Lögmenn Trump telja hann ekki þurfa að hitta Mueller Kjartan Kjartansson skrifar 31. janúar 2018 12:09 Robert Mueller rannsakar meint samráð framboðs Trump við Rússa og hvort forsetinn hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Vísir/Getty Þrátt fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi sjálfur sagst hlakka til þess að ræða við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda á því hvort að framboð hans hafi átt samráð við Rússa, telja lögmenn forsetans að Mueller hafi ekki gert nóg til að sýna að hann verði að ná tali af Trump augliti til auglitis. Greint hefur verið frá því í bandarískum fjölmiðlum að Mueller vilji ná tali af Trump á næstu vikum. Rannsókn hans er nú ekki síst talin beinast að því hvort að forsetinn hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar, til dæmis með því að reka James Comey sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI í maí. Á dögunum sagði Trump við fréttamenn að hann „hlakkaði til“ að ræða við rannsakendur Mueller og að hann myndi gera það eiðsvarinn. Sló hann þó þann varnagla að lögmenn hans þyrftu að samþykkja viðtal við Mueller.Engin fordæmi um að forseti geti forðast að bera vitniCNN-fréttastöðin segir að afstaða lögmannanna sé sú að Trump þurfi ekki að ræða við Mueller. Vísa þeir til fordæma þar sem opinberir embættismenn hafa verið til rannsóknar. Þá hafi dómstólar talið að aðeins væri hægt að kalla þá til vitnis ef rannsakendur hefðu enga aðra leið til að komast yfir tilteknar upplýsingar. Lögmennirnir telja að Mueller hafi ekki uppfyllt það skilyrði. Þeir vilja að Mueller sýni fram á að aðeins Trump geti svarað þeim spurningum sem hann hefur. CNN segir að sú afstaða sé þó ekki endanleg og viðræður standi enn yfir á milli rannsakendanna og lögmannanna. Neiti Trump að ræða við Mueller gæti rannsakandinn stefnt honum fyrir ákærudómstól. CNN segir að ekkert lagalegt fordæmi sé fyrir því að forseti geti alfarið vikið sér undan því að bera vitni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump sagður vilja losna við aðstoðarráðherrann sem skipaði Mueller Aðstoðardómsmálaráðherrann skipaði Robert Mueller eftir að Trump rak forstjóra alríkislögreglunnar FBI. 27. janúar 2018 11:12 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Demókratar vilja koma hlífðarskildi yfir Mueller Það vilja þeir gera eftir að í ljós kom að Trump ætlaði sér að reka Mueller í júní í fyrra. 27. janúar 2018 21:30 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25 Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Þrátt fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi sjálfur sagst hlakka til þess að ræða við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda á því hvort að framboð hans hafi átt samráð við Rússa, telja lögmenn forsetans að Mueller hafi ekki gert nóg til að sýna að hann verði að ná tali af Trump augliti til auglitis. Greint hefur verið frá því í bandarískum fjölmiðlum að Mueller vilji ná tali af Trump á næstu vikum. Rannsókn hans er nú ekki síst talin beinast að því hvort að forsetinn hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar, til dæmis með því að reka James Comey sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI í maí. Á dögunum sagði Trump við fréttamenn að hann „hlakkaði til“ að ræða við rannsakendur Mueller og að hann myndi gera það eiðsvarinn. Sló hann þó þann varnagla að lögmenn hans þyrftu að samþykkja viðtal við Mueller.Engin fordæmi um að forseti geti forðast að bera vitniCNN-fréttastöðin segir að afstaða lögmannanna sé sú að Trump þurfi ekki að ræða við Mueller. Vísa þeir til fordæma þar sem opinberir embættismenn hafa verið til rannsóknar. Þá hafi dómstólar talið að aðeins væri hægt að kalla þá til vitnis ef rannsakendur hefðu enga aðra leið til að komast yfir tilteknar upplýsingar. Lögmennirnir telja að Mueller hafi ekki uppfyllt það skilyrði. Þeir vilja að Mueller sýni fram á að aðeins Trump geti svarað þeim spurningum sem hann hefur. CNN segir að sú afstaða sé þó ekki endanleg og viðræður standi enn yfir á milli rannsakendanna og lögmannanna. Neiti Trump að ræða við Mueller gæti rannsakandinn stefnt honum fyrir ákærudómstól. CNN segir að ekkert lagalegt fordæmi sé fyrir því að forseti geti alfarið vikið sér undan því að bera vitni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump sagður vilja losna við aðstoðarráðherrann sem skipaði Mueller Aðstoðardómsmálaráðherrann skipaði Robert Mueller eftir að Trump rak forstjóra alríkislögreglunnar FBI. 27. janúar 2018 11:12 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Demókratar vilja koma hlífðarskildi yfir Mueller Það vilja þeir gera eftir að í ljós kom að Trump ætlaði sér að reka Mueller í júní í fyrra. 27. janúar 2018 21:30 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25 Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Trump sagður vilja losna við aðstoðarráðherrann sem skipaði Mueller Aðstoðardómsmálaráðherrann skipaði Robert Mueller eftir að Trump rak forstjóra alríkislögreglunnar FBI. 27. janúar 2018 11:12
Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30
Demókratar vilja koma hlífðarskildi yfir Mueller Það vilja þeir gera eftir að í ljós kom að Trump ætlaði sér að reka Mueller í júní í fyrra. 27. janúar 2018 21:30
Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53
Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25
Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00