, einbeitingarleysi var ástæðan, segir Stefán „Undir lok fyrri hálfleiks hefðum við getað komst í 9-4 en klúðrum tveimur hraðaupphlaupum og hleypum þeim inní leikinn sem leiða síðan með einu marki í hálfleik. Við settumst bara niður í hálfleik, vissum að við værum að spila vel en þurftum bara að ná einbeitingunni sem við gerðum og þess vegna unnum við í dag“ sagði Stefán, en Fram var ákveðið í að gera betur en í síðustu umferð þegar stelpurnar töpuðu niður 8 marka forystu í gott sem sigruðum leik. „Við vorum mjög ósátt eftir síðasta leik þar sem við töpuðum illa fyrir Haukum á útivelli, við vorum með unninn leik í höndunum þar. Í dag voru stelpurnar staðráðnar í því að bæta upp fyrir síðasta leik og við mættum þessum hlutum sem við gerðum illa þá og ég er ánægður með það“ „Þær voru búnar að skoða okkur jafn vel og við þær, þetta eru tvö góð varnarlið með góða markmenn en við vorum að spila góðan sóknarleik og heilt yfir mjög góðan leik. Þrátt fyrir 6 marka endurspeglar það ekki leikinn, þetta var jafn leikur en við tókum gott áhlaup undir lok leiks en þrátt fyrir jafnan leik þá vorum við betri og þetta hefði ekki getað endað nema á einn veg.“ sagði Stefán að lokum.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti