Auðvelt að flýja í símann Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2018 12:45 Þorlákur sagði að félagsleg styrking væri eitthvað það áhrifaríkasta sem til væri. Þörfin fyrir "lækum“ og athygli á samfélagsmiðlum. Vísir/Getty Hvað er það sem veldur því að við verjum svo miklum tíma á dag í að skoða snjallsíma okkar? Þetta er spurning sem Þorlákur Karlsson, dósent við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík, reyndi að svara í erindi sínu: „Af hverju er svona erfitt að leggja frá sér símann? Heljartak sálfræðilegra styrkingarhátta í samfélagsmiðlum og tölvuleikjum“ á málstofu í HR í dag. Þar fór hann meðal annars yfir það hvernig snjallsímarnir, samfélagsmiðlar og tölvuleikir hafa áhrif á fólk og tryggja að fólk sýni því áhuga. Hann byrjaði þó mál sitt á því að segja að sálfræði væri ekki geimvísindi. „Nei. Hún er miklu flóknari,“ sagði Þorlákur. Hann sagði ótal margt hafa áhrif á fólk og að hegðun væri einstaklega flókið fyrirbæri. Hins vegar væru nokkur grunnlögmál um hegðun sem skýrðu obba hennar. Því næst vísaði hann til skýrslu sem birt var í fyrra þar sem því var haldið fram að fólk verji yfir tveimur klukkustundum að meðaltali á dag á samfélagsmiðlum. Fyrir því væru tvær augljósar og tvær ekki svo augljósar ástæður.Flóttinn sterkurSú fyrsta væri að það sé svo margt skemmtilegt og mikilvægt í snjallsímanum. Önnur ástæðan væri að það sé svo auðvelt að fara í símann. Sú þriðja væri að við værum oft að flýja frá öðru, til dæmis vinnu eða námi, og sú fjórða væri að styrkingarhættirnir á efninu sem er í símanum séu afar öflugir. Fólk væri oft í aðstæðum þar sem verið væri að vinna að erfiðu, löngu eða leiðinlegu verki. Snjallsíminn væri alltaf innan seilingar uppfullur af leikjum, skilaboðum, fréttum, „lækum“ og slíku. Afþreyingu. Því væri mjög auðvelt að flýja í símann. Þorlákur vék máli sínu einnig að því hvernig símarnir og samfélagsmiðlar nái til fólks. Hann sagði að það sem fólki þætti áhugavert, spennandi, forvitnilegt, fyndið og slíkt kallaðist styrking. Erfitt væri að segja til um hvað maður fyndi í símanum sem maður hefði gaman af og stundum fyndi maður ekki neitt.Notendum komið á bragðiðÞað hefði þau áhrif að þolinmæði fólk við að fletta í gegnum samfélagsmiðla, við leit að einhverju áhugaverðu, væri meiri en ef hver sem er myndi alltaf finna eitthvað sem honum þætti áhugavert. Til að þjálfa hegðun væri mikilvægt að styrkja fólk fyrst, sína því mikið af efni sem því finnst áhugavert, og draga svo úr því og fá notendur til að leita meira og verja meiri tíma í leitina. Þá sagði Þorlákur að félagsleg styrking væri eitthvað það áhrifaríkasta sem til væri. Þörfin fyrir „lækum“ og athygli á samfélagsmiðlum. Þorlákur ræddi einnig um tölvuleiki og sagði „heljartak styrkingarháttarins“ oft vera mun meira þar en í samfélagsmiðlum og í snjallsímum. Það væri ekki ósvipað og í fjárhættuspilum. Þorlákur tók að lokum til nokkra punkta fyrir fólk sem vill stjórna símanotkun sinni og barna sinna. Fyrsti punkturinn var að stjórna síma- og tölvunotkun barna með því að láta þau fyrst læra eða vinna húsverk. Síðan fá hóflegan síma- og leikjatíma. Hann sagði þá reglu þurfa að vera skýra og að ekki mætti hvika frá henni. Þorlákur sagði fólk geta stjórnað eigin miðlanotkun og þá fyrst með því að skrá notkunina, svo að setja sér markmið og reglur og skrá áfram til að sjá hvort markmiði sé náð. Þá eru til snjallforrit sem takmarka tímann á samfélagsmiðlum eins og StayFocusd og SelfControl. Þar er hægt að stilla hve miklum tíma fólk getur varið á hinum ýmsu miðlum.Komið til að veraÞorlákur sagði símann, eða eitthvað ennþá áhugaverðara afsprengi hans, vera kominn til að vera. Hið sama væri að segja um tölvuleiki. Til að taka á móti slíkri breytingu verði meðal annars að „leikjavæða“ umhverfi okkar í ríkari mæli. Eins og að forrita námsefni í leikjaform. Það væri eini séns barnanna. Börn og uppeldi Tækni Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Hvað er það sem veldur því að við verjum svo miklum tíma á dag í að skoða snjallsíma okkar? Þetta er spurning sem Þorlákur Karlsson, dósent við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík, reyndi að svara í erindi sínu: „Af hverju er svona erfitt að leggja frá sér símann? Heljartak sálfræðilegra styrkingarhátta í samfélagsmiðlum og tölvuleikjum“ á málstofu í HR í dag. Þar fór hann meðal annars yfir það hvernig snjallsímarnir, samfélagsmiðlar og tölvuleikir hafa áhrif á fólk og tryggja að fólk sýni því áhuga. Hann byrjaði þó mál sitt á því að segja að sálfræði væri ekki geimvísindi. „Nei. Hún er miklu flóknari,“ sagði Þorlákur. Hann sagði ótal margt hafa áhrif á fólk og að hegðun væri einstaklega flókið fyrirbæri. Hins vegar væru nokkur grunnlögmál um hegðun sem skýrðu obba hennar. Því næst vísaði hann til skýrslu sem birt var í fyrra þar sem því var haldið fram að fólk verji yfir tveimur klukkustundum að meðaltali á dag á samfélagsmiðlum. Fyrir því væru tvær augljósar og tvær ekki svo augljósar ástæður.Flóttinn sterkurSú fyrsta væri að það sé svo margt skemmtilegt og mikilvægt í snjallsímanum. Önnur ástæðan væri að það sé svo auðvelt að fara í símann. Sú þriðja væri að við værum oft að flýja frá öðru, til dæmis vinnu eða námi, og sú fjórða væri að styrkingarhættirnir á efninu sem er í símanum séu afar öflugir. Fólk væri oft í aðstæðum þar sem verið væri að vinna að erfiðu, löngu eða leiðinlegu verki. Snjallsíminn væri alltaf innan seilingar uppfullur af leikjum, skilaboðum, fréttum, „lækum“ og slíku. Afþreyingu. Því væri mjög auðvelt að flýja í símann. Þorlákur vék máli sínu einnig að því hvernig símarnir og samfélagsmiðlar nái til fólks. Hann sagði að það sem fólki þætti áhugavert, spennandi, forvitnilegt, fyndið og slíkt kallaðist styrking. Erfitt væri að segja til um hvað maður fyndi í símanum sem maður hefði gaman af og stundum fyndi maður ekki neitt.Notendum komið á bragðiðÞað hefði þau áhrif að þolinmæði fólk við að fletta í gegnum samfélagsmiðla, við leit að einhverju áhugaverðu, væri meiri en ef hver sem er myndi alltaf finna eitthvað sem honum þætti áhugavert. Til að þjálfa hegðun væri mikilvægt að styrkja fólk fyrst, sína því mikið af efni sem því finnst áhugavert, og draga svo úr því og fá notendur til að leita meira og verja meiri tíma í leitina. Þá sagði Þorlákur að félagsleg styrking væri eitthvað það áhrifaríkasta sem til væri. Þörfin fyrir „lækum“ og athygli á samfélagsmiðlum. Þorlákur ræddi einnig um tölvuleiki og sagði „heljartak styrkingarháttarins“ oft vera mun meira þar en í samfélagsmiðlum og í snjallsímum. Það væri ekki ósvipað og í fjárhættuspilum. Þorlákur tók að lokum til nokkra punkta fyrir fólk sem vill stjórna símanotkun sinni og barna sinna. Fyrsti punkturinn var að stjórna síma- og tölvunotkun barna með því að láta þau fyrst læra eða vinna húsverk. Síðan fá hóflegan síma- og leikjatíma. Hann sagði þá reglu þurfa að vera skýra og að ekki mætti hvika frá henni. Þorlákur sagði fólk geta stjórnað eigin miðlanotkun og þá fyrst með því að skrá notkunina, svo að setja sér markmið og reglur og skrá áfram til að sjá hvort markmiði sé náð. Þá eru til snjallforrit sem takmarka tímann á samfélagsmiðlum eins og StayFocusd og SelfControl. Þar er hægt að stilla hve miklum tíma fólk getur varið á hinum ýmsu miðlum.Komið til að veraÞorlákur sagði símann, eða eitthvað ennþá áhugaverðara afsprengi hans, vera kominn til að vera. Hið sama væri að segja um tölvuleiki. Til að taka á móti slíkri breytingu verði meðal annars að „leikjavæða“ umhverfi okkar í ríkari mæli. Eins og að forrita námsefni í leikjaform. Það væri eini séns barnanna.
Börn og uppeldi Tækni Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira