Græn Borgarlína Skúli Helgason skrifar 9. febrúar 2018 07:00 Umhverfisvernd er ekki lengur bara spurning um pólitíska forgangsröðun heldur beinlínis lykill að framtíð okkar hér á jörðinni. Það er siðferðisleg skylda okkar að bregðast við loftslagsvandanum, og skaðlegum fylgifiskum hans fyrir umhverfi og náttúru. Á sama tíma geta kjarkmiklar aðgerðir á sviði umhverfismála stóraukið lífsgæði borgarbúa. Eitt albesta dæmið um slíka aðgerð er hröð og markviss uppbygging Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt mannfjöldaspám má gera ráð fyrir að íbúum höfuðborgarsvæðisins muni fjölga um 70 þúsund manns fram til 2040 eða um nærri 40%. Ef 75% ferða verða áfram farin í einkabílum mun ferðatími lengjast um meira en helming og umferðatafir um 80%. Uppbygging umferðarmannvirkja sem gætu tekið við slíkum fjölda er óhugsandi vegna himinhrópandi kostnaðar, ósjálfbærrar landnotkunar og neikvæðra umhverfisáhrifa. Reynslan erlendis kennir okkur að breikkun helstu stofnbrauta og mislæg gatnamót eru skammgóður vermir. Akreinarnar fyllast jafnharðan og vegfarendur verða jafn illa, eða verr, settir og áður. Skynsamlegasta leiðin til að takast á við þetta verkefni er kraftmikil uppbygging almenningssamgangna. Þar er Borgarlína langáhrifaríkasta aðgerðin en hún felur í sér að komið verði upp hraðvagnakerfi á höfuðborgarsvæðinu þar sem biðtími styttist til muna niður í 5-7 mínútur á álagstímum og jafnvel allt niður í 2 mínútur ef þörf er á meiri afkastagetu. Borgarlínan verður með forgang á umferðarljósum sem mun auðvelda farþegum að komast hratt og örugglega á milli staða. Lögð verður áhersla á vandaðar yfirbyggðar biðstöðvar, með farmiðasjálfsölum og upplýsingaskiltum sem sýna í rauntíma hvenær næsti vagn kemur. Með uppbyggingu Borgarlínu vinnst afar margt. Slíkt almenningssamgöngukerfi er hagkvæm og vistvæn leið til að auka flutningsgetu milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en einnig innan þeirra. Uppbygging hennar mun gegna lykilhlutverki í uppbyggingu og þróun byggðar á höfuðborgarsvæðinu öllu. Með Borgarlínu drögum við úr mengun, styttum ferðatíma, aukum lífsgæði og byggjum upp græna borg.Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Umhverfisvernd er ekki lengur bara spurning um pólitíska forgangsröðun heldur beinlínis lykill að framtíð okkar hér á jörðinni. Það er siðferðisleg skylda okkar að bregðast við loftslagsvandanum, og skaðlegum fylgifiskum hans fyrir umhverfi og náttúru. Á sama tíma geta kjarkmiklar aðgerðir á sviði umhverfismála stóraukið lífsgæði borgarbúa. Eitt albesta dæmið um slíka aðgerð er hröð og markviss uppbygging Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt mannfjöldaspám má gera ráð fyrir að íbúum höfuðborgarsvæðisins muni fjölga um 70 þúsund manns fram til 2040 eða um nærri 40%. Ef 75% ferða verða áfram farin í einkabílum mun ferðatími lengjast um meira en helming og umferðatafir um 80%. Uppbygging umferðarmannvirkja sem gætu tekið við slíkum fjölda er óhugsandi vegna himinhrópandi kostnaðar, ósjálfbærrar landnotkunar og neikvæðra umhverfisáhrifa. Reynslan erlendis kennir okkur að breikkun helstu stofnbrauta og mislæg gatnamót eru skammgóður vermir. Akreinarnar fyllast jafnharðan og vegfarendur verða jafn illa, eða verr, settir og áður. Skynsamlegasta leiðin til að takast á við þetta verkefni er kraftmikil uppbygging almenningssamgangna. Þar er Borgarlína langáhrifaríkasta aðgerðin en hún felur í sér að komið verði upp hraðvagnakerfi á höfuðborgarsvæðinu þar sem biðtími styttist til muna niður í 5-7 mínútur á álagstímum og jafnvel allt niður í 2 mínútur ef þörf er á meiri afkastagetu. Borgarlínan verður með forgang á umferðarljósum sem mun auðvelda farþegum að komast hratt og örugglega á milli staða. Lögð verður áhersla á vandaðar yfirbyggðar biðstöðvar, með farmiðasjálfsölum og upplýsingaskiltum sem sýna í rauntíma hvenær næsti vagn kemur. Með uppbyggingu Borgarlínu vinnst afar margt. Slíkt almenningssamgöngukerfi er hagkvæm og vistvæn leið til að auka flutningsgetu milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en einnig innan þeirra. Uppbygging hennar mun gegna lykilhlutverki í uppbyggingu og þróun byggðar á höfuðborgarsvæðinu öllu. Með Borgarlínu drögum við úr mengun, styttum ferðatíma, aukum lífsgæði og byggjum upp græna borg.Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun