Sér ekki loftslagsmarkmið og olíuvinnslu ganga saman Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. janúar 2018 16:00 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir það ljóst að Vinstri Græn eru á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Mynd/samsett „Almennt séð að þá finnst mér það ekki fara saman að ráðast í olíuvinnslu á þessu svæði á sama tíma og við erum að reyna að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum“ Segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra en Orkustofnun tilkynnti í gær að CNOOC Iceland ehf, og Petoro Iceland AS, dótturfélög Kínversku og Norsku ríkisolíufyrirtækjanna, hefðu skilað inn leyfum sínum til kolvetnisrannsókna á svæðinu á milli Íslands og Jan Mayen og þar af leiðandi rétti til olíuvinnslu. Eykon Energy hefur ekki skilað inn leyfi sínu en Orkustofnun metur það sem svo að Eykon Energy hafi ekki burði til að standa undir næsta rannsóknaráfanga án hinna fyrirtækjanna. Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons Energy, telur að önnur fyrirtæki geti komið inn í staðinn fyrir CNOOC og Petoro Iceland.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons Energy, sagði í samtali við kvöldfréttir Stöðvar tvö í gær að ákvörðun ríkisolíufyrirtækjanna hafi komið sér á óvart. Á fundi fyrir tveimur mánuðum hafi legið fyrir vilji til að halda áfram rannsóknum. Sjá: „Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík“ „Þá var ákveðið að halda áfram með leyfið og ákveðið að fara í grunnboranir og frekari rannsóknir, en ekki að hætta við. Þannig að þetta kemur okkur óþægilega á óvart,“ sagði Heiðar en fyrirtækið leitar nú skýringa og vill halda áfram rannsóknum. „Ég tel að það sé möguleiki að fá inn aðra aðila sem geta þá komið inn í staðinn fyrir CNOOC og Petoro,“ segir Heiðar. Guðmundur Ingi er efins um að liðkað verði fyrir frekari leyfisveitingum vegna kolvetnisrannsókna á kjörtímabilinu. „Það er alveg ljóst að Vinstri Græn eru ekki hlynnt olíuvinnslu á Drekasvæðinu,“ segir Guðmundur Ingi. „Ég held að það þurfi að skoða þetta allt með loftslagsmálin í huga. Getum við virkilega gert þetta hvoru tveggja? Gert okkur gildandi í loftslagsumræðunni og loftslagsmálaflokknum og fara í olíuleit en ég sé þessi markmið ekki fara saman.“ Loftslagsmál Umhverfismál Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
„Almennt séð að þá finnst mér það ekki fara saman að ráðast í olíuvinnslu á þessu svæði á sama tíma og við erum að reyna að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum“ Segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra en Orkustofnun tilkynnti í gær að CNOOC Iceland ehf, og Petoro Iceland AS, dótturfélög Kínversku og Norsku ríkisolíufyrirtækjanna, hefðu skilað inn leyfum sínum til kolvetnisrannsókna á svæðinu á milli Íslands og Jan Mayen og þar af leiðandi rétti til olíuvinnslu. Eykon Energy hefur ekki skilað inn leyfi sínu en Orkustofnun metur það sem svo að Eykon Energy hafi ekki burði til að standa undir næsta rannsóknaráfanga án hinna fyrirtækjanna. Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons Energy, telur að önnur fyrirtæki geti komið inn í staðinn fyrir CNOOC og Petoro Iceland.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons Energy, sagði í samtali við kvöldfréttir Stöðvar tvö í gær að ákvörðun ríkisolíufyrirtækjanna hafi komið sér á óvart. Á fundi fyrir tveimur mánuðum hafi legið fyrir vilji til að halda áfram rannsóknum. Sjá: „Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík“ „Þá var ákveðið að halda áfram með leyfið og ákveðið að fara í grunnboranir og frekari rannsóknir, en ekki að hætta við. Þannig að þetta kemur okkur óþægilega á óvart,“ sagði Heiðar en fyrirtækið leitar nú skýringa og vill halda áfram rannsóknum. „Ég tel að það sé möguleiki að fá inn aðra aðila sem geta þá komið inn í staðinn fyrir CNOOC og Petoro,“ segir Heiðar. Guðmundur Ingi er efins um að liðkað verði fyrir frekari leyfisveitingum vegna kolvetnisrannsókna á kjörtímabilinu. „Það er alveg ljóst að Vinstri Græn eru ekki hlynnt olíuvinnslu á Drekasvæðinu,“ segir Guðmundur Ingi. „Ég held að það þurfi að skoða þetta allt með loftslagsmálin í huga. Getum við virkilega gert þetta hvoru tveggja? Gert okkur gildandi í loftslagsumræðunni og loftslagsmálaflokknum og fara í olíuleit en ég sé þessi markmið ekki fara saman.“
Loftslagsmál Umhverfismál Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira