Umboðsmanni Alþingis gefið rými til rannsóknar á ráðherra Sveinn Arnarsson skrifar 7. febrúar 2018 06:00 Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd var einróma í því að fresta rannsókn sinni á dómaramálinu. VÍSIR/EYÞÓR Stjórnsýsla Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd hefur frestað rannsókn sinni á embættisfærslum Sigríðar Á. Andersen við skipun fimmtán dómara í Landsrétt. Ekki liggur fyrir hvort umboðsmaður Alþingis muni hefja frumkvæðisrannsókn á embættisfærslum ráðherrans eða almennt um skipan dómara við réttinn. Þingmenn vinstri grænna segja alvarlegt að ráðherrar brjóti lög og fái á sig hæstaréttardóm en telja ekki tímabært að Sigríður segi af sér. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir nefndina slá rannsókn sinni á frest til að veita umboðsmanni það svigrúm sem hann þarf ef hann vilji hefja frumkvæðisathugun á skipan Sigríðar Andersen. Umboðsmaður Alþingis baðst undan viðtali við Fréttablaðið þegar eftir því var leitað og sagðist ætla að skoða málið í rólegheitunum. „Umboðsmaður hefur sagt að hann skoði ekki málið á meðan það er til umfjöllunar í þinginu. Því er það ákvörðun okkar að fresta skoðun okkar á málinu og því getur umboðsmaður, telji hann ástæðu til, hafið athugun á skipan dómara í Landsrétt,“ segir Helga Vala. Kolbeinn Proppé, þingmaður VG í nefndinni, segir líklegt að umboðsmaður hefji frumkvæðisathugun. Hann segir það ekki hafa komið til skoðunar að ráðherra víki á meðan málið er til rannsóknar.Ekki í lagi að brjóta lög Þegar Kolbeinn er spurður hve oft ráðherra þurfi að vera dæmdur fyrir embættisfærslur til að þurfa að segja af sér segist hann ekki vita svarið við þeirri spurningu. „Það er ekki í lagi að neinn brjóti lög í starfi,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG, um stöðu dómsmálaráðherra. „Við í þinginu erum búin að leggja töluverða vinnu í að fá botn í málið og afla nýrra gagna. Þingflokkur VG mun mjög líklega taka snúning á málinu um leið og niðurstaða umboðsmanns liggur fyrir,“ segir Ólafur Þór. Lilja Rafney Magnúsdóttir, samflokksmaður Ólafs, segir stöðuna grafalvarlega. „Það er ekki hefð fyrir afsögn ráðherra hér á landi og við í VG höfum metið það sem svo að krefjast ekki afsagnar,“ segir Lilja Rafney. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sóttu hart að dómsmálaráðherra: „Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að falla á fyrsta prófinu?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver á fætur öðrum í pontu Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta. 1. febrúar 2018 11:15 Gera hlé á Landsréttarmálinu Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundaði um málið í hádeginu. 6. febrúar 2018 13:53 Jón Þór útilokar ekki vantrauststillögu Jón Þór Ólafsson og Jón Steindór Valdimarsson voru gestir Heimis Más í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þeir ræddu dómsmál landsins og Jón Þór útilokar ekki að lögð verið fram vantrauststillaga á hendur Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. 3. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Stjórnsýsla Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd hefur frestað rannsókn sinni á embættisfærslum Sigríðar Á. Andersen við skipun fimmtán dómara í Landsrétt. Ekki liggur fyrir hvort umboðsmaður Alþingis muni hefja frumkvæðisrannsókn á embættisfærslum ráðherrans eða almennt um skipan dómara við réttinn. Þingmenn vinstri grænna segja alvarlegt að ráðherrar brjóti lög og fái á sig hæstaréttardóm en telja ekki tímabært að Sigríður segi af sér. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir nefndina slá rannsókn sinni á frest til að veita umboðsmanni það svigrúm sem hann þarf ef hann vilji hefja frumkvæðisathugun á skipan Sigríðar Andersen. Umboðsmaður Alþingis baðst undan viðtali við Fréttablaðið þegar eftir því var leitað og sagðist ætla að skoða málið í rólegheitunum. „Umboðsmaður hefur sagt að hann skoði ekki málið á meðan það er til umfjöllunar í þinginu. Því er það ákvörðun okkar að fresta skoðun okkar á málinu og því getur umboðsmaður, telji hann ástæðu til, hafið athugun á skipan dómara í Landsrétt,“ segir Helga Vala. Kolbeinn Proppé, þingmaður VG í nefndinni, segir líklegt að umboðsmaður hefji frumkvæðisathugun. Hann segir það ekki hafa komið til skoðunar að ráðherra víki á meðan málið er til rannsóknar.Ekki í lagi að brjóta lög Þegar Kolbeinn er spurður hve oft ráðherra þurfi að vera dæmdur fyrir embættisfærslur til að þurfa að segja af sér segist hann ekki vita svarið við þeirri spurningu. „Það er ekki í lagi að neinn brjóti lög í starfi,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG, um stöðu dómsmálaráðherra. „Við í þinginu erum búin að leggja töluverða vinnu í að fá botn í málið og afla nýrra gagna. Þingflokkur VG mun mjög líklega taka snúning á málinu um leið og niðurstaða umboðsmanns liggur fyrir,“ segir Ólafur Þór. Lilja Rafney Magnúsdóttir, samflokksmaður Ólafs, segir stöðuna grafalvarlega. „Það er ekki hefð fyrir afsögn ráðherra hér á landi og við í VG höfum metið það sem svo að krefjast ekki afsagnar,“ segir Lilja Rafney.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sóttu hart að dómsmálaráðherra: „Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að falla á fyrsta prófinu?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver á fætur öðrum í pontu Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta. 1. febrúar 2018 11:15 Gera hlé á Landsréttarmálinu Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundaði um málið í hádeginu. 6. febrúar 2018 13:53 Jón Þór útilokar ekki vantrauststillögu Jón Þór Ólafsson og Jón Steindór Valdimarsson voru gestir Heimis Más í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þeir ræddu dómsmál landsins og Jón Þór útilokar ekki að lögð verið fram vantrauststillaga á hendur Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. 3. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Sóttu hart að dómsmálaráðherra: „Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að falla á fyrsta prófinu?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver á fætur öðrum í pontu Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta. 1. febrúar 2018 11:15
Gera hlé á Landsréttarmálinu Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundaði um málið í hádeginu. 6. febrúar 2018 13:53
Jón Þór útilokar ekki vantrauststillögu Jón Þór Ólafsson og Jón Steindór Valdimarsson voru gestir Heimis Más í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þeir ræddu dómsmál landsins og Jón Þór útilokar ekki að lögð verið fram vantrauststillaga á hendur Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. 3. febrúar 2018 14:00