Opinberir starfsmenn óttast aðra stöðvun Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2018 12:08 Rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvaðist á miðnætti á föstudag eftir að þingmönnum tókst ekki að koma sér saman um bráðabirgðalausn. Vísir/Getty Opinberir starfsmenn snúa aftur til vinnu í Bandaríkjunum í dag eftir að Repúblikanar og Demókratar komust að samkomulagi í gærkvöldi um að fjármagna alríkisstjórnina tímabundið. Umræddir starfsmenn eru margir hverjir sannfærðir um að þeir muni lenda í sömu stöðu aftur á næstu vikum. Rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvaðist á miðnætti á föstudag eftir að þingmönnum tókst ekki að koma sér saman um bráðabirgðalausn. Rekstur alríkisstjórnarinnar hefur verið fjármagnaður með ítrekuðum bráðabirgðalausnum því þinginu tókst ekki að samþykkja fjárlög fyrir lok síðasta fjárlagaárs í september. Deilurnar snerust að mestu um DACA-áætlunina svokölluðu sem fjallar um vernd um 700 þúsund innflytjenda sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Trump forseti afnam DACA-áætlunina sem verndaði þá fyrir brottvísun í september en þingið hefur enn ekki samþykkt frumvarp um örlög skjólstæðinga hennar. Ætlun þingmanna er að nýta tímann til 8. febrúar til að ná samkomulagi um innflytjendamál. Repúblikanar eru klofnir í afstöðu sinni til þeirra. Sumir vilja veita skjólstæðingum DACA varanlegt dvalarleyfi eða ríkisborgararétt, harðlínumenn vilja hins vegar endurskoða allt innflytjendakerfið og draga verulega úr löglegum flutningi fólks til Bandaríkjanna. Starfsmenn alríkisstjórnarinnar eru fullvissir um að ekkert samkomulag muni nást og því verði þeir aftur í mikilli óvissu í febrúar. AP fréttaveitan ræddi við nokkra sem allir áttu von á annarri stöðvun.Þá segir J. David Cox, formaður bandalags alríkisstarfsmanna, að ótækt sé að þeir séu notaðir sem bolti í borðtennisleik þingmanna. Hann sagði opinbera starfsmenn orðna langþreytta á því að þingmenn geti ekki samið um fjármögnun ríkisins til langs tíma. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði á Twitter í nótt að Demókratar hefðu fallið saman og gefist upp. Nú væri komið að því að setjast við samningaborðið.Big win for Republicans as Democrats cave on Shutdown. Now I want a big win for everyone, including Republicans, Democrats and DACA, but especially for our Great Military and Border Security. Should be able to get there. See you at the negotiating table! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 23, 2018 Trump var þó að mestu leyti haldið frá viðræðum helgarinnar. Leiðtogar Repúblikana og starfsmenn Trump í Hvíta húsinu tóku þá ákvörðun að halda forsetanum til hliðar og bíða eftir því að Demókratar gæfust upp. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Opinberir starfsmenn snúa aftur til vinnu í Bandaríkjunum í dag eftir að Repúblikanar og Demókratar komust að samkomulagi í gærkvöldi um að fjármagna alríkisstjórnina tímabundið. Umræddir starfsmenn eru margir hverjir sannfærðir um að þeir muni lenda í sömu stöðu aftur á næstu vikum. Rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvaðist á miðnætti á föstudag eftir að þingmönnum tókst ekki að koma sér saman um bráðabirgðalausn. Rekstur alríkisstjórnarinnar hefur verið fjármagnaður með ítrekuðum bráðabirgðalausnum því þinginu tókst ekki að samþykkja fjárlög fyrir lok síðasta fjárlagaárs í september. Deilurnar snerust að mestu um DACA-áætlunina svokölluðu sem fjallar um vernd um 700 þúsund innflytjenda sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Trump forseti afnam DACA-áætlunina sem verndaði þá fyrir brottvísun í september en þingið hefur enn ekki samþykkt frumvarp um örlög skjólstæðinga hennar. Ætlun þingmanna er að nýta tímann til 8. febrúar til að ná samkomulagi um innflytjendamál. Repúblikanar eru klofnir í afstöðu sinni til þeirra. Sumir vilja veita skjólstæðingum DACA varanlegt dvalarleyfi eða ríkisborgararétt, harðlínumenn vilja hins vegar endurskoða allt innflytjendakerfið og draga verulega úr löglegum flutningi fólks til Bandaríkjanna. Starfsmenn alríkisstjórnarinnar eru fullvissir um að ekkert samkomulag muni nást og því verði þeir aftur í mikilli óvissu í febrúar. AP fréttaveitan ræddi við nokkra sem allir áttu von á annarri stöðvun.Þá segir J. David Cox, formaður bandalags alríkisstarfsmanna, að ótækt sé að þeir séu notaðir sem bolti í borðtennisleik þingmanna. Hann sagði opinbera starfsmenn orðna langþreytta á því að þingmenn geti ekki samið um fjármögnun ríkisins til langs tíma. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði á Twitter í nótt að Demókratar hefðu fallið saman og gefist upp. Nú væri komið að því að setjast við samningaborðið.Big win for Republicans as Democrats cave on Shutdown. Now I want a big win for everyone, including Republicans, Democrats and DACA, but especially for our Great Military and Border Security. Should be able to get there. See you at the negotiating table! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 23, 2018 Trump var þó að mestu leyti haldið frá viðræðum helgarinnar. Leiðtogar Repúblikana og starfsmenn Trump í Hvíta húsinu tóku þá ákvörðun að halda forsetanum til hliðar og bíða eftir því að Demókratar gæfust upp.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira